Heima er bezt - 01.08.1974, Page 16

Heima er bezt - 01.08.1974, Page 16
Norðurströnd Loðmundarfjarðar, þar sem eru bceirnir Nes- hjáleiga og Nes. Myndin er tekin frá Skálanesi í Seyðisfirði. um einhverja selategund að ræða, sem skriðið hefði um nóttina upp á klappirnar, greip hann járnkarl með sér. Ekki var með öllu ómögulegt, að hann gæti ltom- izt í svo gott færi við selinn, að honum gæti tekizt að rota hann með járnkarlinum. III. Þegar Arni kom þar á sjávarbakkann, sem greinilega var hægt að sjá niður á klappirnar, nam hann staðar. Þama var hún. Satt var það, stór var hún! Hún var hátt uppi á klöppunum. Hún hafði auðsjáanlega komið þangað, þegar hásjávað var, en nú var lágsjávað, því að það var næstum háf jara. Árni færði sig nær skepnunni, þokaði sér ofurhægt neðar á klappirnar. Þegar hann átti skamman spöl farinn þangað, sem hann mundi geta náð til skepnunnar með járnkarlinum, fór hún að skima kringum sig. Svo hóf hún sig upp að framan. Þá sá Arni, að þetta var risavaxin skepna og að ekki gæti komið til mála að hægt væri að bana henni með járnkarlinum. Hér þurfti að koma til skjalanna verulega gott skotvopn, en það hafði Árni ekki. Kom honum þá til hugar, að nágrannar sínir á næsta bæ, Nesi, ættu góða byssu. Fleygir Árni nú járnkarlinum frá sér og tekur á rás inneftir í áttina að Nesi, en þangað er stutt bæjarleið frá Neshjáleigu. Þegar Árni kemur að Nesi, standa karlmenn þar við slátt. Árni snýr sér þegar í stað til bóndans, Stefáns Þorsteinssonar, og segir honum frá þessari ókennilegu risaskepnu, sem hafi tekið sér bólfestu á klöppunum við Neshjáleigu. Reyndi hann að lýsa henni sem ljósast fyrir honum. J , Þegar Stefán hefur heyrt lýsingu Ama á skepnunni, er hann alls ekki viss um, hvað hann eigi að halda um hana, hvaða dýr sé um að ræða. Hér var auðsjáanlega um sjaldgæft dýr að ræða, því að Árna var vel kunnugt um það, hvernig öll algeng veiðidýr við strendur lands- ins líta út. Stefán leggur frá sér orfið og svo ganga þeir, hann og Árni, heim á leið að Nesbænum. Leið þeirra liggur hjá vinnumanni Stefáns, sem Hallgrímur Árnason heitir, frá Eyri í Fáskrúðsfirði. Stefán biður hann að ganga heim með þeim. Einnig hann hættir nú slættinum og leggur orfið frá sér, því að hann sagði síðar, að sér hefði virst þeir bændurnir svo alvarlegir, að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir. En svo segja þeir honum frá málavöxtum. Ræða þeir nú þremenningarnir málið á leiðinni heim. Ganga þeir til skemmu, sem stóð i hlaðinu á Nesi. Varð þeim fyrst fyrir að hefjast handa um að hvetja sjóhnífa og hvalskurðarsveðju frá hval- veiðistöðinni, sem eitt sinn var á Fögrueyri við Fá- skrúðsfjörð. Segir Stefán, að þeir hafi farið dult með þessar brýnslu-athafnir sínar og veiði-áætlun, af ótta við, að kvenfólkinu kynni að finnast sem þeir væru að leggja út í tvísýna orustu, þar sem hér væri við ókenni- legt dýr að eiga, sem gæti verið stór hættulegt. Hallgrímur átti ágæta framhlaðningsbyssu, og var auk þess viðurkenndur snjall skotmaður. Hleður hann nú byssu sína með óvenju kraftmiklu skoti. Fyrir fram- an skotið í byssunni var svo látinn járnteinn („tolli“ úr bátsræði), sem yddur er í annan endann og er oddur- inn að sjálfsögðu látinn snúa fram byssuhlaupið. Þannig vopnaðir héldu svo þremenningarnir af stað út að Neshjáleigu. Fóru þeir greitt yfir, því að bæði var í þeim öllum veiðihugur og forvitni. Þegar þeir komu svo nálægt klöppunum, að sjá mátti dýrið, sagðist Stefán ekki hafa þurft lengur vitnanna við. Það var ekki um að villast, að þetta var rostungur. Bezta einkennið voru hinar geysistóru tvær vígtennur* sem hann hafði í efri skoltinum. IV. Þremenningarnir hægðu á sér. Gengu þeir mjög hægt niður klappirnar. Rostungurinn var í fyrstu rólegur. En þegar þeir komu í, á að gizka 10 faðma fjarlægð frá þessum risa úr norðurhöfum, tók hann að ókyrrast. Litlum, tindrandi augum var nú beint að þeim. En svo fór risinn að snúa hausnum oftar og oftar að vognum, sem skarst þar stutt frá inn í klöppina, sem hann var staddur á. En eins og ég gat um áður, var lágsjávað, svo að honum hefur sennilega hrosið hugur við því að steypa sér niður af klöppinni í sjóinn. Skyndilega hóf rostungurinn sig upp að framan, hreyfði hausinn upp og niður, en færði jafnframt fram- hreifana undir sig. Hann var, sannast að segja, hrikalega tignarlegur, þar sem hann gnæfði þarna yfir klappimar. Nú námu þremenningarnir staðar og Stefán hvíslaði að Hallgrími, að hann skyldi láta skotið ríða af. Stefán og Árni voru viðbúnir að ráðast á dýrið með vopnum sín- um, ef skotið hjá Hallgrími mistækist. Hallgrímur var rólyndur og öruggur maður, sem 280 Hetma er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.