Heima er bezt - 01.11.1973, Qupperneq 27
KVEÐÉG
mér til hugarhœgðar
GUÐBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR er fædd
á Galtarhrygg x Heydal í Reykjafjarðar-
hreppi 26. marz 1895. Guðbjörg hefur
aðallega stundað sveitastörf um ævina,
og hefur haft mikið yndi af garðrækt,
blóma og matjurta. Þá hefur hún og haft
mikið yndi af dýrum, enkum hestum, sem
hún batt við mikla tryggð suma hverja.
BLÓMIN MÍN
Ætíð hug og hjarta kætir,
er horfi ég á blómaskraut,
félagarnir mínir mætir
minni eru á lífsins braut.
Enginn tjá kann yndislegar,
Almættisins töfra-hönd.
Þau oss beina vel til vegar,
veginn inn á sólarlönd.
HEILRÆÐI
Ef af raun á einhvern hátt
er þitt hjarta skorið,
renndu sjón í sólarátt
og syngdu um bjarta vorið.
Eitt sinn er sólin sendi höfundi geisla
sína í gegnum glugga.
Ertu að gá í gluggann minn
glóeyg fögur rjóð á kinn.
Yndislega ylinn þinn
um mig lykja nú ég finn.
Lof sé dýrðar Drottinn þér
dásemdir sem allar lér,
lánaðu oss ljós á braut,
líknir sendu í hverri þraut.
TINNA HRYSSA
Vinsemd þín var heil og hrein
hjartað nærði gleði.
Úr augum þínum ástúð skein
sem yljaði mínu geði.
V ORMORGUNN
Mér er unun úti að ganga,
er árdags-sólin vermir grund.
Meður rauða rósavanga
rís hún upp af næturblund.
SUNGIÐ Á ÚTISAMKOiMU VIÐ DJÚP,
(sem haldin var á fögrum eyrum, sem
liggja fram á milli fjallanna frá ísa-
fjarðarbotni, sem er innsti fjörður við
Isafjarðardjúp. Var þar samankomxnn
fjöldi fólks úr Nauteyrar- og Reykja-
fjarðarhreppi).
Hér komum saman konur, menn
með kæti f jör og blíðu,
en aftur skilja eigum senn,
þó angri höfnum stríðu.
Lyftum vorum huga hátt,
hefjum söng og gleði,
uns sólin blessuð sígur lágt,
að sínum hvílubeði.
Um sumardag í sæld og ró
í sveit er gott að dvelja,
er fuglar syngja í fríðum skóg
og fegurst ljóðin velja.
Lofum allir Guð sem gaf,
gleymum Drottni eigi,
en þökkum honum alhug af
á okkar gleðidegi.
AÐ STYTTA STUNDINA
Létt hefir það lundina
að lesa fróðleiks-sögu.
Stytt hefir líka stundina,
að stíla litla bögu.
STÖKUR
Hrynja föll og hendingar
hratt um völlinn iðunnar,
gnötra fjöll og gnýpurnar,
geysast sköllin óðsnilldar.
Við ófriði reisum rönd,
ræktum hjartans gaman,
látum kærleiks blómsturbönd,
binda okkur saman.
Heima er bezt 403