Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 12
SIR WILLIAM CRAIGIE: Erindi flutt í Glasgow háskóla 11. nóuember 1949 í minningu um W. P. Ker FYRRI HLUTI FORMÁLSORÐ ÞÝÐARANS Erindi þetta nefnist á frummálinu The Romantic Foetry of lce- land, og þann titil hefi ég kosið að þýða eftir orðanna hljóðan. En „Rímnaskáldskapur á fslandi" hefði verið alveg eins rétt, og svo ætla ég að höfundurinn mundi sjálfur hafa nefnt erindið ef hann hefði flutt það á íslenzku. Vel fer á, að það sé nú látið birtast á okkar tungu, svo að hver sá íslendingur, er það vill vita, megi sjá af hve mikilli snilli sérstæðasta og stærsta grein bók- mennta okkar er hér kynnt erlendum menntamönnum, er alls ekkert þekktu til hennar. Hlutverk ræðumanns var, að skapa hjá þeim á einni klukkustund nokkuð ljósa hugmynd um efnið. Sá er það vildi gera, varð sjálfur að hafa geysilega sterk tök á því og þekkja það út í yztu æsar. Og allt til þessa dags er Sir William Sir William Craigie. Craigie eini erlendi maðurinn, sem náð hefir á því slíkum tökum. Meira að segja hefir hann líldega aleinn erlendra manna til fulls getað notið rímnakveðskaparins á við þá menn íslenzka, sem gott skyn báru á skáldskap, þekktu til hlítar skáldamál okkar, og höfðu kynnzt rímum frá blautu barnsbeini. En þessi ritgerð hans á meira og margbrotnara erindi til þorra íslenzkra lesenda en þetta eitt og stórum mikilvægara. Hún á til þeirra svipað erindi sem hinn frægi formáli Einars Benedikts- sonar fyrir Olafs rímu Grænlendings. Hún er árétting á því, sem Einar sagði þá, bæði í formálanum og mansöngnum. Og hún skýrir fyrir þeim margt það, er þeim var flestum lítt eða ekki Ijóst áður eða höfðu verulega gaumgæft. Eftir lestur hennar má ætla að þeir viti sumt það, sem sómasamlegra er að vita en að vita ekki. Það er ömurlegur misskilningur á íslenzkri bókmennta- sögu að telja sig hafa skammlausa kunnáttu í henni, en vera þó alls-ófróður í þeirri grein hennar, er mestan þáttinn átti í varð- veizlu tungunnar, og um langt skeið meira að segja auðgaði hana mest. Það var ekki einungis að Craigie hefði yfirgripsmikla og grundvallaða þekkingu á rímunum, sögu þeirra, efni þeirra og málfari öllu, heldur var það og hitt, að þessi þekking hans var svo fágætlega lifandi og innileg. Ágallar rímnanna voru engum manni ljósari en honum, en kostina og verðleikana má vel vera að fár eða enginn hafi kunnað að meta á við hann. Líklega að aftur þarna sé Einar helzt til samanburðar, þeirra manna, er ritað hafa um efnið. Skilninginn er Einar þegar búinn að öðl- ast er hann gefur út Úrvalsrit Sigurðar Breiðfjörðs nokkru fyrir aldamót. En dýpri og innilegri er skilningur hans orðinn tuttugu árum síðar. Því miður tókst honum þá ekki með afreksverki sínu að vinna rímnaskáldskapnum þann sigur er hann gerði sér vonir um. Ennþá tala heimskir menn um rímur með fyrirlitning — vitandi ekkert um hvað þeir eru að tala. Sir William Craigie elskaði íslenzku þjóðina. Og hann var vitur maður, sem skildi að fortíð og nútíð eru ein órofa heild. „Ég finn til mæðra og feðra stríðs og fortíð-nútíð verða eitt“, 336 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.