Heima er bezt - 01.08.1974, Síða 19

Heima er bezt - 01.08.1974, Síða 19
íð honum niðri, en það tókst aldrei fullkomlega. Það kom aðeins fyrir, að við gátum þetta sem snöggvast, en hann var þá fljótur að velta okkur af sér og hafa okkur undir. Og þá fengum við vel úti látna snjódrífu yfir andlitið, þegar mjúkur snjór var til staðar. Þessi áflog okkar voru öll í góðu og gamni, leikur til að æfa kraftana. Þá er að skýra frá veðráttunni í stórum dráttum þennan vetur 1905—6, eins og hann kom mér fyrir sjónir, þar sem ég var staddur í Vesturár-dalnum í Vopnafirði. í skammdeginu setti niður nokkurn snjó, og man ég eftir nokkrum stórhríðardögum, bæði fyrir og eftir áramótin, og stundum var nokkuð kalt í veðri dag og dag, en góð vetrarveður á milli. Man ég þó nokkrum sinnum eftir loðhéluðum gluggum, einkum á þorranum, en ekki varð neinn verulegur snjóþungi þarna í dalnum þennan vetur, að mér virtist, en minn sjóndeildarhringur var ekki stór, því ekkert fór ég af bæ. Þó man ég eftir stórum fönnum í brekkunum að norðanverðu í dalnum, upp af bænum, þar sem norðan stórhríðarnar höfðu sópað mjöllinni fram af brekkun- um í stórar dyngjur. Eins og áður er á drepið, var þorrinn dálítið kaldur og mislyndur en þegar fram á góuna kom brá til still- inga og góðviðris með hækkandi sól og hlýjum sunnan og suðvestan hægum þýðviðrum, með frostkala á milli einkum á nóttum, svo leysing var ekki mjög bráð, held- ur allt með rólegheitum. Einmánuðurinn var eitt sam- felt blíðviðri með sunnan- og suðvestan vindum mikið hlýjum, en ekki get ég greint frá hitastigi, enda efast ég um, að hiti hafi verði mældur þar á bæ. Allt var þetta tíðarfar nauðalíkt þeirri veðráttu, sem var á út- mánuðum, góu og einmánuði nú nýliðins vetrar 1974. Það var því orðin alauð jörð í Vesturárdal í góulok eða á fyrstu dögum einmánuðar, utan stórfenni í brekkun- um norðan dalsins, sem þó fóru ört minnkandi í apríl- mánuði og neðan til í brekkunum, flestar horfnar um sumarmál. Á síðari hluta einmánaðar var farin að sjást gróðurnál hér og þar, bæði í túni og á bökkum Vestur- dalsár, þar sem fyrst þornaði til. Hestum á Ljótsstöðum var sleppt úr húsi til útilegu snemma á einmánuði, en sauðfé var við hús. Man ég það, að ég sá hestana leika sér á árbökkunum, neðan við bæinn fyrir sumarmálin, líkt því sem algengt er í gróanda vorsins. Það var held- ur fáferðugt um dalinn þennan vetur, þótt ekki væri þar um að kenna veðurvonsku. Gestir komu því sára fáir, að mér fannst a. m. k. í fremri bæinn, en eitthvað fleiri í hinn, enda bjó þar hreppstjórinn. Ég man best eftir förumanni, sem kom þar tvisvar um veturinn og bar pokaskaufa um öxl. Hann hét Jón Eyjólfsson og mun hafa verið síðastur þar í sveit, í þeirri stétt manna, sem hafa ofanaf fyrir sér með göngu milli bæja. Eins atviks má ekki láta ógetið, í sambandi við umferð þarna, sem ég varð ásjáandi og ekki tíður viðburður, aldrei oftar en einu sinni á vetri, og ekki nærri því alla vetur. Það var einhverntíma upp úr miðgóu, að frá Ljótsstöðum sást til langrar hesta- og sleðalestar út dalinn sunnan árinn- ar, nokkru fyrir hádegi. Heimamenn á Ljótsstöðum gátu sér fljótt til hverjir þar mundu á ferð, Hólsfjalla- menn í kaupstaðarferð til aðdrátta. Þeir voru með 10— 12 hesta, að mig minnir, en mennirnir ekki nema 5—6. Það hafði gert nokkurn veginn hestfæri á f jallgarðana milli Hólsfjalla og Vopnafjarðar, sem ekki gerðist á hverjum vetri, jafnframt einsýnu veðurútliti, og var þá ráð Fjöllunga að grípa gæsina og gera ferð í kaupstað- inn til heimilisaðdrátta, sem ekki var eins og í næsta hús, heldur allt að viku ferðalag, þótt ekkert bæri út af. í þetta sinn var orðið svo snjólítið, þegar kom ofan í dal- inn, gegnt Ljótsstöðum og líklega eitthvað lengra fram, að aka varð yfir stór auð höft, og Kolbeinstanginn, sem kauptúnið stendur á sjálfsagt alauður. Nokkuð var það, að tvo daga fór lestin þarna um, að morgni út dal- inn, en að kvöldi frameftir til gistingar á frambæjunum eða upp undir heiðinni. Þeir gátu ekki haft nema hálf- fermi á sleðunum vegna snjóleysis niðri á láglendinu og urðu því að tvíaka fram að samfelldu snjóröndinni. Leiðangur þessi mun hafa verið af svokölluðum Efri- Fjöllum, að mestu. Sumardagurinn fyrsti var síðasti dvalardagur minn á Ljótsstöðum að þessu sinni. Síðari hluta næsta dags, föstudagsins fyrsta í sumri 1906, fylgdi Gunnlaugur móðurbróðir minn mér niður í Vopnafjarðarkauptún, því nú var vetrardvöl minni þarna lokið og ég skyldi heim halda í foreldrahús, sem þá voru á Kverkártungu á Langanesströnd. Strandferðaskipið Hólar var áætlað til Vopnafjarðar næsta dag, á leið til Akureyrar, sunnan um land, en þar höfðu strandferðaskip þátímans, Hól- ar og Skálholt, endastöðvar og sneru þar við sömu leið og þau höfðu komið með ströndinni. Ég átti að fara til Hafnar í Bakkafirði með Hólum, og þaðan gat ég far- ið með bæjum, norður Ströndina að Kverkártungu. Við Gunnlaugur móðurbróðir lögðum ekki af stað frá Ljótsstöðum fyrr en undir miðaftan, því ekki var nema tæplega tveggja stunda gangur niður í Vopnafjarðar- kauptún. Veður var mun kaldara en undanfama daga, og nokkur kaldi af austri. Frostkali hafði verið nótt- ina áður, og pollar því skændir, og stöngull kominn í moldar- eða leirflög. Á Vopnafirði kom frændi minn mér fyrir til næturgistingar hjá Þorsteini Benjamíns- syni söðlasmið og Þórunni konu hans, en Hólar áttu að koma daginn eftir. Hann hélt sjálfur heimleiðis um kvöldið að Ljótsstöðum. Þessi hjón, sem ég gisti þarna hjá, voru Norður-Þingeyingar, og svolítið í tengdum við okkur, því móðursystir mín hafði verið gift Jóni bróður Þorsteins, sem þá var látinn fyrir nokkrum ár- um. Þetta hús Þorsteins Benjamínssonar stóð við veginn, sem liggur niður í kauptúnið, þegar komið er ofan af klifinu, eða Norður-Skálanesveginn. Mörgum árum síðar eignaðist Gunnlaugur móðurbróðir þetta hús og bjó þar alllengi. Gisting mín þama varð heldur meira en til einnar nætur, eins og til hafði verið ætlast, það varð rétt vika. Skal nú frá orsökum skýrt. Þegar ég vakna á laugardagsmorguninn, hinn fyrsta í því sumri 1906, finnst mér eitthvað óeðlilega rokkið í herberginu, Heima er bezt 283

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.