Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 25
skemmtilegu ferðir lögðust niður. Skipin voru öll dregin upp á árbakkana á haustin, svo að ís og vor- leysingar skemmdu þau ekki. Dráttarbrautir voru engar. En nóg var til af stórum bjálkum eða timbr- um, sem voru um 40 cm á kant hvorn veg og um 6—1 m á lengd. Þessum bjálkum var komið fyrir enda við enda, brúnirnar á endunum höggnar, svo að skipin rynnu yfir samskeytin. Síðan voru þessi timbur smurð með tólk. Trjánum, sem neðst voru, var stungið hálfa leið undir skipin, þau síðan dregin upp á hliðinni með margþættum talíum, þræddum með vírköplum. Kraftgjafinn var lítill gufuketill við hvorn enda, og var maður við hvorn fyrir sig. Þeir stjórnuðu og sáu um, að jafnt væri dregið. Eitt sinn er við vorum að láta stórt skip renna niður aflíðandi brekku og það var komið hálfa leið, losnaði akkeri, sem hélt öðrum enda. Þá var gott, að verkstjórinn var fljótur að hugsa og lét hinn endann lausan, svo að skipið rann þá býsna hratt niður í vatnið, en það skemmdist ekki. Akkerið, sem ég nefni, var svert og um 10 feta langt tré, sem vír- kippa var sett um og grafið ein 7 fet niður í jörðu. HANN SPÝTTI MÓRAUÐU Samferða mér norður til Waterways var aldraður maður, rússneskur. Hann var næturvörður við skipa- smíðastöðina. Hann var ræðinn og fræddi mig um ýmislegt og hvað helzt væri verið að gera. Svo þegar við stigum af eimlestinni eftir um það bil sólarhrings ferðalag, kynnti þessi gamli maður mig fyrir verk- stjóra þeim, er ég átti að vinna fyrir. Sá hét Georg Miller og jórtraði stöðugt á munntóbaki. „Til hvers sendu þeir þig?“ spyr hann. „Til viðgerða á skipum.“ „Ertu skipasmiður?“ „Hálfbakaður,“ var svarið. „En ertu þá trésmiður?" „Líka hálfbakaður,“ svaraði ég. Og þá spýtti hann gusu af tóbaki. „Þau helvíti þarna í Edmonton senda mér alltaf citthvert rusl.“ Og hann spýtti í allar áttir, fékk sér svo nýja tölu og byrjaði að tyggja. „Bezt væri, að þú færir strax til baka.“ „Þú um það,“ svaraði ég. „Það er allt á ykkar kostnað." „O, jæja, en hefur þú verkfæri?“ „Víst nóg fyrir það, sem þarf að gera,“ var svarið. Þá spýtti Georg enn einu sinni gusunni. „Það er líklega bezt að reyna þig.“ Svo ók hann mér til skipasmíðasöðvarinnar. Ég fékk herbergi í gufuskipi, sem var þarna langt uppi á þurru. Her- Við Kyrrahaf. Hyougut, British Columbia. Guðjón og tvær vinkonur í skemmtiróðri. bergin voru smákompur, klæddar með panelborðum. Engin var upphitun, en það kom ekki að sök, því að þetta var vorið 1947, og óðum hlýnaði. Matreiðslu- konan var frönsk, geðfelld stúlka. Faðir hennar var lítill karl, sem alltaf var á hlaupum. Ég kunni vel við allt þarna. Skipið, sem herbergi mitt var í, hét Echo (Bergmál) og var frægt gamalt skip, sem ekki fór aftur á vatn. Var það notað sem verkamannabústað- ur vor og haust. Framhald í næsta blaði. RÁÐNING Á VERÐLAUNAKROSSGÁTU Hér birtast nöfn þeirra, sem hljóta verðlaun fyrir rétta ráðningu á verðlaunakrossgátunni, sem birtist í júlí-blaðinu, en verðlaunahafar eru þessir: 1. Tómás Helgason, Hofteigi 50, Reykjavík. 2. Ragnheiður Bergmundsdóttir, Mánasundi 4, Grindavík. 3. Kristjana Bára Bjarnadóttir, Grímsey. Verðlaunahöfunum óskum við til hamingju með verðlaunin og biðjum þá að láta okkur vita sem fyrst, hvaða bækur þeir velja sér. En rétt ráðning gátunnar er svona: Víst er kynleg veðurfregn, var hann Páll að stríða? Sama daginn rok og regn, rjómalogn og blíða. Allir þátttakendur senda „Ranka“ vini sínum kærar kveðjur og þakklæti fyrir hans skemmtilegu krossgátur. Heima er bezt 349

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.