Heima er bezt - 01.08.1974, Page 7

Heima er bezt - 01.08.1974, Page 7
Myndin til vinstri. Úr verkstœði Ólafs Ágústssonar 1933. Á myndinni sjást t. f. v.: Gísli Kristinsson, Magnús Albertsson, Ólafur Agústsson og Friðgeir Sigurbjörnsson. Mynd t. h. vélasalur verkstæðisins 1933. Á fyrstu árum verkstæðisreksturs eru eingöngu not- uð handverkfæri, en fljótlega eftir að komið var í nýja og vandaða verkstæðið, eða kringum 1930, koma fyrstu vélarnar. Þessar fyrstu vélar hljóta að hafa verið vand- aðar, því ég fæ ekki betur séð en þær séu enn í notkun ásamt xnörgum nýrri. Það er skrítin tilfinning, sem gríp- ur mig, þegar ég sé gömlu vélarnar standa þarna með svipuðum ummerkjum og í æsku, þegar ég var að snigl- ast þarna um. Handaverk Húsgagnaverkstæðis Ólafs Ágústssonar sjást í ýmsum stórbyggingum Akureyrar: KEA-húsinu, KEA-hótelinu, Landsbankahúsinu, kirkjunni, barna- skólanum uppi á Brekkunni og víðar og víðar. Akureyri varð ekki ein vettvangur Ólafs. Smíðisgripir hans fara út um allt land, og hann hefur fengið bréf víða að, sem þakka honum vandaða smíði. Sjálfur get ég borið vitni um smíði hans og samviskusemi, og þótt það sé ef til vill ekki nógu hlutlaus dómur sakir velvildar til manns- ins, hef ég engan heyrt, sem beri brigður á hæfni hans að láta eingöngu frá sér fara vandaða og fallcga vinnu. Ég hef séð nosturssemi hans og elju við glanspóleringu. Spegla mátti sig í fletinum. — Þegar byrjað var að fram- leiða húsgögn í fjöldaframleiðslu, bar lengi vel talsvert á því, að gamlir viðsldptavinir vildu heldur láta Ólaf sérsmíða fyrir sig húsgögn, þótt þau væru talsvert dýr- ari. Ber þctta glöggt vitni orðstírs hans. Á miðhluta ævinnar ræðst hann í að byggja nokkur íbúðarhús til sölu. Flest eru þessi hús í mjög hárri end- ursölu í dag, og mönnum ber saman um vandvirkni frá- gangs þeirra, þótt komin séu talsvert við aldur. Fram eftir árum var margmennt á heimili þeirra Rannvcigar og Ólafs. Auk hjónanna og tveggja sona, dvöldu foreldrar Ólafs þar í umönnun til hárrar elli. Þá var það til siðs, að smíðanemar voru í fæði og þjón- ustu hjá meistara sínum, oftast einn og stundum fleiri. I heimilisstörfum var því nóg að snúast, auk ofurlítils búsumstangs, sem var yndi Rannveigar. Þess vegna þurfti Rannveig á aðstoðarstúlkum að halda. Það hefur ekki verið borið á torg, en þeir vita sem þekkja, að þessar stúlkur voru aldrei neinar hornrekur á því heim- ili, heldur ávallt litið á þær sem hluta af fjölskyldunni. Og ef þær seinna á lífsleiðinni þurftu á einhverri að- stoð að halda, áttu þær alltaf hauk í horni þar sem voru Rannveig og Ólafur. Eins og fyrr er sagt voru þeir margir, sem lærðu smíð- ar hjá Ólafi Ágústsyni. Hér skulu þeir taldir upp svona Nýútskrifaðir húsgagnasmiðasveinar, Jóhann Ólafsson (stand- andi) og Ólafur Ágústsson. Heima er bezt 271

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.