Heima er bezt - 01.08.1974, Side 12

Heima er bezt - 01.08.1974, Side 12
prútta við yður, í þeirri von að þér vandið afskriftirnar sem bezt og einkum að þær verði sem réttastar og vil ég þá hafa hvorttveggja sem þér nefnið, bæði árbækur og Vestfirðingasögu. Ef þér næðið í annálarit eða ýmis- legt safn til sögu lands vors, annað hvort almennt eða t. d. ævisögur, væri mér mjög kært. Þér verðið kannske svo góður að lofa mér að vita hvort þér hafið nokkuð, eftir því sem tímar líða. Það sem við fáum hjá yður vildi ég helzt fá sem fyrst og sem mest, þegar þér nú vitið hvað við helzt viljum. Kannske Gísli gamli væri til í að selja okkar afskrift eða exemplar af sumu, gegnum yður, eða fyrir yðar milligöngu, af því sem þér komist ekki yfir að skrifa. Með vinsemd og kærri kveðju, Jón Sigurðsson“. Sighvatur til Jóns: „Klúku í Bjarnarfirði þ. 5. júlí 1869. Háttvirti herra Jón Sigurðsson: Með línum þessum sendi eg yður húsvitjunarbók í skræðum, frá Gaspsdal, og þar með copíusafn af um- burðarbréfum frá sama stað. í öðru lagi sendi eg yður nú húsvitjunarbók Skálmarnesmúla kirkju, frá 1750— 1809. Einnig fylgir þessu til yðar safn af ýmsum skjöl- um, af ýmsu tagi, sem eg hef verið að skrapa saman og ætla yður, og munuð þér sjá að sumt af þeim eru fágæt og allgóð í sinni röð, og mörg af þeim upplesin við Öxarár alþingisrétt, með innsiglum undir, svo sjá má að það er ekki afskriftir heldur frumrit. Skjalarusl þetta er að tölu nálægt 52 bréf, fyrir utan skræðu sem við kem- ur gömlum réttarbótum. Þetta í heild sinni sendi eg yður að eign en ekki félagi okkar, en þér ráðið hvað þér gjörið við það. Þér höfðuð í bréfi áður frá Khöfn 6. okt. 1866 lof- að mér frá félaginu þóknun fyrir bréfabókarskræðu, sem eg sendi félaginu, ef eg léti yður vita hvers eg ósk- aði. Og er þá innileg bón mín, að þér gjörið svo vel og útvegið mér ef mögulegt útgáfu yðar af Landnámu 1843 og skal eg bæta ríflega við ef bók sú fengist. En sé það ómögulegt að Landnáma fáist, þá væri mér þökk á að fá 3.-9. deildar með registursdeildinni af árbókum Espólíns. Eitthvað af þeim liggur óselt hjá félaginu, en það vil eg síður gangi fyrir Landnámu. Eg hafði með bréfi í fyrra haust sent yður registur yfir handrit Gísla Konráðssonar, eins og eg lofaði áður, og óskaði eftir að fá línu frá yður, um hvort það komst eður ei. En hef (eg) ekki enn fengið neitt svar. Mér þykir það mjög slæmt hafi það ekki komið til yðar, þó hef eg að sönnu registur eftir, þá verður að hreinskrifa það. Enn verra var, að því fylgdi annáll sr. Egils fróða á Völlum, því fyrir honum hafði eg mikið. Gjörið nú svo vel og lofið mér að vita með Láru í haust, ef Guð lofar yður að sjá Island enn, hvort það hefur komist eður ei, því eg vona að hr. kaupmaður A. Ásgeirsson verði þá búinn að senda þetta til yðar og væri bezt að senda bréf það með Torfa á Kleifum, og látið mig þá um leið vita hvort yður er hugur á að fá reisubók Jóns Indíafara Ólafssonar, hún er ekki víða til það eg veit, en þér líklegast hafið þó séð hana. Mig langar að senda félaginu skýringar yfir örnefni í Gull-Þórissögu, sem eg er búinn að safna, en hef ekki haft tíma til að hreinskrifa.* Eg vildi að forsjónin gæfi yður enn langa lífdaga og góða, svo þér félluð ekki frá fyrr en stjórnarbótamálið væri komið úr klóm Dana, eða a. m. k. þér gætu staðið í einhverju betur sigri hrósandi yfir höfuðsvörðum and- skota vorra, heldur en nú lítur út fyrir, eða enn er orð- ið, þó mikið sé aðgjört. En það er bágt að róa einni ár, þegar óeining og flokkadráttur er innbyrðis á allar síður, og enginn fastur né einlægur vilji fæst til að fylgja„ nema að hafa yður fyrir skjöld, sem skal taka á móti öllum vopnalögum ranginda og kúgunar. En hver vill draga sig í hlé meðan hæst ætti að standa vörn og sókn„ en án efa hafið þér verið valinn til einhverra afdrifa- meiri (starfa) en enn eru orðin til að gjörast forvígis- maður hins íslenzka frelsis, þá þarf alls ekki að óttast að fyrirhöfn yðar verði að lokum ólaunuð, því þér eruð verkfæri annars enn veraldlegra herra. Forlátið flýtisklór þetta og fáfengilegan miða ogkveð eg yður svo með vinsemd og ósk um allrar farsældar £ bráð og lengd. Yðar heiðarlegheita velunnari og vin, Sighvatur Grimsson Borgfirðingur“. Jón til Sighvats: „Rvík, 10. ágúst 1869. Háttvirti vin: Ástsamlega þakka ég yður fyrir yðar góða bréf frá 5. f. m. og sendinguna, sem kom til mín með skilum núna nýlega. Ég er nú að reyna að útvega handa yður Land- námu, en veit ekki hvort það tekst. Takist það ekki, þá vona ég að geta sent yður það bindi frá Kaupmanna- höfn. Bréf yðar það í fyrra, sem þér nefnið, og registur yfir handrit Gísla, sem og annál sr. Egils á Völlum, hef ég ekki fengið enn, og mundi hafa verið heldur glaður við að fá það hvorttveggja. Æthð þér getið eklti spurt upp, hvernig það hefur verið sent, svo það kannske finnist. Eða skildi Gísli ekki vilja eða mega selja handrit sín? — Reisubók Jóns Indíafara höfum við reyndar, en ég vil gjarnan fá hana ef hún væri fáanleg. Það væri mér líka kært að fá skýringar yfir örnefnin í Gull-Þórissögu. Ég sé á yðar góða bréfi, að yður þykir vænt um frelsi og framför vorra íslendinga, og hafið áhuga á Alþingi. Það er nú að vísu satt að frelsisvon var af hendi Dana ekki mikil, en það mun svo lengstum verða, að þeir * Greinin um örnefnin kom síðar í Safni til sögu íslands. 276 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.