Heima er bezt - 01.08.1974, Síða 15

Heima er bezt - 01.08.1974, Síða 15
JÓN KR. ÍSFELD: Loémfi rostunp röingar aé velli i. Snemma Á árinu 1915 fór ungur maður frá Mjóa- firði í Suður-Múlasýslu til bernskustöðva sinna í Húsavík við Borgarfjörð eystra. Erindi hins unga manns var þó ekki eingöngu það að gera Húsavík skyndiheimsókn, heldur var ætlunin jafnframt að grennslast fyrir um jarðnæði, annaðhvort í Húsavík eða nágrenni hennar. Ferð unga mannsins tók nokkra daga. En þegar hann kom aftur heim til sín að Kola-Bleikseyri í Mjóafirði, hafði hann tekið á leigu jörðina Neshjáleigu í Loð- mundarfirði, sem síðar kallaðist af mörgum Slétta. Þessi jörð er yzta jörðin í Loðmundarfirði norðanverðum. Þetta er fremur lítil jörð, en ágæt sauðjörð. En það var einnig annar kostur, sem freistaði unga mannsins til þess að taka hana á leigu, en það var sá kostur, að þaðan var stutt út á góð fiskimið. Ungi maðurinn, sem nú hafði fest sér jarðnæði og ætlaði að hefja búskap, hét Árni Einarsson, 23 ára að aldri, í föðurætt kominn frá Skuggahlíð í Norðfirði, en í móðurætt frá Sandvík við Norðf jörð. Um vorið fluttist svo Árni að Neshjáleigu, ásamt móð- ur sinni, Guðfinnu Aradóttur, sem þá var á 63. aldurs- ári. Annað var ekki starfsliðið þetta fyrsta vor. Og ekki voru efnin mikil, því að alla sína ævi hafði Árni yfirleitt unnið á vegum annara og því borið misjafnlega mikið úr býtum, eftir að hann komst til fullorðinsára. En hann átti brennandi áhuga, dugnað og hreysti í ríkum mæli, svo að segja mátti, að hann væri ekki á flæðiskeri stadd- ur. Veiðimaður var Árni í góðu meðallagi, þó að aðstaða hans til slíks væri ekki að svo komnu honum hagstæð, þar sem hann hafði ekki efni á að eignast góðan bát, nægileg veiðarfæri til fiskveiða né byssu. Hann taldi sig þess vegna verða að leggja stund á landbúnaðinn, svo að hann gæti fyrir landbúnaðarafurðir aflað sér þess, sem hann á öðrum sviðum vanhagaði um. Grasspretta varð góð þetta sumar, svo að bjartari urðu bjargræðisvonir unga bóndans á Neshjáleigu, sem þó gerði sér ekki neinar tyllivonir um óvænt höpp. II. Það var svo snemma morguns seint í júlí. Dimm og drungaleg hafði lágþokan legið yfir öllu um nóttina. En þegar sól fór að hækka á lofti, mjakaðist þokan út fjörð- inn, unz hún sást eins og gráleitt belti á mótum lofts og lagar út við sjóndeildarhringinn. Veðrið varð fagurt, þegar kom fram á daginn, blæjalogn, og fjörðurinn leit helzt út fyrir að vera spegill fjallanna. Sólin skein í heiði. Árni á Neshjáleigu hafði notað síðari hluta næturinnar til sláttar, svo að hann missti ekki af rekjunni, því að hann varð að slá harðvelli niður við sjóinn. Þegar komið var nokkuð fram á morguninn, fór Árni heim, fékk sér kaffisopa hjá móður sinni og lagð- ist síðan til svefns, þreyttur eftir að hafa hamast við sláttinn margar klukkustundir. Guðfinna, móðir Árna, gengur svo niður á sjávar- bakkann til slægjunnar og fer að raka. Skamma stund hefur hún verið við raksturinn, þegar henni verður lit- ið niður á klappirnar, sem eru skammt frá henni. Þarna verður hún vör við einhverja hreyfingu á klöppinni, sem næst henni er. Hún hikar ofurlítið, en gengur svo í áttina til þessa. En hún er ekki langt komin, þegar hún sér, að þarna muni vera einhver risavaxin skepna. Hikandi gengur hún nær skepnunni og virðir hana gaumgæfilega fyrir sér. Þegar Guðfinna á eftir nokkra faðma að þessari kynjaskepnu, verður henni ekki um sel, því að skepnan gefur frá sér grimmdarhljóð, helzt svip- að hvæsandi urri, og svo reigir hún sig upp að framan og verður þá enn ógnlegri. Guðfinna gerir sér það ljóst fljótlega, að þarna geti verið um myndarlegt veiðidýr að ræða fyrir Árna son sinn. Hún snýr því heim á leið og hraðar för sinni sem mest hún má til bæjar. Þegar heim kemur, vekur hún Árna og segir honum frá því, sem fyrir sig hafi borið. Hann ætti nú að grennslast fyrir um, hvort þarna geti ekki verið um góða björg að ræða í búið. Arni þurfti sannarlega ekki hvatningar með. Hann hraðar sér niður til sjávar, en þar sem hann gerði sér helzt í hugarlund, að hér væri Heima er bezt 279

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.