Heima er bezt - 01.08.1974, Side 5

Heima er bezt - 01.08.1974, Side 5
verið komið á umrætt skip. Enda fer það svo, að hún leggur hart að einkasyninum að hætta við sjómennsk- una, sem hann og gerir fyrir hennar bænarorð. En hvað skyldi þá til ráða? Um þessar mundir skeður það, að í bæinn kemur maður austan af landi, Karl Hansson að nafni. Hann flytur með sér mikið af harðviði og lætur það berast út, að hann hyggist starfrækja húsgagnaverkstæði og vilji ráða nema. Ólafur Ágústsson fer að íhuga þetta: Hann sér auglýsingu út í glugga, þar sem óskað er eft- ir nemum til Karls Hanssonar. — Býsna gaman væri nú að geta smíðað fallegt húsgagn. — Og teningunum er kastað. Upp frá þessari stundu er það lífsstarf ráðið, sem hann svo síðar verður kunnur af út um allt land. Karl Hansson ræður strax tvo nema í húsgagnasmíði, Ólaf Ágústsson á 14. ári og Jóhann Ólafsson á svipuðu reki. Jóhann varð síðar heildsali í Reykjavík og er lát- inn fyrir nokkrum árum. Smíðanámið hefst með vinnutíma frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi, og iðnskólanámið frá kl. 7 til 10 á kvöldin. Iðnskólinn var til húsa í barnaskólahúsinu und- ir Brekkunni, og honum stýrði séra Jónas Jónasson á Hrafnagili. Rannveig Þórarinsdóttir 29 dra. Ólafur Ágústsson 18 ára gamall. Karl Hansson fær inni með verkstæði sitt í þrílyftu timburhúsi á háum grunni, sem Anton Jónsson timbur- meistari átti. Hús þetta stóð rétt norðan við þar sem verslunin Esja stóð eitt sinn, og margir eldri Akureyr- ingar muna eftir. Karl Hansson virðist hafa haft í hyggju talsverðan rekstur, því brátt eru smíðanemar hans orðnir sex, enda engar hömlur á tölu þeirra eins og síðar varð. En svo gerast atburðir. Á mánudagskvöldi 30. nóv. 1908 berst sú fregn inn í iðnskóla til nemenda Karls Hans- sonar, að kviknað sé í verkstæðishúsinu og það standi í ljósum logum. Skiptir það engum togum, að húsið brennur til kaldra kola, fáu verður bjargað og tjón geysimikið. Karl Hansson hefur sennilega ekki átt um marga kosti að velja, eins og nú var komið hans högum, og hann ákveður að hætta smíðarekstrinum. Þetta finnst Ólafi Ágústssyni ekki gott sem vonlegt var. Hann og Jóhann Ólafsson eru búnir með þrjá fjórðu af náms- tímanum, og þá verður skyndilega algjör óvissa með framhaldið. Þá verður það að samkomulagi, að Ólafur tekur að sér að útvega verkstæðispláss, nægilega stórt, svo að hann og Jóhann geta haldið náminu áfram undir handleiðslu Karls. Þetta gekk bærilega og í fyllingu Heima er bezt 269

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.