Heima er bezt - 01.11.1973, Síða 17
Jónas Rafnar, Benedikt Bjarnason, Theodór Friðriksson,
Ólöf á Hlöðum og Jón Björnsson síðar ritstjóri. Síra
Jónas skrifaði þar margt fræðigreina, svo sem Agrip af
landnámssögu jarðarinnar og flokk, er hann nefndi
Menningarþætti. En merkasta framlag hans voru þó
bókmenntaþættir þeir, er hann skrifaði í næstum því
hvert hefti. Var þar getið flestra íslenzkra bóka, er út
komu og margra útlendra. Höfðu bókmennta-greinar
síra Jónasar mikil áhrif á smekk manna og leiðbeindu
þeim um bókaval, en hann greindi þar skarplega milli
vondra bóka og góðra, og var ef til vill stundum full-
harður í dómum, en víst er um það, að hann vann með
þeim mikið og merkilegt menningarstarf.
Eftir fráfall síra Jónasar fengust ýmsir við ritstjórn
Kvöldvakanna. Þannig var Ingibjörg Benediktsdóttir,
kennari ritstjóri þeirra um skeið, og oft mun Þórhallur
prentari hafa mest annast efnissöfnun þá tíðum með að-
stoð Sveinbjarnar Oddssonar prentara. Hnignaði Kvöld-
vökunum mjög á þessum árum og kaupendum fækkaði.
Árið 1928 keypti Þorsteinn M. Jónsson, bókaútgef-
andi og skólastjóri Kvöldvökurnar og gaf hann þær út
til 1956. Fyrstu árin voru þeir ritstjórar Friðrik Á.
Brekkan í tvö ár, síra Friðrik J. Rafnar og Guðmundur
G. Hagalín sitt árið hvor, en 1933 tók Þorsteinn sjálfur
við ritstjórninni og hafði hana á hendi síðan, meðan
hann gaf Nýjar kvöldvökur út.
Jafnskjótt og Þorsteinn eignaðist Kvöldvökurnar tók
hann að vinna að því að hefja þær aftur til sinna fyrri
vinsælda, en þeim hafði hrakað mjög næstu árin á und-
an eins og fyrr sagði. Tókst honum á skömmum tíma að
gera þær á ný að merku riti, fjölbreyttu að efni, bæði
innlendu og erlendu. Söguval var þó naumast eins gott
og í tíð síra Jónasar, en meira fluttu þær nú af ýmiskon-
ar þjóðlegum fróðleik, enda unni Þorsteinn mjög þeim
fræðum og lagði ritinu til af þeim sjóði fræða sinna.
Annars ritaði hann sjálfur fremur lítið eins og vænta
mátti, svo mjög sem hann var störfum hlaðinn við
kennslu, skólastjórn, búrekstur og umfangsmikla bóka-
útgáfu auk margs annars. En kalla mátti að hann væri
Þorsteinn M. Jónsson.
margra manna maki að starfsorku auk hins ódrepandi
áhuga á menningarmálum og hverju því, sem til fram-
fara horfði. En margir lögðu Nýjum kvöldvökum hð.
Fremstur í flokki var þó Jónas Rafnar yfirlæknir, sem
bæði frumsamdi og þýddi sögur og samdi margar fróð-
leiksgreinar. Á 50 ára afmæh ritsins getur Þorsteinn um
40 manna, sem lagt höfðu Kvöldvökunum til efni með-
an hann gaf þær út, eru í þeim hópi auk áðurnefndra
ritstjóra margt þjóðkunnra manna og vel ritfærra. Má
í þeim hópi nefna Helga Valtýsson, Guðmund og Jó-
hann Frímann, Friðgeir H. Berg, síra Benjamín Krist-
jánsson auk margra annarra.
Þegar Þorsteinn M. Jónsson fluttist frá Akureyri
eignaðist nýtt félag Kvöldvökurnar. Aðalframkvæmda-
maður þess var Kristján Jónsson, þá bæjarfógetafull-
trúi. Ritnefnd annaðist þá efni og ritstjórn. í henni voru
Jónas Rafnar, yfirlæknir, Gísh Jónsson, menntaskóla-
kennari, Jón Gíslason, fulltrúi og Einar Bjarnason síð-
ar prófessor. Voru Kvöldvökurnar nú einkum helgaðar
íslenzkri mannfræði og ættfræði, og fluttu þær margt
gagnmerkra greina um þau efni. Minna var nú af sög-
um og nær ekkert þýtt efni. Mikið var af myndum. En
þótt kalla mætti að Kvöldvökurnar flyttu eingöngu úr-
valsefni tókst hinum nýju útgefendum ekki að halda
þeim úti nema í sjö ár. Við árslok 1962 hættu þær að
koma út og höfðu þá komið út 55 árgangar. Verða
Nýjar Kvöldvökur ætíð taldar meðal hinna merkustu
Heima er bezt 393