Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 29
Kona af Suðurlandi hefur mælst til þess að í þættin-
um verði birt gullfallegt ljóð eftir Freystein Gunnars-
son sem hún tilgreindi. Stjórnanda er ánægja af því að
geta birt þetta ljóð, og ef það væri á hans valdi mvndi
hann gera þetta ljóð að einkunnarljóði þessa þáttar, svo
vel finnst honum það hæfa tilgangi hans. Lagið hefur
ísólfur Pálsson samið og fer það einkar vel við Ijóðið.
RÖKKURRÓ
í kvöld þegar ysinn er úti
og annríkið hverfur og dvín,
þá komum við saman og syngjum,
uns sjöstjarna á himninum skín.
Því andinn á heiðríkan himin
í hvíld eftir stormþungan dag,
og allt sem er göfugt til gleði,
það geymist í söngvum og brag.
Þótt vindsvalur vetur sé úti
og vorblíðan langt suð’r í geim,
þá syngjum við sólskin í bæinn
og sumarið til okkar heim!
Þá er það hún Stína Ólafs sem nú er orðin sautján ára
og skrifaði mér í ágúst í fyrra og bað um söngtexta
sem hét Faðir Abraham. Eg og leitarmenn höfum ekki
getað haft upp á honum. Kannast nokkur lesenda við
þennan texta, þó svo að Stína sjálf sé búin að verða
sér út um hann eftir öðrum leiðum? En Stína bað líka
um ljóð eftir Davíð Stefánsson og það birtist hér.
KOMDU INN -
Komdu inn — í kofann minn,
er kvölda og skyggja fer.
Þig skal aldrei iðra þess
að eyða nótt hjá mér.
Við ævintýraeldana
er ýmislegt að sjá,
og glaður skal ég gefa þér
allt gullið sem ég á,
tíu dúka tyrkneska
og töfraspegla þrjá,
níu skip frá Norvegi
og naut frá Spaníá,
austurlenskan aldingarð
og íslenskt höfuðból,
átta gráa gæðinga
og gylltan burðarstól,
fjaðraveifu fannhvíta
og franskan silkikjól,
eyrnahringi, ennisspöng
og alabastursskrín,
hundrað föt úr fílabeini
full með þrúguvín
og lampa þann sem logaði
og lýsti Aladdín,
kóraninn í hvítu bandi
og kvæðin eftir Poe,
myndastyttu meitlaða
af Michelangelo,
alla fugla fljúgandi
og fiska alla í sjó,
rúnakefli, reykelsi
og ríki mitt og lönd,
indversk blóm, egypsk smyrsl,
ítölsk perlubönd
og róðukross úr rauðavið
sem rak á Galmarsströnd.
Komdu inn í kofann minn,
er kvölda og skyggja fer.
Alltaf brennur eldurinn
á arninum hjá mér.
Ég gleymdi einni gjöfinni,
og gettu, hver hún er.
Comedian Harmonists hét frægur söngkvartett sem
stofnaður var í Þýskalandi um 1920 og hann skipuðu
þýskir og rússnesldr söngvarar sem yfirleitt sungu á
þýsltri tungu. Söngkvartett þessi söng inn á allmargar
hijómplötur sem m. a. nutu talsverðra vinsælda hér á
landi. Comedian Harmonists voru einkum frægir fyrir
að apa eftir með munninum ýmis strengjahljóðfæri
sinfoníuhljómsveitar og fluttu m. a. forleik frægrar
óperu (Rakaranum í Sevilla) á þann máta. Margir hafa
haldið því fram að oltkar ágæti M. A.-kvartett hafi tek-
ið Comedian Harmonists sér til fyrirmyndar. Ég er
ekki viss um að þetta sé rétt. M. A.-kvartettinn var
miklu ljóðrænni í sínum söng en Comedian Harmonists
sem sungu þannig að það nálgaðist jass-takt. Músík-
sérfræðingar hafa líka sagt að þessi þýski kvartett hafi
tekið sér bandaríska kvartettinn The Revellers mjög til
fyrirmyndar. Þetta sýnir að margir þessir söngkvartett-
ar draga dám hver af öðrum þótt ýmislegt sé annars
sjálfstætt í söng þeirra. Einhver allra besti söngur
M. A.-kvartettsins var við neðanskráð ljóð Jóns frá
Ljárskógum sem birtur er hér samkvæmt ósk.
UPP TIL FJALLA
Upp til fjalla, söngvasveinar,
seiðir hugann æskuþor
— látum himinglaða hörpustrengi
hljóma dátt og kátt og lengi,
Syngja um sól og vor!
Heima er bezt 353