Heima er bezt - 01.11.1973, Page 16
semi tók hann að gefa út Dagblaðið, sem fyrst kom út
6. nóv. 1914. Alls komu af því 129 blöð, hið síðasta 31.
marz 1915. Blaðið var í fremur htlu broti, einblöðung-
ur og flutti það ýmsar fregnir auk stríðsfréttanna, en
einnig greinar um margvísleg efni, oft næsta lítilfjör-
leg en skemmtileg, og spunnust nokkrar deilur út af
sumum þeim málum, bæði um bæjarmál og annað. Nær
ekkert var minnst á stjórnmál. Blaðið var í rauninni
skemmtilegt, þótt ekki væri það stórt í sniðum, hvorki
að efni né formi, og á skilið, að því verði ekki gleymt,
þar sem það var fyrsta alvarlega tilraunin, til að gefa
út dagblað á Akureyri. Um það var þetta kveðið (Páll
J. Árdal) í Akureyrarvísum:
í Dagblaðinu er fréttafans
um Frakka og Prússa,
um þjóðarbindindi Þýzkalands
og þeirra Rússa.
Og þar er allskonar áburður,
og Ándersen, flaska og brauðsnúður
auk Rússa og Prússa.
Meðal þeirra, sem skrifuðu í Dagblaðið má nefna
Ólaf Friðriksson og Frímann B. Arngrímsson.
Geta má hér smáblaðs er Bergmálið hét. Gaf Jóhann
Scheving það út handa Siglfirðingum, og varð það
þannig fyrsta blaðið, sem tengt var við Siglufjörð, flutti
það fréttir þaðan, auglýsingar og skemmtiefni. AIls
komu út af því 7 tbl. sumarið 1916.
Fyrir kosningarnar 20. okt. 1916, gaf Finnur Jónsson,
síðar ráðherra, út Kosningablað til stuðnings Erlingi
Friðjónssyni, sem þá var í fyrsta sinn í kjöri fyrir Al-
þýðuflokkinn á Akureyri. Var þetta fyrsta kosninga-
blaðið sem gefið var út á Akureyri og um leið fyrsta
málgagn verkamanna þar.
Einingin hét lítið bindindisblað, sem af komu nokkur
tölublöð 1902.
Tímarit.
Á þessu tímabili voru þau enn fá, en þótt saga þeirra
verði lengri á síðasta tímabili sögu vorrar, get ég þeirra
hér, sem stofnuð voru fyrir 1918.
Ársrit Ræktmiarfélags Norðurlands.
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands er elzt þeirra rita,
sem enn koma út á Akureyri, og meðal elztu tímarita
landsins. Árið 1903 var Ræktunarfélag Norðurlands
stofnað og hóf það þegar útgáfu Ársritsins um starf-
semi sína og almenn búnaðarmálefni. Ritstjórar þess
hafa ætíð verið framkvæmdastjórar félagsins: Sigurður
Ólafur Jónsson.
Sigurðsson, síðar búnaðarmálastjóri, Jakob H. Líndal,
Sigurður Baldvinsson, Einar J. Reynis, Ólafur Jónsson
og Jóhannes Sigvaldason. Lengst allra stýrði Ólafur því
eða í 39 ár. í Ársritinu birtust starfsskýrslur félagsins
og lýsingar og niðurstöður þeirra tilrauna, sem gerðar
voru í gróðrarstöð þess. Ná þær yfir tugi ára, og eru
engar tilraunaskýrslur um jarðrækt til á íslenzku, er
ná yfir svo langt árabil og eru jafnfjölþættar. Gefa
skýrslur þessar Ársritinu ómetanlegt gildi, svo að hik-
laust má telja það eitt merkasta sérfræðiritið um land-
búnað, sem gefið hefir verið út hér á landi. En auk
skýrslnanna hefir það að jafnaði flutt gagnmerkar grein-
ar um landbúnað, skógrækt og náttúrufræði. Nú seinni
árin eftir að félagið hætti að reka gróðrarstöðina, hefir
Ársritið flutt minna af tilraunaskýrslum, en fjöldamargt
ágætra ritgerða um landbúnað og vísindalegar rann-
sóknir í sambandi við hann. Er það í fremstu röð ís-
lenzkra búfræðirita.
Nýjar kvöldvökur 1906—1962.
Árið 1906 efndu nokkrir menn á Akureyri til félags-
skapar um útgáfu mánaðarrits, er einkum flytti sögur og
alþýðlegar fræðigreinar. Aðalmennirnir voru: Þórhall-
ur Bjarnason, prentari, Hallgrímur Pétursson, bókbind-
ari og Sveinn Sigurjónsson, kaupmaður. Ritið hlaut
nafnið Nýjar kvöldvökur, og var síra Jónas Jónasson
frá Hrafnagili ráðinn til að annast ritstjórn, en hann var
þá kennari við Gagnfræðaskólann, og hafði hvatt mjög
til stofnunar ritsins. Var hann síðan ritstjóri Kvöldvak-
anna í 10 ár, unz hann sakir vanheilsu lét af störfum og
fluttist frá Akureyri. í höndum hans urðu Nýjar kvöld-
vökur harðla vinsælt rit. í hverjum árgangi var ein aðal-
saga, sem hvert hefti byrjaði á, flestar voru þær eftir
kunna úrvalshöfunda, en auk aðalsögunnar voru aðrar
framhaldssögur og fjöldi af smásögum. Mest var þetta
þýtt, og þýddi síra Jónas sjálfur fjölda sagna. Af inn-
lendum sögum voru helztar Borgir eftir Jón Trausta og
Úr blöðum Jóns halta eftir síra Jónas. Aðrir innlendir
höfundar sem þar áttu sögur lengri og skemmri voru
392 Heima er bezt