Heima er bezt - 01.08.1974, Side 28

Heima er bezt - 01.08.1974, Side 28
Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðarlönd! Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: Nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. Það er óskaland íslenskt sem að yfir þú býr — aðeins blómgróin björgin, sérhver bald-jökull hlýr, frænka eldfjalls og íshafs, sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós sonur landvers og skers! Fyrir nokkru birti ég á þessum síðum þýðingu Sig. Júl. Jóh. á hinum kunna, írska söngtexta Danny Boy (Londonderry Air). Nú hefur Snæbjörn Jónsson fyrrv. bóksali, sem búsettur er á Englandi, verið svo vinsam- legur að senda þættinum þýðingu eftir annan Vestur- Islending, Ragnar Stefánsson. Ragnar Stefánsson var Húnvetningur f. að Lækjarkoti í Víðidal 12. ág. 1888, d. 21. mars 1960. Fluttist til Vesturheims 1913 og átti síðan lengstum heima í Winnipeg. Tók þar mikinn þátt í leikstarfsemi og birti ljóð í blöðum og tímaritum. (Vestur-íslenzkar æviskrár I. bls. 315). Snæbjörn getur þess, að þýðandi telji þýðingu sína lauslega. En hvað um það. Snæbirni þakka ég vinsemdina og nú geta mínir söngfuglar sungið þetta vinsæla lag með enn einum ágætum texta. DANNY BOY Ó, Danni minn, ég heyri hornin kalla í hverjum dal og upp í fjallahlíð. Það haustar að og hinstu blómin falla, þú hlaust að fara’, en þín ég róleg bíð. Og jafnt hvort sumarsólin gyllir glugga eða grimmur vetur hjúpar foldarstig, þá verð ég hér í skini eða skugga og skal þín bíða; ó, Danni minn, ég elska þig. En ef að seinkar afturkomu þinni, og ég verð dáin, sem að líklegt er, þá kemur þú að köldu grafar inni og krýpur hljótt og biður fyrir mér. Og fótatak þitt hljóðleg mun ég heyra, þá hlýja og birta’ um grafarmyrkrið skín. Þú hvíslar Ijúfri ástarkveðju’ í eyra, og ég mun sofa í ró uns kemur þú til mín. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja. E. E. Hannes Hannesson, Melbreið, skráði: Skyrtan á Purtharsteini // Ikaflanum hér á undan gat ég um af hvaða ástæðu, að Þuríðarsteinn hefði hlotið nafn sitt.* En steinn þessi var ekki einasta frægur fyrir það að hafa bjargað lífi Þuríðar með mikilleik sínum, heldur og líka fyrir það, að þar átti að búa huldufólk. Heyrði ég í æsku oft um þetta talað, og þóttust ýmsir verða varir ókenndra manna á þessum slóðum. Búinn er ég að gleyma þeim flestum en hér skal þó sögð ein. Nokkrum árum fyrir síðustu aldamót bjó á Illuga- stöðum bóndi sá, er Magnús hét Ásmundsson, dáinn 1883. Hann var faðir Árna, föður Ásmundar á Mallandi á Skaga. Þegar þessi saga gerðist, var Magnús farinn að eldast og fór þá oft seinna út til sláttar en vinnumenn hans, sérstaklega síðari hluta sumars, þegar farið var að heyja upp í svokölluðu Fjalli, en þar eru engjaslægjur Ulugastaða að mestu. Einn dag, síðari hluta sumars, fer Magnús heimanað og ætlar upp í svokallað Miðengi, til þess að hjálpa fólki sínu við heyþurrkun. Leið hans lá rétt hjá Þuríðarsteini. Þegar hann kemur að steininum, sér hann, að á hann er breidd karlmannsskyrta. Var hún nýleg og steinlituð, eins og það var kallað í þá daga. Magnús undraði þetta. Hélt þó, að hér væri allt með felldu, og einhver piltanna hefði skilið hana eftir um morguninn. Var hann að hugsa um að taka hana, en gerði það þó ekki. Þegar Magnús kom til fólksins, spurði hann eftir, hvort einhver piltanna hefði skihð eftir skyrtuna á steininum. En þeir kváðu það ekki vera, voru allir í sínum ytri skyrtum. Þegar fólkið fór heim um kvöldið, gekk það að steininum, en þar var þá enga skyrtu að finna. Ath. skrásetjara. Sögn Ólafar Pétursdóttur að Berghyl, en hún var að nokkru fóstruð af Magnúsi. Þess má geta, að Magnús var maður fáorður, greindur og gætinn. (Héraðsskjalasafn Skagfirðinga — Hsk.). * Sbr. frásögn um Þuríðarstein (7. tbl. HEB, bls. 252). BRÉFASKIPTI Björk Gunnlaugsdóttir, Selási 16. Egilsstöðum, óskar eftir bréfa- skiptum við stráka 14—16 ára. Greta Sigrún Gunnlaugsdóttir, Selási 16, Egilsstöðum, óskar eftir bréfaskiptum við stelpur og stráka á aldrinum 12—14 ára. Leifur Þórarinsson, Másseli, Hlíðarhreppi, N.-Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 25—30 ára. Páll Þór Bergsson, Háaleitisbraut 16, Reykjavík, óskar eftir bréfa- skiptum við stúlkur á aldrinum 18—25 ára. 292 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.