Heima er bezt - 01.08.1974, Page 17

Heima er bezt - 01.08.1974, Page 17
■ekki var hætta á að mistækist vegna ofmikils flausturs eða fums, og þakkar Stefán þessum traustu eiginleikum Hallgríms það, hvernig aðförin að dýrinu tókst. Hall- grímur var hinn rólegasti, þó að Stefán herti á honum með að hleypa skotinu á skepnuna. Allt í einu hætti rostungurinn að hreyfa hausinn, horfði hvasst til mannanna, en fór svo að færa aftur- hreifana inn undir skrokkinn. Þá reið skotið af hjá Hallgrími, og rostungurinn féll við það. Með þrumu- kenndu skotinu var árásin hafin á norðurhafsrisann. — Skotið var eins og merki til þeirra Árna og Stefáns um að sækja fram. Réðust þeir að dýrinu. Ætluðu þeir með vopnum sínum að árétta banaskotið, en komust fljótt að raun um það, hversu þykk húðin var á rost- ungnum. Hún var svo seig undir hnífseggjunum, að þeim hefði aldrei tekist að Ieggja rostunginn að velli með hvalahnífum einum saman. Þó má geta þess, að þeir kunnu báðir vel með þau áhöld að fara. Árni hafði verið um skeið á hvalstöðinni hjá Ellefsen á Asknesi í Mjóafirði, en Stefán á hvalstöðinni á Fögrueyri við Fá- skrúðsfjörð. Þegar þeir höfðu náð til hálsæðanna, hvíldu þeir sig stutta stund. En síðan hélt hvor aðilinn til síns heima, til þess að lýsa þessu vígi á hendur sér og segja þeim, sem heima höfðu setið, frá því, sem gerst hafði á klöpp- unum hjá Neshjáleigu. V. Það fór, eins og veiðimennirnir höfðu gert ráð fyrir. Fólkið á heimilunum, sem nú fékk fréttirnar um vígið, hraðaði förinni sem mest það mátti til vígvallarins, til þess að virða fyrir sér þessa sjaldséðu skepnu. Stefán lét pilta sína fara úteftir á báti, sem hann átti, og skyldi hlutur þeirra Nesmanna af hinu óvænta veiðifangi fluttur heim á honum. Séð til Neshjáleigu, sem er til vinstri á myndinni. Myndin er tekin út Loðmundarjjörð, og á tanganum nr. 2 að utan átti sér stað viðureignin við rostunginn. Nes í Loðmundarfirði, þar sem Stefán Þorsteinsson bjó. Þegar fólkið kom á staðinn, þar sem rostungurinn lá, létu allir í ljós undrun sína yfir stærð hans. Munu það hafa verið aðal viðurkenningarorðin, sem um hann voru sögð, því að ekki var fríðleikanum fyrir að fara eða um að tala. Fljótlega var sendur hraðboði til næstu bæja. Þaðan kom fólk á næstunni til þess að virða fyrir sér þetta sjaldgæfa dýr, sem komið var úr norðurhöfum til þess að gista banablett þarna á brimsorfnum klöppunum. Loks var farið að flá húðina af rostungnum. Reyndist hún mjög þykk. Við fláninguna kom í ljós, að járn- teinninn, sem settur hafði verið í byssuhlaupið fyrir framan skotið, hafði farið beint fram í hauskúpuna, sennilega bognað svo, þegar hann kom inn í hálsliðina, en svo lent út í vinstri framhreifann, þar sem hann fannst. Þegar húðinni hafði verið flett af, var farið að lima dýrið sundur, en síðan var það vegið. Húðin reyndist 110 kg á þyngd, enda var hún allt að þumlungi á þykkt. Var hún þykkust fremst á dýrinu og mjög óslétt. Spikið var 350 kg. Kjötið var nærri 450 kg. Hausinn, ásamt tönnunum, var um 25 kg. Ténnurnar voru 30—40 sm á lengd. Gizkað var á, að með innyflum og blóði hafi rostung- urinn verið um 1000 kg á þyngd. Stefán segir m. a. svo frá: „Rostungurinn var grár að lit, mun hann því tæplega hafa verið fullvaxinn. Fullvaxnir og gamlir eru þeir næstum hvítir, en við fæðingu svartir. Á uppvaxtarár- unum verða þeir fyrst brúnir, þá rauðleitir, en svo gul- gráir. Fullþroskaður rostungur mun vera nálægt 18—20 fet á langd, ummálið 10—12 fet og skroltkþunginn allt upp í 1500 kg. Vígtennurnar geta orðið rúmlega alin á langd. Kamphárin eða veiðihárin eru í 10—12 röðum, sem næst 2—3 þumlungar á lengd“. Þegar rostungurinn hafði verið Umaður sundur og veginn, var honum skipt á milh veiðimannanna og auk þess fengu aðkomumenn góða bita af honum. Skot- Framhald á bls. 286. Heima er bezt 281

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.