Heima er bezt - 01.03.1970, Side 28

Heima er bezt - 01.03.1970, Side 28
þetta væri ágætur maður og vellauðugur. Helzt vildi hann að piltarnir væru 12 ára að aldri, af góðum ættum, hraustir líkamlega og óspilltir. Líka þyrftu þeir að vera góðir námsmenn.“ — „Heldur þú að ég sé öllum þessum kostum búinn?“ sagði Nonni, og nú varð hann fyrst feiminn og hikandi. Mamma hans sagðist vona það. Jafnframt sagði hún, að vinur sinn, Einar Asmundsson í Nesi, hefði bent á hann til þessarar farar. Hún sagði líka, að Gunnar, son- ur Einars, sem væri ágætur drengur og vel upp alinn, væri ákveðinn að fara þessa för. Einar hafði sagt, að hann væri nú á förum, en ef þau tækju tilboðinu, þá myndi Nonni hitta Gunnar í Kaupmannahöfn, er hann kæmi þangað. Að lokum sagði mamma hans, að nú væri úr vöndu að ráða, en jafnframt lét hún þess getið, að ef pabbi hans væri nú á lífi, myndi hann vafalaust hafa tekið þessu tilboði. Nonni átti hálf bágt með að átta sig á þessu í svipinn, en þó sagði hann eftir nokkurn umhugsunartíma: „Hvernig á ég svo að komast utan?“ Mamma hans sagði, að hann gæti líklega fengið far með litlu seglskipi frá Borgundarhólmi. Það héti Valdimar frá Rönne. Sagði hún að það kæmi hingað í næstu viku og þá þyrfti hann að vera tilbúinn. Með þessu skipi, sagði hún, að hann kæmist beint til Kaupmannahafnar. Þar sagði hún að tæki á móti honum þýzkur biskup, sem héti Hermann Grúder, og hjá honurn myndi hann hitta Gunnar Einarsson, sem færi á undan honum út. Þessi Hermann Grúder niyndi svo sjá um ferð þeirra til Frakklands. Um langa stund sátu þau, móðir og sonur, og ræddu um málið. Þau voru bæði alvarleg, en ræddu þó saman rólega. — Móðirin reyndi að benda syninum á þau vandamál, sem hann yrði að leysa á sitt eindæmi, er hann nyti einskis stuðnings eða leiðbeininga frá vandamönn- um sínurn. Hún brýndi fyrir honum að gleyma aldrei bæninni, ef vandamál bæru að höndum. Hann skyldi líka temja sér að stilla skap sitt, og haga framkomu sinni eins og fullorðinn maður, en ekki eins og fyrirhyggju- laus unglingur. iMamma hans sagði, að hún væri ekkert að leyna því, að vel gæti farið svo, að þau sæjust ekki framar í þessu lífi, en hún ætlaði að biðja góðan guð þess, að vera honum bæði faðir og móðir. Þegar þar var komið samtalinu, gat Nonni ekki hark- að lengur af sér, en fór að gráta hljóðlega, en tárin hrundu um kinnar hans. Þá stóð mamma hans upp Og strauk mjúklega um kollinn á honurn og sagði: „Farðu nú aftur út til krakkanna, og leiktu þér í blessuðu sól- skininu.“ Nonni strauk þá tárin úr augunum og gekk hljóðlega út. Að gömlum vana hljóp Nonni beint ofan í fjöru til krakkanna, og ætlaði að fara að taka þátt í leiknum, sem hann hafði horfið frá, en þá brá honum í brún, því að löngunin til leikja með börnunum var alveg horfin. Leikirnir og hávaðinn, sem þeim fylgdi, allt var þetta honum algjörlega framandi. Hann sneri snögglega frá og gekk upp í brekkuna ofan við húsin. Honum fannst hann þurfa að vera einn í næði, til að rifja upp allt, sem þau mæðginin höfðu talað. Eftir skamma stund var hann kominn hátt upp í brekkuna, og sólgullinn fjörðurinn blasti við sýn. Þarna uppi í brekkubrúninni átti Nonni sína þyngstu reynslustund. Hann reyndi að gera sér, betur en áður, grein fyrir framtíðinni. Hann fann það, að nú væri al- vara lífsins og barátta framundan í stað barnaleikja í glöðum vinahópi og faðmi móður og skyldmenna. Allt í einu varð Nonni þess var, að hann var farinn að biðjast fyrir. Bænin veitti honum ró og tárin hættu að renna niður kinnarnar. — Sjálfur segir hann þannig frá: „Á meðan á bæninni stóð hafði ég skipt skapi. Log- bjart og vermandi geislaflóð hafði skyndilega sundrað drungaskýjunum, sem grúft höfðu yfir huga mínum.“ Nonni fór að hugsa um framtíðina frá öðrum sjónar- hóli en áður. Hafði hann ekki ætíð verið sólginn í ævin- týri? Var ekki þessi utanför ef til vill hans stærsta lífs- ævintýri? Var nokkur ástæða til að kvíða framtíðinni? Fyrst lægi leiðin yfir hafið til Kaupmannahafnar, þar biðu hans vafalaust mörg ævintýri. — Þar var Sívali- turn, en upp eftir honum var hægt að aka á vagni með tveimur til fjórum hestum fyrir, og þar var skemmti- garðurinn Tivoli með margs konar lystisemdir. — Og síðan kæmi ferðin suður til Frakklands, — hins sólhýra lands. Þar ætlaði hann að ganga í skóla og verða lærð- ur maður og koma svo heim sem mikill lærdómsmaður. Allt gat þetta gengið að óskum, ef hann treysti drottni og reyndi ætíð að vera góður drengur og láta ekki skapið hlaupa með sig í gönur. Frá þessari bænarstund í brekkunni var ekkert hik á Nonna. Nú var hann alveg ákveðinn með utanförina, og í stað þess að vera kvíðandi og áhyggjufullur, fannst honum nú sem utanförin væri lokkandi ævintýri, og ætíð hafði hann þráð ævintýrin. Nú fór að styttast til burtfarardagsins hjá Nonna. Hann átti víða ágæta kunningja og vini, sem hann þurfti að kveðja. Hann fór því víða um nágrennið síð- ustu dagana, er hann var að kveðja. Honum var alls staðar vel tekið, en þó leizt fólki misjafnlega vel á þetta ferðalag. En Nonni lét þetta ekki draga úr sér kjark- inn. Nú datt honum ekki í hug að hætta við ferðina. — Loks kom seglskipið, Valdimar frá Rönne, inn í höfn- ina og var þá ekki til setunnar boðið. Nonni og mamma hans brugðu sér út í litla seglskip- ið einn daginn, þar sem það lá úti á höfninni. Þau spyrja um skipstjórann, en hann var þá niðri í káetu skipsins, þar sem hann hafði komið upp smábúð, því að á ferðum sínum kringum landið rak skipstjórinn smá verzlun í skipinu. — Skipstjórinn kom að vörmu spori og sagði þeim, að því miður gæti hann ekki talað við þau niðri í skipinu, og yrði hann því að tala við þau uppi á þilfari. Kallaði hann á léttadreng að færa þeim þrjá stóla út á þilfarið og þar settust þau. Skip- stjórinn spurði þá hvert erindið væri og því svaraði 104 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.