Heima er bezt - 01.03.1970, Page 38

Heima er bezt - 01.03.1970, Page 38
Jón R. Hjálmarsson: A£ spjöldum sögunnar. Selfossi 1969. Suðurlandsútgáfan. Jón Hjálmarsson skólastjóri er löngu kunnur af skemmtilegum útvarpserindum. Hér birtir hann í einni bók 22 þætti um fræga menn og mikla atburði mannkynssögunnar. Eru þeir frá öllum öldum, allt frá stórveldistíð Persa til ltorgarastríðs Bandaríkjanna. Er þar skemmst að segja, að þættirnir eru bráðskemmtilegir og minna helzt á frásagnarstíl l’áls Melsteds, sem skemmtilegast hefir ritað mannkynssögu á íslenzku. Helzt mætti það að þáttunum finna, að þeir væru of stuttir og höfundur leitaðist við að gera of miklu efni skil í of stuttu máli. Trúi ég vart öðru, en bók þessi verði vinsæl meðal íslenzkra lesenda. Til þess hefir hún alla kosti, gott efnisval, lifandi frásögn og mikinn fróðleik. Mætti svo vel fara, að hún yrði notuð sem eins konar handbók við sögu- kennslu. Hafísinn, Rvík 1969. Almenna bókafélagið. Eins og menn rekur minni til, var s.l. ár haldin ráðstefna í Reykjavík um hafísinn. Báru þar saman bækur sínar margir af fremstu vísindamönnum vorum á ýmsum sviðum náttúrufræði og sögu. Erindi og umræður ráðstefnunnar hafa nú verið birt í mikilli bók og vandaðri x hvívetna. Rætt er þar um hafísinn, myndun hans, rek hans um höfin, sögu hans á liðnum öldum, áhrif hans á veður og þjóðhagi, frá ýmsum hliðum, eftir því sem staðreyndir liggja fyrir og þekking manna nær. Þá er og leitazt við að gera grein fyrir hugsanlegum hafísspám. Eins og við er að búast eru ekki allir þar á einu máli, enda um margþætt nátt- úrufyrirbæri að ræða, og þar að auki er mörg gátan um þenna landsins forna fjanda óráðin. En allt um það, er hér um stór- merka bók að ræða, sem flytur óhemjumikinn fróðleik um efni, sem snertir alla landsmenn, og afkomu þjóðar vorrar í heild. Þess er því að vænta, að henni verði vel tekið. Enginn þarf þó að ætla, að hér sé um léttan skemmtilestur að ræða, enda þótt flestir höfundanna setji mál sitt fram á skýran og alþýðlegan hátt. En bókin er hrein gullnáma fróðleiks fyrir hvern þann, sem lætur sig einhverju skipta náttúru landsins og tengsl þjóðar og náttúru. Hefir AB unnið þarft verk með útgáfunni og bætt þar einu riti enn í það ágæta safn rita, sem félagið hefir sent frá sér um nátt- úru landsins. Hafísráðstefnan og bókin var helguð minningu Jóns Eyþórssonar, veðurfræðings, og var það að maklegleikum. Mark- ús Á. Einarsson er ritstjóri bókarinnar. Rúnólfur Marteinsson: Ævisaga séra Jóns Bjamasonar, Winnipeg. Akureyri 1969. Bókaútgáfan Edda. Engum, sem til þekkir, blandast hugur um, að séra Jón Bjarna- son var einn af merkustu íslendingum sinnar samtíðar. Fór þar saman leiftrandi gáfur, andríki og umfram allt foringjahæfileik- ar og stórbrotinn persónuleiki. Starf það, er hann vann meðal Vestur-íslendinga var svo stórfellt og margþætt, að seint verður metið til fulls, enda þótt trúarskoðanir hans hafi löngum orkað tvímælis. Hér á landi höfðu menn vitanlega minni kynni af hon- um, og þau oft fremur einhliða í fregnum þeim, sem bárust hing- að af kirkjumáladeilum þar vestra, og þótti mörgum að vonum hann vera þar fulleinsýnn og ósveigjanlegur í fylgi sínu við hina eldri og þrengri trúarstefnu. Þar við bætist og, að svo langur tími er nú liðinn, að minning hans er óðum að gleymast. Það er því gróði íslenzkum bókmenntum, að nú skuli vera komin út löng og ýtarleg ævisaga hans, rituð af frænda hans og samverkamanni, síra Rúnólfi Marteinssyni. Kernur persónuleiki síra Jóns vel fram í sögunni, og hvert starf hann vann í því efni að halda saman þjóðarbrotinu vestur-íslenzka á fyrstu árum landnámsins. Hinu verður þó ekki neitað, að sums staðar er sagan óþarflega orðmörg og langdregin, of margt af smáatriðum, útdráttum úr fundar- gerðum og þess háttar. Þá fer höfundur of fljótt yfir sjálft megin- efni kirkjudeilunnar vestra, svo að lesandanum verður ekki fylli- lega ljóst, hvað þar gerðist. En það hefir verið höfundi of við- kvæmt efni, til að ræða það frá rótum. En þótt sumt hefði mátt betur fara, er hér merkileg bók um ágætan mann, sem skylt er að minnast og halda minningu hans á lofti. Arni Bjarnarson skrif- ar inngang um höfund bókarinnar, og hefir hann einnig séð um útgáfuna. Jón Þórarinsson: Sveinbjöm Sveinbjörnsson. Rvík 1969. Menningarsjóður. Segja má, að Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld, hafi legið lengi óbættur hjá garði, og æfi hans og störf lítt verið kynnt íslenzkum lesendum. Sennilega vita þó flestir Islendingar að hann sé höfundur þjóðsöngs vors ásamt síra Matthíasi, en naumast mun það vera meira, sem almenningur veit um hann. Það er því ánægjulegt menningarafrek að semja og gefa út æfisögu þessa brautryðjanda íslenzkrar tónlistar og höfuðskörungs á því sviði. Má og segja með sanni, að saga hans sé ævintýri líkust. Einn og óstuddur fer hann út í heim og ryður sér þar braut og verður mikils metinn tónlistarmaður úti í Skotlandi og var slíkt þó ekki heiglum hent. Ekki verður annað séð en höfundur bókarinnar hafi unnið verk sitt af mestu prýði og leitað til og hagnýtt þær heimildir, sem fiamast voru fáanlegar, en vitanlega er margt nú horfið, sem gagn hefði verið að vita og fengizt hefði ef fyrr hefði verið að unnið. Jafnframt sögu Sveinbjarnar kynnumst vér furðu- vel ýmsu úr bæjarlífi Reykjavíkur á æskuárum hans. Eg átti því láni að fagna, að kynnast Sveinbirni Sveinbjörnssyni lítilsháttar síðustu æviár hans. Við lestur bókarinnar rifjuðust þau kynni upp og um leið mynd hins elskulega gamalmennis, siðfágaðs en um leið ofurlítið barnalegs, hvort sem það hefir verið ellin, sem þar var að verki eða eðli hans sjálfs. Sú mynd verður mér hug- stæð og mér finnst bókarhöfundur hafa náð henni furðuvel. Bók- in er vönduð að frágangi, og skemmtileg aflestrar ómúsíkfróðum mönnum, hvað þá hinum. Pétur Aðalsteinsson: Bóndinn og landið. Akureyri 1969, Bókaforlag Odds Bjömssonar. Eins og nafnið bendir til, eru ljóð þessi óður til sveitarinnar og sveitalífsins. Höfundur hefir gott vald á efni og rími, og yrkir á hefðbundinn hátt og fer það vel úr hendi. Hann bregður upp möigum gamalkunnum myndum úr sveitalífinu vel gerðum en ekki sérlega nýstárlegum. Þó eru sum kvæðanna í fremri röð íslenzkra ljóða t. d. kvæðið Bernska sveitadrengs. En lýti á mörg- um kvæðum bókarinnar er barlómur sá, sem þar kemur fram fyrir hönd bændanna, rétt eins og það væri rímuð framboðsræða í sveitakjördæmi. Ef höf. hefði sneitt hjá því skeri, hefði hann gefið lesendunum góða bók. St. Std. 114 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.