Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 2
Haustblíðan heldur áfram. Um norðaustanvert landið höfum vér notið, elcki einungis óvenjulega milds sumars heldur einnig frábærrar haustveðráttu. En allt um það heyrðum vér þó og sáum að vetur væri í nánd, þegar í bvrjun september. Ekki voru þó vetrarmerkin þau, að í garð gengi ótíð og illviðri. Hér nyrðra brosti haust- sólin hlv og mild, og ljúfir vindar léku um vanga, og í rigningarsveitunum tók að stytta upp, en vetrarmerkin leyndu sér þó ekki, en þeir fyrirboðar voru ekki nátt- úrunnar, heldur smíðaðir af ráðamönnum þjóðarinnar, og birtust í því, að um land alLt var boðað, að skólar skyldu hefjast í byrjun september. A mildum og Ijúf- um septemberdögum var börnum og unglingum srnal- að eins og búfé af afréttum og þau keyrð inn í þrönga dilka skólastofanna, að vísu ekki til slátrunar eins og lömbin á haustin heldur til þess að menntast. Við sem komin erum til ára okkar megum muna tvenna tímana jafnt í þessum efnum sem öðrum. Eftir að fræðsluskvlda barna var lögboðin, þótti átta vikna kennsla á vetri í 4—5 ár nægja til að búa börnin út í lífið, a.m.k. um sveit- ir landsins. Og þetta veganesti reyndist furðudrjúgt mörgum manninum, sem kunni með það að fara og drvgja í nestismalnum með reynslu, sjálfsnámi og at- hugun. En nú þykja 9 mánuðir eða meira nauðsynlegir, og það ekki í 4—5 ár heldur 10—11. Enginn skilji samt orð mín svo, að ég vildi hverfa aftur til gamla tímans þótt margt ætti hann gott í fórum sínum. Og í rauninni held ég þeir séu fáir, sem í alvöru óska að hverfa til hins gamla, enda þótt margt fari úrskeiðis í þjóðfélagi voru, og það sé ljóst, að þeir, sem umbæturnar hafa skapað, hafi flýtt sér um of á mörgum sviðum og verið um of hirðulausir um að halda í það, sem gott var í hinni gömlu þjóðmenningu og þjóðarvenjum, varpað því öllu fyrir róða, en verið furðu gleypigjarnir á nýjungar og stefnur, sem oss hafa borist utan úr heimi. Eitt af mörgu, sem þar kemur til er einmitt lenging skólatímans. Eng- um dylst, að fyrrum var skólaskvldan of stutt, en er- um vér ekki komin út í öfgarnar á hinum endanum með það fyrirkomulag, sem nú er lögboðið, bæði um skóla- tíma skyldustigsins og annarra skóla, sem frjálsir eru. Það er vissulega erfitt að taka til einstaka þætti þjóð- lífsins og segja að þar hafi breytingar orðið meiri en á öðrum sviðum nú á þessari öld, enda ætla ég mér ekki þá dul. En jafnvíst er hitt, að í öllu skólakerfi og skóla- venjum hafa orðið þær breytingar, sem oss hefði ekki dreymt á fyrsta fjórðungi aldarinnar, og vildi ég hér drepa á fátt eitt af því, sem nú er að verða drottnandi og bundið af lögum og reglugerðum, sömdum af alls konar fræðingum og rannsóknadeildum. Ekki dreg ég í efa góða menntun þeirra, sem að þessu standa, né held- ur vilja til að gera eitthvað, sem þeir telja gott, og þeim hefir kennt verið úti í löndum. En sá er ljóður á, að áður en þeir hafa tekið til við að umskapa allt hér heima, hefir þá marga skort reynslu og skilning á því hvað best hentaði hér, og hver munur væri á því og úti í þeim löndum, sem veittu þeim skólamenntun. Af þessum sök- um hefir margt af hinum nýju ráðstöfunum verið snot- ur stofusmíði, sem líkja mætti við haglega gerðan smíð- isgrip, sem gleddi augað, en væri því miður lítt nýtur við daglega önn eða notkun. Allt frá því fast skólastarf varð til hér á landi, hefir það verið föst venja, að skólatíminn væri sem mest tengdur vetrarmisserinu. Var það að vísu skapað af at- vinnuvenjum og bjargræðisöflun þjóðarinnar, sem var um sumartímann, eins, og raunar enn, ekki aðeins um sveitir landsins, heldur að verulegu leyti einnig í þétt- býlinu. Allt um iðnvæðingu eru enn fjölmörg störf, sem vart verða unnin nema um sumartímann. Skólatím- inn var allt fram undir síðustu áratugi frá októberbyrj- un og fram í maímánuð eða maílok. Og lengi vel var Latínuskólinn, síðar Menntaskólinn í Reykjavík eini skóli landsins, sem stóð fram í júnímánuð, eða jafnvel til júníloka. Hvergi í nágrannalöndum vorum og jafnvel hvergi í hinum menntaða heimi var skólatími svo stuttur sem hér. \,Tar það ef til vill hið eina, sem vér Iögðum til um skólafyrirkomulag, sem allir hefðu mátt öfunda oss af, ef þeir hefðu þekkt til þess. En hið langa sumarlevfi var ekki aðeins til vegna atvinnuveganna, heldur var það einnig nauðsyn námsmannanna sjálfra, svo að þeir gætu aflað sér með vinnu sinni nauðsynlegs fjár til að stand- ast skólakostnaðinn. Með þeim hætti voru þeir stöð- ugt í lífrænu sambandi við fólkið og störfin í landinu, allt frá barnsaldri, að krakkarnir tóku þátt í hinum dag- legu störfum eftir getu sinni, og fram á háskólaár, er stúdentarnir stunduðu almenna vinnu til sjávar eða sveita, eftir því sem hún bauðst. Ekki varð það séð, að íslenskir stúdentar eða aðrir námsmenn, sem stunduðu nám erlendis, stæðu að baki erlendum námsfélögum, sem lengri höfðu skólasetuna að baki. Það var því augljóst að unnt var að ná sæmileg- um árangri með hinu gamla fyrirkomulagi. Ekki var 326 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.