Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.08.1974, Blaðsíða 23
Qrjótgarh urinn mi vih Cuzco í Oft miklumst við af tækni nútímans og getu hennar til risavaxinna verk- efna, t. d. í byggingum. En hversu mikið megum við þá ekki undrast þegar við rekumst á hliðstæð mann- virki úr fortíðinni, reist af fólki sem ekki þekkti einu sinni hjólið sem verið hefur undirstaða vélamenning- ar og flutninga um langan aldur. Fyrir rúmum 400 árum þegar spán- verjar voru að rassakastast í nýja heiminum, Ameríku, rákust þeir á indíánaþjóðflokk, inkana, sem virð- ist hafa getað leyst hin örðugustu tækniverkefni á einhvern dularfull- an máta sem enginn hefur getað skýrt enn þann dag í dag. Á getgát- urnar hefur heldur ekki skort, m. a. þær að verur hafi komið frá öðrum hnöttum og reist þessi mannvirki með tækni sem við þekkjum auðvit- að ekki, eða að eins konar kýklópar hafi reist þau. I grísku goðafræðinni voru kýklóparnir risar með eitt auga í miðju enni. Höfuðborg inkanna hét Cuzco. Hún er í Perú, vesturhlíðum Andes- fjalla og er í 3380 metra hæð yfir sjávarmáli. Þegar spánverjar ruddust þarna inn bjuggu þar 200 þúsundir manna og frá henni var hinu merki- lega inkaríki stjórnað. Sögn hermir að frá eyjunni Titicaca hafi stofn- endur hennar komið af því þeir vildu finna „miðpúnkt vísdóms mannltyns“. Sólguðinn gaf þeim gullinn græðling til að hafa með á vegfcrð sinni og honum fylgdu þau boð að þeir myndu fá ósk sína upp- fyllta þar sem þessi græðlingur festi rætur. Og undrið skeði í hinum breiða dal við ána Cuzco, nákvæm- lega á þeim stað þar sem „nafli RITSTJÓRI EIRÍKUR EIRÍKSSON Perú heimsins“, höfuðborgin Cuzco reis af grunni. Þessi borg er eitt af undrum ver- aldar. Hún er reist á stöllum í hlíð- Undur mannlegrar getu Hlnti hins mikla virkismúrs, sem ink- arnir byggðn umhverfis Cuzco. Heima er bezt 287

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.