Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 33
eldi hans. Þrátt fyrir stærðina var eitthvað fínlegt við bygg- ingu hans, og þó Þórarinn hefði oft virt hann vandlega fyrir sér, bæði úti og inni, hafði hann aldrei komið auga á neinn galla á folanum. Bjöm, með sína miklu reynslu, taldi öruggt að þarna væri á ferðinni efni í úrvals kynbótahest, hest, sem ætti eftir að gera hrossabúið á Mýri frægt, og afkvæmi hans yrðu eftirsótt og verðmæt. Sörli stóð hnarreistur með sperrt eyru og horfði á húsbónda sinn. Makkinn var sveigð- ur í mjúkan boga, hausinn frekar lítill, svo folinn virtist þess vegna ekki krangalegur, eins og hausstór hross oft eru, beinagrindin var stór, en laus við að vera gróf og liðamót og hnútur ekki áberandi, enda ótrúleg mýkt og fylling í öllum vöðvum. Þórarinn rétti hendina hægt yfir spilið og strauk um makka og bóg folans. Þetta fallega dýr átti eftir að verða ein af sterkustu stoðunum undir lífsafkomu hans. En hugsunin um notagildið átti ekki að vera allsráðandi. Til þess að ná fullum notum af jafn vitrum og viðkvæmum skepnum og hestar eru, varð maðurinn að sýna þeim skiln- ingsríka umhyggju, hlynna að þeim eftir þörfum, án þess þó að þeir töpuðu harðgerðum eiginleikum sínum og seiglu. Verst að þurfa að láta þessa vini sína frá sér til ókunnugra, sem ef til vill færu misjafnlega vel með þá. En hvað þýddi að hugsa um það? Þetta var nú einu sinni gangur lífsins, og það var ekki til neins að láta viðkvæmnina ráða. Ef afkvæmi þessa fola erfðu glæsilegt útlit föðurins, og alla þá góðu eiginleika, sem í ljós höfðu komið hjá Jarpi og Blesu, þá yrði ekki erfiðleikum bundið að reka búið. Aldrei hafði Þórarinn verið eins öruggur um að hafa valið rétt, eins og þegar hann horfði nú á þetta tignarlega dýr og hóp- inn, sem stóð við stall í húsinu. Sörli frísaði skarplega og Þórarinn hrökk upp úr hug- leiðingum sínum. Hann brosti glaðlega til Sigríðar um leið og hann gekk fram húsið í áttina til hennar. —■ Nú ertu búin að tala nóg við hana vinkonu þína að þessu sinni, svo við getum farið heim aftur. Eg er alveg eins og þú, sárfeginn að vera kominn heim og geta nú sinnt verkum mínum að venju. Þeir sögðu mér fyrir sunnan að útlit væri fyrir mjög hátt verð á grásleppuhrognum, og ég ætla mér ekki að verða eftirbátur annarra í veiðunum að þessu sinni, svo þú færð í þinn hlut að sinna hrossunum, og það meira en áður. Það verður gaman að geta sýnt Ein- ari, vini mínum, það í sumar, að hér er ekki legið í leti, og steiktar gæsir koma ekki fljúgandi upp í okkur. — Þú veist það, góði minn, að ekki hef ég á móti því að vinna. Foreldrar mínir hafa aldrei mælt upp í mér leti og hringlandahátt. Hjón þurfa líka að vera samhent, ef sam- búðin á að vera góð, og ég hefði orðið vansæl hefðir þú ætlað að vefja mig í hýjalín og geyma mig inni í stofu eins og hverja aðra skrautbrúðu, en sjálfur þrælast áfram og ekki gefið þér tíma til neins nema að afla peninga til að skreyta mig. Ef ég ætti að lifa eins og gullfuglinn, sem við sáum í Reykjavík, yrði ég að andlegum og líkamlegum aumingja á skömmum tíma. Eg vil ganga í augun á mann- inum mínum, og ég held, að besta leiðin til þess sé að lifa heilbrigðu lífi, njóta útiveru og hæfilegrar vinnu, og þá sé útliti mínu það vel borgið, að ég þurfi ekki að smyrja á mig baukakremi, hrúga á mig dufti og úða á mig alls konar vökvum til þess að honum lítist á mig. Það getur verið að sumum finnist, að við ættum ekki aS binda okkur svona í sveitinni, en fylgjast heldur með straumnum í áttina til umsvifa fjölbýlisins. En það er mál, sem kemur okkur ein- um við. Sem betur fer er ekki nauðsynlegt, að allir hagi sér eins, og ekki dettur mér í hug að áfellast aðra fyrir val þeirra á dvalarstöðum. Mér finnst ekki meira, þótt þú flyttir aftur í sveit, en að ég hefði farið með þér á mölina. Það eru sumir, sem ekki skilja þetta, en þeir um það. Þau voru þögul á heimleiðinni, enda lítið hægt að tala saman vegna hávaðans í dráttarvélinni. Nokkra stund sátu þau inni hjá Bimi og Sigrúnu, áður en þau fóru inn í sína íbúð að hátta. En svo fór Sigríður að geispa, og þá buðu þau góða nótt. Það var þægilega notalegt að hátta í eigið rúm eftir fjarveruna og vita venjuleg störf framundan að morgni. Mók seig fljótlega á Þórarin, og hann var rétt að sofna, þegar Sigrún hvíslaði: — Ég er ekki viss um, nema ég hafi lofað upp í ermina mína, þegar ég sagðist ætla að verða dugleg að vinna með þér í sumar. Hann tók fyrst ekki eftir, hvað hún var að segja, og svaraði henni ekki alveg strax. — Hvað varstu að segja? Ég var alveg að sofna og heyrði ekki vel til þín. Hún reis upp á olnboga og laut yfir hann í myrkrinu. — Það getur farið svo, að ég verði ekki til mikilla verka í sumar. Ég hef ekki viljað segja þér það til þessa, en nú er ég viss. I haust verður fjölgun hjá okkur. Við eigum von á bami. Hann glaðvaknaði, seildist með hendinni og kveikti á náttlampanum hjá sér. Andlit hennar var rétt yfir hans, hún var eídrjóð, en augun ljómuðu af hrifningu. Fullur ákefðar og hrifningar dró hann hana að sér. —• Heyrðu, ástin mín. Það er nú þannig, að þó ég hafi búist við þessum gleðitíðindum frá fyrstu kynnum okkar, þá er það samt svo, að þau koma mér nokkurn veginn á óvart. Hvílík tíðindi! Nú eignumst við litla lífveru, sem við elskum sameiginlega, viðkvæmt líf, sem þarfnast aðhlynn- ingar okkar og umhyggju. Og þó að ég hafi átt minn þátt í að koma þessari lífveru af stað, þá hvílir þunginn og erfið- leikarnir mest á þér. Þú kemur ekki nærri erfiðri útivinnu, þar til barnið er fætt, og þú búin að jafna þig að fullu eftir það. Og ég vil helst ekki, að þú komir nærri ótömdu hross- unum. Eitthvert þeirra gæti ruðst á þig og velt þér um koll, eða sparkað í þig, og skaðað þig, svo að barnið hlyti tjón af. Þú verður að gæta ykkar beggja vel, engillinn minn. Sigríður hló lágt og seig niður í faðm hans. — Kjánakarlinn minn! Kannski að þú ætlir að loka mig inni og helst hafa mig undir sæng allan meðgöngutímann? Nei, góði minn. Eg er núna þátttakandi í eðlilegustu framrás náttúrunnar: Lif getur af sér líf. Ef öll kvendýr tækju upp á því að leggjast fyrir um meðgöngutímann, þá mætti búast við, að sumar tegundir yrðu fljótt aldauða. Ég ætla að vinna og hreyfa mig, eins og mér þykir best, og þannig hugsa um heilsu mína og barnsins míns. Ég hef alltaf verið hraust, og þó ég viti að ýmsir kvillar fylgja oft meðgöngunni, þá þýðir ekkert um það að fást. Hamingja mín er svo mikil, að annað kemst ekki að íhuga mínum. Vertu ekki hræddur um, að ég fari mér að voða, eða stofni afkvæmi okkar í hættu. Ég finn strax ábyrgðina, sem á mér hvílir, og þú og barnið getið treyst mér, ég skal ekki bregðast ykkur. Nú finnst mér lífið fá nýtt gildi, nú þegar. Hvað heldurðu að verði þá seinna? — Ég veit það, elskan mín, að þú verður ein af þeim, sem helgar sig eingöngu heimili og bömum. Og ég skal af fremsta megni reyna að standa í stöðu minni. En þú gerir það fyrir mig að fara gætilega með þig. Það er alltof mikið í húfi til þess að full aðgát sé ekki viðhöfð. Hvenær ætlar þú að segja mömmu þinni frá þessu? He'vma er bezt 357

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.