Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 36
BÓKAHILLAN |#j/ Agnar Kl. Jónsson: Lögfræðingatal. Rvík 1976. ísafoldarprentsmiðja hf. Þetta er þriðja útgáfan af Lögfræðingatali höfundar, hinar fyrri 1950 og 1963, og sýnir þessi stutti tími milli útgáfanna gleggst, hvílíkra vinsælda bókin nýtur, og áhuga manna á efninu, enda er áhugi Islendinga á persónufróðleik með eindæmum. I fyrri útgáfunum voru taldir allir íslenskir lögfræðingar frá öndverðu, en nú er brugðið á það ráð að sleppa öllum, sem látnir voru fyrir 1900. Hefði mér jafnvel þótt réttara, að lengra hefði verið gengið og t. d. sleppt öllum, sem látnir voru fyrir 1920 eða 1918, þegar fullveldið fékkst, en slíkt er vitanlega álitantál. Með þess- um hætti eru niður felldar 133 æfiskrár, en nýir lögfræðingar frá 1963—1975 eru hinsvegar 260. Auk æfiskránna er hér eins og í fyrri útgáfum nákvæm greinargerð um lagapróf og lögfræði- kennslu frá öndverðu til þessa dags, og einnig er þar skrá um alla íslenska lögfræðinga frá því fyrst, ásamt kandídatsári og einkunn. Alls eru í bókinni æfiskrár 783 manna, af þeim eru 625 á lífi, þegar bókin var skráð. I innganginum er þess stutt- lega getið hversu þeir skiptast eftir störfum. Má geta þess til gamans að í öllurn hópnum er 1 skáld, 1 rithöfundur og 1 leikari. Flestum æfiskránunt fylgja myndir, en af formála sést, að nokkrir hafa ekki hirt um að senda mynd eða upplýsingar, og má það teljast vítavert. Eins og fyrri lögfræðingatöl, og önnur fræðirit höfundar, er hér unnið af fágætri alúð og vand- virkni, og frágangur bókarinnar allur góður. Rit þctta er órniss- andi öllum þeim, sem við ættfræði og persónusögu fást, sakir hins mikla fróðleiks, sem þar er, ekki aðeins unt lögfræðingana sjálfa, heldur einnig um ætt þeirra og afkomendur. Og hún er ekki síður harðla kærkomin öllum þeim mörgu, sem gaman hafa af slíkum persónufróðleik, og þeir eru ótrúlega margir á Islandi. Mai'inis Magnússon: Hanmier of the North. London 1976. Dreifing á íslandi Örn og Örlygur. Höfundur bókar þessarar, „Hamar Norðursins", er þegar löngu kunnur sem einn vinsælasti fyrirlesari breska útvarpsins fyrir fræðandi erindi, og þá ekki síst um norræna fomfræði, sem hann hefir lengi lagt stund á, og skrifað um bækur, er mikla athygli hafa vakið. í þessari bók er fjallað um hina fornu nor- rænu goðafræði og heiðnu trú, svo og víkingaöldina og menn- ingu hennar á fjölmörgum sviðum, og menningarsagan raunar rakin lengra aftur í forsögu Norðurlanda. Notaðar eru ritaðar heimildir, einkum íslenskar, svo langt sem þær ná, en einnig stuðst við fornminjafundi, sem margir segja miklu meiri sögu og nákvæmari en ritin, sem skráð voru löngu síðar, og eru furðu fáorð um ýmsa þætti þjóðmenningarinnar. Mikill hluti bókar- innar fjallar um hin fornu goð, stöðu þeirra i trúarkerfinu, við- horf almennings til þeirra og dýrkun þeirra. Er þar margt ný- stárlegt fyrir okkur, þótt sitthvað hafi um það verið ritað áður. Höfundur fylgir auðsæilega þeirri tiltölulega nýju skoðun, að guðsdýrkanin, blótin, hafi ekki farið fram í sérstökum húsum (hofum), heldur hafi hún frarn farið í heimahúsum. Finnst mér í þessu sem mörgu öðru koma fram.sú árátta að snúa öllum vorum fornritum upp í villu, eins og nú er mjög í tísku. Skyldi ekki að lokum einhverjum takast að sanna með vísindarann- sóknum 20. aldar, að aldrei hafi menn til Islands komið!! Höf- undur lýsir víkingum og víkingaferðunum á miklu skapfellilegri hátt, en hingað til hefir verið venja. Tclur hann, að margt það fólk, sem þátt tók í ferðum þeirra hafi verið kaupmenn og jafnvel landnemar, eins og þeir sem til Islands fluttu. Bókina prýða yfir 120 ágætar myndir, flestar af fornum munum, sem varpa ljósi á menningu hinna löngu liðnu tíma. Myndatöku- maðurinn, Werner Forman, hefir getið sér mikinn orðstír víða um lönd fyrir myndir sínar úr menningarsögu liðinna alda, og staðið að útgáfu margra bóka um slík efni. Öll er bók þessi hin fegursta að allri gerð, og flytur hún lesandanum margvíslegan fróðleik og vekur hann til umhugsunar um hugstæð efni. Þótt hún sé á ensku, og rituð fyrir enskumælandi fólk, þá skyldi það ekki fæla neinn frá að afla sér hennar, því að hún er auðlæsileg hverjum þeim, sem nokkuð kann í enskri tungu, og vissulega á hún ekki síður erindi til vor en hins enskumælandi heims. Dagfinn Grönset: Anna á heiðinni. Rvík 1976. Almenna bókafélagið. Þetta er á ýmsa lund furðuleg bók. Hún er æfisaga norskrar konu, sem rithöfundurinn og blaðamaðurinn Dagfinn Grönset hefir skráð eftir frásögn hennar sjálfrar. Bókin hefst á æskusögu hennar, en hún ólst upp við sára fátækt og harðýðgi. Ung að aldri kynntist hún landshornamanni, Karli langa, ástir tókust með þeim og gengu þau í hjónaband. Saman fara þau síðan á flakk, þar sem hann beitir Önnu ótrúlegri kúgun og hefir hana sem ambátt, og selur hana að lokum bónda á heiðarbýli fyrir 300 krónur. Á hinu afskekkta heiðarbýli hefir hún átt heirna síðan og fórnað lífi sínu og kröftum fyrir hina fámennu og sérkennilegu fjölskyldu þar. Erfiði hennar og harðræði hefir verið með fádæmum, en hún hefir unað þarna og litið á það sem köllun sína í lífinu að þjóna þessu fólki, og að lokum er hún ein eftir uppi í óbyggðinni. Lesandinn undrast þrek þcssarar konu, bæði andlegt og líkamlegt, enda má segja að mörg þrek- virki hennar séu ofurmannleg, og frásagnirnar ganga manni að hjarta. Það vekur óneitanlega nokkra furðu að slíkar aðstæð- ur og meðferð á fólki finnist í jafnþróuðu ríki og Noregur er. Frásögnin er látlaus og lipur, laus við allar vangaveltur og hug- leiðingar, í þá átt að skapa úr henni eitthvað, sem kalla mætti skáldskap. Hún er lífið sjálft í öllum ömurleika. Þýðendur eru Sigríður Snævarr og Jóhannes Halldórsson . Kristján Karlsson: Kvæði. Rvík 1976. Helgafell. Höfundur hefir nú um margra ára skeið verið cinn athafnasam- asti og merkasti gagnrýnandi og bókmenntafræðingur þjóðar- innar, og gert marga góða hluti á því sviði. Nú sendir hann frá sér dálítið ljóðakver, og er um þriðjungur þess á ensku. Enda þótt hann yrki með hljóðstöfum og rími að íslenskri hefð, eru ljóð hans furðu nýstárleg og ólík hefðbundinni íslenskri ljóða- gerð, en engum fær dulist skáldgáfa og kunnátta höfundar. Kvæðin eru öll stutt, má segja að þar sé ekkert of eða van. Mætti jafnvel kalla þau svipmyndir í ljóði. Þau krefjast fullrar athygli lesandans, en munu verða honum hugstæð, þegar hann hefir kynnst þeim og brotið til mergjar. St. Std.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.