Heima er bezt - 01.03.1970, Page 37

Heima er bezt - 01.03.1970, Page 37
í SJÁVARHÁSKA Stórivogur blikar lognkyrr og sólfáður í snækrýndu ríki vetrarins. Gæftir eru nú hvern dag, og aflabrögð með ágætum. Og fast er sóttur sjórinn. Yngsti skipstjór- inn, sem jafnframt stjórnar minnsta bátnum í flotanum, er ekki lengur annar sá aflahæsti, heldur hefir hann tekið forustuna, og það þykir hinum eldri og reyndari skipstjórum súrt í broti að láta svo ungan og ókunnugan strálc slá aflametið, og þeir hafa hver um sig fullan hug á því að jafna metið, áður en vertíð lýkur. En Tryggvi Heiðar er jafnhógvær og rólegur sem áður og hugsar um það eitt að reynast trúr hlutverki því, sem honurn hefir verið á hendur falið og færa hús- bónda sínum og þjóð sinni björg í bú. Og þannig held- ur sjómennskan áfram í Stóravogi um hríð. Ásgerður Þorfinnsdóttir afgreiðir viðskiptamenn föð- ur síns með sömu alúð og hlýleik sem áður, en hún er ekki jafnglöð og áður. Endurminningin um heim- komuna óveðurskvöldið örlagaríka hvílir eins og mara á sál hennar og veldur þeirri breytingu, sem á henni hefir orðið. Skyldi henni aldrei framar gefast tækifæri til þess að sjá unga skipstjórann á Svaninum? Ef til vill ekki. En mynd hans getur enginn útmáð úr hjarta hennar. Þangað ná engir óhreinir fingur, hvernig sem allt annað fer. Ásgerður heimsækir Sóleyju öðru hverju eins og áð- ur og færir hcnni gjafir, þegar hún veit að Svanur er á sjó, þrátt fyrir hin ströngu fyrirmæli móður sinnar um algert bann við verbúðarheimsóknum, og Ásgerði finnst að með þessu geri hún rétt. Og að bregðast Sól- evju, sem engan á að hér, og treystir vináttu hennar, — nei, það gæti hún ekki. Hún verður fyrst og fremst að hlýða rödd sinnar eigin samvizku. Og þessar heimsókn- ir fara fram hjá móður hennar. þrátt fyrir gefin loforð. Frú Alma veit, að nú er róið á hverjum degi, og veldur það því að hún slakar á eftirliti með ferðum Ásgerðar, enda lítil hætta á ferðum, meðan sjómenn- irnir korna í höfn aðeins til þess að losa sig við aflann og skipta um lóðir. Og lífið í sjávarþorpinu gengur sinn gang. „Hægt í lofti hreyfir sig / sú hin kalda undiralda.“ Tvísýnn vetrarmorgunn rís yfir láði og legi. Fiski- bátarnir frá Stóravogi eru allir á sjó og sækja alllangt á djúpmiðin að undanförnu, en þar hefir verið mikill fiskur um hríð og er þar enn. En aftur tregur afli á heimamiðum. Gæftir hafa verið með ágætum um langa hríð, og allt gengið að óskum fram á þennan dag. Er líður fram á morguninn tekur mjög skyndilega að hvessa, og hleypir upp brimi óðfluga, bg um hádegis- bil er komið stórrok og geysilegt brimrót, og brátt taka fiskibátarnir að streyma inn Voginn hver af öðr- um, sumir án þess að hafa náð nokkru af línum sínum, en aðrir með einhvern hluta þeirra, en enginn þeirra sá sér fært að draga alla línuna, sökum þess hve veðrið magnaðist fljótt, og kunnugir telja, að senn muni Sundið inn að Stóravogi verða ófært. Þar færast brotsjóir stöð- ugt í aukana, eftir því, sem á daginn líður. í landi er allt á ferð og flugi. Menn hópast ofan að höfn til þess að taka á rnóti bátunum og fagna sjó- mönnum, sem sigla heilir í höfn, og upp úr miðjum degi eru allir bátarnir frá Stóravogi komnir að og lagzt- ir við öruggar festar, nema Svanurinn og Sæljónið, sem enn voru ókomnir, og þeir, sem komnir voru, vissu ekkert urn þá. Otti grípur um sig, er fréttin um bátana tvo berst um þorpið, þar sem innsigling um Sundið er nú talin ófær, og senn fer að bregða birtu, en þó reynir fólkið að halda í veika von. Þorfinnur kaupmaður er vanur að fylgjast vel með ferðum báta sinna, hvernig sem viðrar. Hann hraðar sér nú niður að höfn, eftir að hafa fengið þær uggvænlegu fréttir, að tveir bátanna séu enn ókomnir að landi. Hann vill nú leita nánari frétta hjá þeim, sem komnir eru, því þótt hann eigi aðeins annan bátinn sjálfur, er honum jafnannt um að vita afdrif þeirra beggja En hann fær engar markverðar fréttir hjá neinum þar neðra. Þorfinnur á stórt fiskgeymsluhús rétt ofan við höfn- ina, og þangað leitar hann nú afdreps fyrir óveðrinu, eftir að hafa rætt árangurslaust við sjómennina, sem aðkomnir eru. En heim getur hann ekki farið að svo stöddu. Dyr fiskgeymsluhússins vísa út að Sundinu og Þor- finnur lætur þær standa opnar, þótt hvasst blási af hafi, og brátt er fjöldi manns kominn inn í húsið til hans, bæði sjómenn og þeir, sem í landi vinna, og taka sér þar stöðu. Og allra augu stara fram á Sundið gegnum opnar húsdyrnar. Mönnum finnst þeir verði að fylgjast með hafrótinu úti fyrir, meðan nokkur skíma er af degi, ef eitthvað óvænt kynni að gerast. Dapurleg þögn hvílir yfir öllum. Séra Tryggvi fylgist einnig vel með því sem gerist meðal sjómanna í Stóravogi á þessum válynda vetrar- degi, og nú er hann kominn í hóp þeirra, er standa þög- ulir í fiskgeymsluhúsi Þorfinns kaupmanns og horfa út í brimrótið. En hann á ljós trúar og vonar, þótt syrti í álinn, og það vill hann boða þeim, sem hér eru saman komnir af sóknarbörnum hans, og standa á verði með þeim, hvað sem á dynur. Framhald. Heirna er bezt H3

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.