Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 8
ÞORSTEINN BJÖRNSSON FRÁ MIKLABÆ:
Haréa vorið 1906
„Oft finnst oss vort land eins og helgrinda hjarn,
en hart er það aðeins sem móðir við barn.
Það agar oss strangt með sín ísköldu él,
en á samt til blíðu. Það meinar allt vel“.
Vorið 1906 er það alversta vor sem ég man eftir,
þó mörg hafi vorin verið erfið síðan. Ég var
17 ára þetta vor. Hirti 67 kindur veturinn áður,
40 ær á annan vetur og 27 lömb. Veturinn 1905
—1906 var mjög misjafn. Mátti kallast sæmilegt fram að
Þorra. Með Þorrabyrjun gjörði verstu tíð. Jarðlag var
þá orðið illt fyrir útigönguhrossin. Allt var komið í
gadd nema þúfnakollar og hæstu rindar og hæðir. A
voru sífelldir norðanfrostnæðingar og oft stórhríðar-
byljir. Þá voru teldn á hús öll lélegri hross, öll eða
flest folöld og yngri tryppi. Betri hrossin gengu leng-
ur, þó mörg tekin þegar kom fram í Þorralok. Fylfull-
ar hryssur þá farnar þó nokkuð að slást. Man eftir að
ein 10 eða 12 folöld voru komin á hús á iYliklabæ, þar
sem ég átti heima, og öll yngri tryppi og margt af
fullorðnum hrossum, það svo að öll hús voru orðin
nærri full af innigjafarhrossum, þó voru nokkur sem
úti gengu.
Sauðfé var öllu gefið inni, frá því um miðjan vetur
fram til Góuloka. Þetta var annar veturinn sem ég hirti
skepnur. Nú hafði ég á hendi að hirða 67 kindur, 40
ær á annan vetur. Lánaðist mér með afbrigðum vel að
fóðra þær. Ef ég lét þær út fyrir húsdyr þennan harð-
indakafla um veturinn léku þær sér sem mest þær máttu.
Það var mjög í minnum haft af þeim sem sáu þær.
Hornahlaup voru mikil á þeim og þær ákaflega ullar-
grónar og alvcg holdgrónar. Heyið sem ég gaf þeim
var úthey af Miklabæjarfitjaengi. Töluvert mikið hafði
hitnað í því, því að það var nokkuð bliknað, alltaf þvalt
að taka á því inn við heystálið og stundum eins og hálf-
gerð volgra í því. Ein tvævetlan fékk höfuðsótt. Henni
var lógað rétt fyrir sumarmálin. Skrokkurinn af henni
vóg 42 pund, 10 punda gæra og 10 pund af mör. Þessi
kind var svona rétt í meðallagi, margar þó nokkuð
mikið vænni og nokkrar hcldur slakari. Þessar ær hirti
ég í Lækjarhúsinu á Miklabæ.
Lömbin sem ég hirti voru 27 gimbrarlömb. Allt fjalla-
lömb Krókárdalsgcngin sumarið áður. Handa þeim
hafði ég grænverkað hey af norður fitinni á Miklabæ.
Gaf þeim 3 föng á dag. Þau voru heilsugóð og fóðruð-
ust vel með góða framför. Þó ekki jafn stálslegin og
tvævetlurnar. Aldrei nein vometa í nokkurri skepnu.
Þá þurfti ekki að gefa inn ormalyf eða sprauta fénað-
inn neinum sprautum. Þá þekktist heldur ekki tilbúni
áburðurinn og það mikla magn sem gefið er af heyi
sem framleitt er af honum. Þá heldur ekki gefið síldar-
mjöl eða annar matur utan rúgmjöl til að halda lífi í
fénaði í mestu harðindum að vorinu, þá aðeins stuttan
tíma. Sauðfé var líka áreiðanlega mikið heilsubetra cn
það er orðið nú. Lömbin voru höfð í Kerhólsfjárhúsi á
Miklabæ.
Þessi harðindaskorpa sem byrjaði með Þorrakomunni
hélst fram í Góulok. Snemma á Einmánuði gekk í
sunnanátt allhvassa. ísa leysti mjög, snjó og frera af
jörðunni. Hugðu menn þá allgott til vorsins og harð-
indin mundu búin að vera. Á skírdag var úrhellisrign-
ing allan daginn, og fór að festa snjó um kvöldið. Logn-
drífa var á alla föstudagsnóttina. Föstudagsmorguninn
langa var komin mikil lognfönn. Þá var orðið mjög
jarðlítið sökum bleytunnar sem á var þegar snjóaði.
Gekk þá í norðanátt og allt fór í gadd og storku. Hús-
hross sem búið var að sleppa í góðu tíðinni fóru öll á
hús aftur. Þetta vcðurfar hélst fram um páskahelgina,
ekki mjög rosasamt en þó mjög kalt. Páskana bar þá
upp á sunnudaginn seinasta í vetri. Á sumardaginn
fyrsta var stillt veður heiðríkt og sólfar. Þá seig snjór-
inn töluvert, svo að grunnt var orðið á hæstu þúína-
kolla, sem allir voru nauðsorfnir í harðindaskorpunni
fyrr um veturinn. Á föstudaginn fyrstan í sumri var
komin norðanstórhríð, sem hélst allan næsta sólar-
hring. Á laugardaginn var hríðinni slotað að mestu en
rakin norðanátt, ltuldi eins og um hávetur, allhvass
utan með skafrenningi fram eftir degi, en lægði, að
mig minnir undir kvöldið. Þá voru hey mjög gengin
til þurrðar hjá flestum og útlitið mjög alvarlegt með
tíðarfarið.
Á laugardagskvöldið var lagt af stað með öll betri
hross á Miklabæ frain í Silfrastaðafjall. Vitað var að
þar var alltaf jörð úr því komið var fram vfir sumarmál,
stcnst þá snjór þar mjög sjaldan við. Rekin voru úti-
gönguhrossin sem mest sóttu venjulega fram til af-
332 Heima er bezt