Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 4

Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 4
BJORN JONSSON, BÆ: Kristján Jónsson, bóndi á Oslandi í Skagalirdi Fimm ára snáði sem nú er nefndur Kristján á Ós- landi — kunnur maður í Skagafirði og víðar — man ennþá búferlaflutning foreldra sinna vorið 1910. Það var hart vor og því ekki erfiðleika- laust að taka sig upp frá búi að Fornastöðum í Ljósa- vatnsskarði og flytja alla leið að Hólum í Hjaltadal. Kristján er fæddur að Víðivöllum í Fnjóskadal 27. desember 1905, foreldrar hans voru Jón Sigurðsson frá Fornastöðum, albróðir frú Þóru Sigurðardóttur konu Sigurðar skólastjóra og síðar búnaðarmálastjóra. Móðir Kristjáns var Níelsína Kristjánsdóttir frá Krossanesi við Eyjafjörð, bæði þessi hjón voru af traustum þingeysk- um og eyfirskum ættum. Það má segja um þau hjón að atvikin leiða oft til langrar sögu. Eftir að Sigurður skólastjóri og frú Þóra fluttu að Hólum kom Jón Sig- urðsson einnig að austan sem smiður og starfsmaður skólastjóra — á sama tíma var Flóvent Jóhannsson bú- stjóri á staðnum, réði hann til sín sem kaupakonu Ní- elsínu Kristjánsdóttur, — þar með lágu leiðir þessara ungu einstaklinga saman. Þau giftu sig austur í átthög- um Jóns og voru við búskap þar fyrstu árin en eins og fyrr segir fluttu þau vestur 1910. Jón var smiður góður og mun atvinnuvon í því starfi hafa stutt að flutningi þeirra vestur yfir fjöll, hann stundaði því strax þá at- vinnu bæði á Hólum og nærliggjandi sveitum, seinna varð hann smíðakennari við bændaskólann og þar muna Hjónin Kristján Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir, Óslandi. 380 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.