Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.1974, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.08.1974, Qupperneq 8
nokkurn veginn í réttri tímaröð. Hór verða þeir ekki nefndir, sem byrjuðu smíðanámið en hættu svo af ein- hverjum ástæðum, heldur eingöngu þeir, sem luku sveinsprófi: Hjalti Sigurðsson Magnús Bjarnason Þórður Jóhannsson Kristján Aðalsteinsson Ágúst Jónsson Guðmundur Frímann Friðgeir Sigurbjörnsson Magnús Albertsson Adam Magnússon Gísli Kristinsson Stefán Þórarinsson Jón Oddsson Kristján Stefánsson Ármann Tr. Magnússon Benedikt Hermannsson Ágúst Ólafsson Héðinn Friðriksson Rögnvaldur Árnason Reynir Ragnarsson Konráð Árnason Níels Hansson Sveinn Tryggvason Víkingur Antonsson Jón Hólmgeirsson Hörður Tuliníus Tryggvi Hjaltason Sverrir Pálmason Garðar Karlsson Jakob Jónasson Ólafur Ágústsson yngri Hákon Sigurðsson Allir eru þessir menn þekktir af iðn sinni og margir starfandi smiðir í dag. Nokkrir þeirra hafa eflaust haft smíðahæfileikann í sér, en ekki hafa þeir versnað við tiisögn Ólafs. Einn af þessum mönnum, Magnús Al- bertsson vann hjá Ólafi frá námstíma á unga aldri og til dauðadags fyrir örfáum árum. Magnús var þá orðinn nokkuð við aldur. Segir þetta sína sögu. 1. júlí 1916 gengu þau Rannveig Þórarinsdóttir og Ólafur Ágústsson í hjónaband. Foreldrar hennar voru Þórarinn Jónas Jónasson, sonur Sigluvíkur-Jónasar, og Ólöf Þorsteinsdóttir hreppstjóra, Öxnafelli. Rannveig er fædd 28. júlí 1891. Bjargey Pétursdóttir. Foreldrar Rannveigar eignuðust tíu börn, sem sex náðu fullorðinsaldri. Þau sem létust á unga aldri voru: Sigfús, Margrét (eldri), Aðalsteinn og Vilfríður. — Þau sem upp komust voru: Jón Þór málari, Jónas Þór verksmiðjustjóri, Þorsteinn Thorlacius bóksali og síðar prentsmiðjustjóri, Margrét Þór, gift Agli Jóhannssyni skipstjóra og búsett á Akur- eyri, Rannveig, sem hér um ræðir, og Vilhjálmur Þór bankastjóri, sem var yngstur systkinanna. Állir þessir bræður urðu þjóðkunnir menn hver á sínu sviði. Syst- urnar, Margrét og Rannveig, eru nú einar eftir af syst- kinahópnum. Rannveig og Ólafur cignuðust tvo drengi. Hinn eldri var Þórarinn, sem var fæddur 25. september 1919, en lést aðeins 24 ára að aldri þann 29. apríl 1943. Að þess- um prúða, glaðværa og myndarlega pilti var mikill harmur kveðinn af öllum, sem hann þekktu, en þó mest af unnustu hans, foreldrum og bróður. Mér er til efs, að þau sár séu gróin enn í dag, þótt stundum sé sagt, að tíminn iækni öll sár. Heitmey Þórarins, Bjargey Péturs- dóttir, lést svo 15 árum eftir lát unnustans eftir þung- bær veikindi. Bjargey var fædd 30. ágúst 1918. Þórar- inn var við nám í Menntaskólanum á Akureyri, kom- inn fast að stúdentsprófi, þegar hið sviplega fráfall bar að. Sigurður Guðmundsson skólameistari minntist þessa nemenda síns á Sal á útfarardegi, og eru þau minningar- orð prentuð í bók hans Heiðnar hugvekjur og manna- minni. Allir, sem til þekktu, geta tekið undir minning- arorð hins merka skólamanns um hinn mannvæna svein. Yngri sonurinn er Ágúst, fæddur 24. maí 1924. Ágúst er húsgagnasmíðameistari að iðn. Hann er kvæntur Lilju Sigurðardóttur, ættaðri úr Skagafirði. Þau eiga fjögur börn: Rannveigu, Ólaf, Þórarin og Ingu Sigríði, 272 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.