Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 6
Krislján á Óslandi og börn hans: Margrét, Þóra, Kristján,
Svava og Jón.
Margrét Kristjánsdóttir og Snorri Jónsson.
Jón Kristjánsson og Margrét Einarsdóttir.
Börn Jóns Kristjánssonar og Margrétar Einarsdóttur.
Börn Margrétar og Snorra Jónssonar.
Eins og gefur að skilja hefir Kristján á Óslandi ekki
sloppið við að gegna opinberum störfum. Fyrstu kynni
hans af slíku voru ungmennafélagsstörf í U.M.F. Geisli
í Óslandshlíð. í því félagi segist hann hafa fengið stað-
góða þjálfun og áhuga fyrir félagsmálum, þessa sögu
geta áreiðanlega margir tekið undir, því að störf innan
þessara samtaka voru í þá tíð einn besti skóli ungu fólki,
það segir hann einnig að af öllum störfum og kynnum
við menn hafi hann eitthvað lært. Kristján átti sæti í
hreppsnefnd í 27 ár, oddviti í 4 ár til 1969, sýslunefnd-
armaður frá 1965, sjúkrasamlagsformaður frá 1958,
formaður fræðslunefndar í 15 ár og mörg ár áður í
þeirri nefnd. í stjórn Búnaðarfélags Óslandshlíðar í
fjölda mörg ár. í stjórn Kaupfélags Austur Skagfirð-
inga 15—16 ár. Auk þessa sem ég hefi nú tahð hefir hann
átt einhvern þátt í nær öllum framfaramálum sem ráðin
hafa verið innan sveitar sinnar um fjölda ára. Þetta er
gangur lífsins að störfin hlaðast á einstaka menn, og
382 Heima er bezt