Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 11
Þennan tíma, sem ég var á Silfrastöðum, var stöðug
norðanátt, miltill kalsi og frost, en venjulega bjart-
viðri og klökknaði suma daga í fjallinu, því þar var
venjulega logn, en oftast næðingur niðri í sveitinni og
fram um Silfrastaði.
Þegar ég kom í þessa fyrirstöðu á Silfrastöðum voru
þeir þar fyrir Sigurður Jónsson, bóndi í Sólheimum og
Gísli Sigurðsson á Víðivöllum. Þeir höfðu komið með
fé sem þeir hýstu á nóttunni, en héldu því til beitar á
daginn. Það voru margir sem flýðu með skepnur úr
sveitinni fram í Silfrastaðafjall. Þeir voru þarna fáar
nætur eftir að ég kom. Mig minnir að Gísli færi með
sitt fé fram í Gulreit í Borgargerðisfjalli og sleppti því
þar, en Sigurður færi heim í Sólheima með sitt. Við
sváfum fjórir í inu vestara baðstofulofti á Silfrastöð-
um, Höskuldur húsmaður, Sigurður í Sólheimum, Gísli
á Víðivöllum og ég. Jóhannes Steingrímsson segir að
við, þessir fjórmenningar, höfum kveikt hressilega í
pípunum okkar á kvöldin þarna á baðstofuloftinu, við
reyktum allir, en í meira hófi þó en sígarettureykinga-
menn nú. Ég man eftir því að Helgi gamh kom eitt
sinn sem oftar til okkar á loftið og stakk upp á því við
okkur hvort við vildum ekki hætta þessum reykingum
á meðan þessi ótíð væri, en byrja aftur þegar tíðin
batnaði. Við vorum nú ekki á því.
Steingrímur bóndi á Silfrastöðum var orðinn blindur
fyrir nokkru, en Kristín lcona hans var rúmföst og gat
litla björg sér veitt. Þau gátu þó veitt nokkuð mikla
hjálp þetta mikla harðindavor með því að taka þennan
mikla fjölda fjár og hrossa, sem rekinn var í Silfrastaða-
fjall. Allt heppnaðist það að mestu vel fyrir þá sérstöku
veðursæld sem er á Silfrastöðum og best nýtur sín þeg-
ar allra kaldast er í norðanátt á harðindavorum, þá er
logn í Silfrastaðafj alli og sólin vermir brattan fjalls-
yanga.
Helst hugsa ég að Steingrímur hafi lítt eða ekki selt
þessa haga í Silfrastaðafjalli þetta vor. Þessi hjálp var
þó all mikil veitt af blindum manni og heilsulausri konu,
án eigingirni í því trausti að sem mestu gagni mætti
koma.
Það lá vel á öllum á Silfrastöðum þennan tíma sem
ég var þar. Mér fannst sérstaklega létt yfir heimilinu,
og þar réði hver sjálfum sér að mestu, allir glaðir og
reifir og húsbændurnir líka, þó miklir örðugleikar væru
fyrir hendi með heilsufar. Enginn vílaði þó á móti blési
með tíðina, það var óbilandi traust á þau góðu öfl og
hlýju dalsins.
Á krossmessudaginn var ofurlítið mildara veður ár-
degis en að undanfömu. Þá ákvað ég að taka þær ær
frá Miklabæ, sem héldu sig neðarlega í Silfrastaðafjali-
inu og reka þær fram fyrir Norðurá og upp á Egilsdal
aftur. Halda síðan heim og hætta þessari smalamennsku.
Það var svo fátt af Miklabæjarfénu sem sótti ofan í
sveitina, það hélt sig flest lengra fram. Jóhann Höskuld-
ur fór með mér frameftir þennan dag. Þegar kom fram
um hádegi fór að skyggja og fór að mugga úr lofti.
Ég man að Kristín húsfreyja kallaði mig inn til sín og
reyndi að telja mér hughvarf með að færa nokkuð af
fénu fram fyrir Norðurá. Hún hélt að það myndu fáir
gjöra í svona útliti sem nú væri. Það hefur víst áreið-
anlega verið rétt athugað. En ég var ákveðinn í að færa
féð fram fyrir ána.
Við Jóhann héldurh af stað upp úr miðmunda dag-
mála og hádegis og héldum fram f jallið og tókum með
okkur frameftir það af ám frá Miklabæ sem yið fund-
um að neðan í fjallinu. Þær voru 18 þegar komið var
fram um Silfrarrétt gömlu utan og neðan við Bessa-
kotsbeitarhús. Við rákum kindurnar inn í dilk í rétt-
inni og tókum þær þar frá öðru fé. Rákum ærnar svo
ofan að Norðurá. Þegar við fórum með ærnar ofan að
ánni kom maður hinumegin ár gegnt okkur á rauðum
hesti og fór hart. Það reyndist vera Friðfinnur bóndi
á Egilsá. Hann hafði fylgst með hvað við vorum að
gjöra. Hann tók við ánum þegar þær komu upp úr ánni,
sem var grunn og góð yfirferðar, og rak þær upp- á
Egilsdal. Þessar ær virtust allar vera í ágætu lagi, ullar-
bólgnar og holdgrónar að taka á þeim, enda ágæt lamba-
höld og afkoma á þeim um vorið.
Við Jóhann héldum svo heim í Silfrastaði. Þá var
komin mikil snjódrífa, flyksufjúk. Ég tafði stutt á
Silfrastöðum, en hélt áleiðis heim, gaf mér naumast
tíma til kaffidrykkju. Veðrið fór heldur versnandi,
þegar leið á daginn jók snjókomuna og fór að hvessa
af norðri, en frostlaust framundir miðaftan.
Þegar ég var nýkominn heim kom Guðbrandur bróð-
ir minn norðan af Akureyri. Hann hafði verið á Kaup-
mamiahafnarháskóla um veturinn, en komið upp til
Akureyrar um vorið. Hann kom gangandi að norðan.
Hefði ég verið ögn seinni til að fara frá Silfrastöðum
hefðum við orðið samferða þaðan og heim að Miklabæ.
Ærnar sem heima voru, voru farnar að bera og sumar
tvílembdar. Hey var víst orðið lítið til en þó engin
alvarleg vandræði með það. Um kvöldið kólnaði í veðr-
inu og frysti og mátti þá heita harðneskju stórhríð. Ég
fór ofan í Nes að gá að hrossum um kvöldið og reka
eitthvað af þeim í skjól, og sum inn í hús.
Þessi krossmessuhríð var svo síðasta hríðin um vorið.
Morguninn eftir var komið bjart veður og sólskin.
Snjóinn tók fljótt upp. Þó minnir mig að næturkul væri
þó nokkuð seinni part maímánaðar þetta vor, og gróð-
urlaust eða gróðurlítið nærri því út mánuðinn. Sauð-
burðurinn gekk þó vel. Lítill lambadauði þrátt fvrir
gróðurleysið. Landið var kjarnbetra en venjulega, þeg-
ar það leysti undan snjódrómanum þetta harðinda vor,
var það ekki eins blásið og létt sem venjulega. Allt
slarkaðist furðanlega af og gekk sinn vanagang þrátt
fyrir harðindin. Við Guðbrandur bróðir fórum að
vinna á túninu seinnipart maímánaðar. Gengum við að
því með kappi miklu. Jón Steingrímsson gætti ánna sem
heima voru. Það gekk ágætlega, enginn lambadauði og
lömb korkulaus.
Með komu júnímánaðar rann upp hin dýrðlegasta
vorblíða sem ég nokkru sinni man um æfina mína
löngu. Það var sigur lífsins yfir dauðanum. Manni sýnd-
ist grasið grænna en venjulega og meira litskrúð á
Framhald á bls. 345.
Heima er bezt 335