Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 27
Spenningurinn greip hann heljartökum þegar hann sá að það var Pollux sem þarna lá. Það var alltaf svo skemmtilegt þegar þetta franska herskip kom í heim- sókn. Franski konsúllinn bjó aðeins neðar í götunni, — og skipherra Pollux bauð honum ævinlega í heimsókn um borð í skip sitt. Þá var franski konsúllinn sóttur í land með mikilli viðhöfn á einum léttbáti herskipsins. Fréttin um að Pollux væri kominn var ekki lengi að berast út meðal strákanna á Eyrinni. Og von bráðar var farið að fylgjast með hreyfingum herskipsins og mannaferðum fyrir utan konsúlshúsið. Eftir hádegið virtist hin stóra stund loksins vera far- in að renna upp. Það sást til léttbáts franska herskipsins á leið til lands að sækja konsúlinn, — eða svo var álitið að minnsta kosti. Eftir venju myndu frakkarnir annað- hvort sigla báti sínum alveg upp í fjöruna fyrir framan konsúlshúsið eða leggja að Flafsteinsbryggjunni sem var þó sjaldnar af því að það var svo grunnt við þá bryggju. Frönsku sjóliðarnir sigldu ekki til lands á vélbáti. Nei, þeir reru á stórum árabáti sem róið var af átta ræður- um, fjórum á hvort borð. Og mikið var gaman að sjá frakkana róa þessum stóra, rennilega stálgráa báti sem var alveg drifhvítur að innan. Það var tignarleg sjón sem vakti óblandna lotningu meðal strákanna. Og þríliti franski fáninn sem blakti á afturskut léttbátsins jók á tíguleikann. Strákarnir undruðust mest hvað áratog frönsku sjó- liðanna voru jöfn. Drifhvít árablöðin hnigu og risu takt- fast í blækyrran sjóinn. Stundum þurfti þó einhver strákurinn að segja að þessi eða hin árin hefði nú ekki verið alveg í takt. Aldrei var þó hægt að sanna þessa fullyrðingu sem þó var kært umræðuefni á meðan beð- ið var eftir frökkunum að landi. Þeir voru fínt klæddir þessir frönsku sjóliðar. Ræð- árarnir átta voru í hvítum matrósafötum með bláum kraga. Svo voru þarna líka sjóliðar í dökkbláum, svell- þykkum matrósafötum. En allir sjóliðarnir, bæði hinir livítklæddu og bláklæddu, höfðu rauðan dúsk ofan á kolli matrósahúfunnar, og á húfuborðann var letrað stórum gullnum stöfum orðið: Pollux. Fínastir allra voru þó yfirmenn herskipsins. Það glitraði á gullna borða einkennisbúninga þeirra, og þeir allra æðstu voru með gullna axlarskúfa, — og það sem þótti allra athyglisverðast — þeir báru sverð sér við hlið — alvörusverð. Margur strákurinn renndi hýru auga til korða þessara frönsku sjóliðsforingja, — bara ef þeir ættu nú einn svona! Léttbáturinn átti nú skammt eftir að landi og það var auðsýnilegt að hann ætlaði í þetta skipti að lenda við Hafsteinsbryggjuna. Franski konsúllinn var kominn út úr húsi sínu og var á leið upp bryggjuna. Og sá var nú skrautlega klæddur. Gott ef hann var bara ekki miklu fínni en yfirmenn herskipsins. Konsúllinn staðnæmdist skammt frá strákahópnum og virti hann fyrir sér. Hann mælti ekki orð, en þó var eins og brygði fyrir brosi á andliti hans þegar hann leit yfir hópinn. Það var mikil virðing borin fyrir þessum franska konsúl sem fralckarnir auðsýndu svona mikla viðhöfn. Þegar léttbátur franska herskipsins átti eftir nokkra metra að bryggjunni, gall við hvell skipun frá stjórn- anda bátsins. Og um leið risu allar átta árarnar upp til himins. Tveir bláldæddir sjóliðar, sinn í hvorum skut bátsins, kræktu löngum krókstjökum í bryggjukantinn og við það stöðvaðist báturinn á skriðinu. Tveir aðrir sjóliðar komu fyrir litlum stiga, en eftir honum var konsúlnum ætlað að ganga niður í léttbátinn. Öll hand- tök hinna frönsku sjóliða voru snör og gengu hratt fyrir sig. Þegar stiginn hafði verið tryggilega festur, stukku sjóliðarnir tveir upp á bryggjuna og heilsuðu konsúlnum að hermannasið með því að bera hönd að húfu. En nú hófst hátíðlegasta athöfnin. Þegar konsúllinn byrjaði að ganga niður stigann blés einn sjóhðanna í gljáfægðan trompet sem skreyttur var löngum, rauðum dúski. Og svo að segja samtímis hóf yfirmaðurinn hinn furðulegasta korðaleik með sverði sínu. Það var nú meira hvað maðurinn gat verið flinkur að sveifla sverð- inu þarna rétt fyrir framan konsúlinn. Strákarnir settu vel á sig öll tilbrigði korðaleiksins, því ætlunin var að endurtaka hann seinna með trésverðunum sem flestir áttu. Það var verst hvað korðaleikurinn stóð stutt yfir, og að honum loknum var konsúlnum boðið að setjast á afar skrautlegt sæti við hlið yfirmannsins. Þegar konsúllinn hafði tekið sér sæti, var stiganum aftur komið fyrir í léttbátnum. Hávær skipun kom frá sjóliðsforingjanum og krókstjakamennirnir ýttu bátnum frá bryggjunni. Þegar báturinn var orðinn vel laus við bryggjuna kom enn önnur skipun og allar árarnar hnigu alveg jafnt í sjóinn, og nú var haldið á fullri ferð út að herskipinu. Bara að maður hefði nú fengið að vera við- staddur þá athöfn þegar konsúllinn gekk frá léttbátnum og í borð um herskipið. Einhver fullorðinn hafði sagt einum stráknum að það væru nú „serímoníur“ í lagi. En ekki tjóaði að fást um það. Enginn nema konsúllinn fékk að stíga fæti um borð í þetta franska herskip. Það var mikið um Pollux-leiki hjá strákunum á Eyr- inni þetta sumar. Allir bátar á þurru landi voru notaðir í þessum leik. En vinsælasti báturinn var Díana og lá hún upp í fjörunni rétt fyrir ofan Hafsteinsbryggjuna. Strákarnir skiptust á um að vera sjóliðar, yfirmenn og konsúll. Einn góðan veðurdag var kominn hópur útlendra manna sem virti brosandi fyrir sér leik strákanna. Full- orðnir sögðu að þetta væru kósakkar, landflótta rúss- neskir hermenn sem færu land úr landi til að syngja fyrir fólk og dansa rússneska þjóðdansa. Einn strákur- inn hafði meira að segja heyrt þá syngja og hann hafði lært af þeim skemmtilegan hnífaleik sem var í hávegum hafður eftir það. Rússarnir höfðu að vísu notað skreytta rýtinga í þessum leik, en af því að strákamir átm enga slíka gripi, varð að notast við vasahnífana sem margir áttu. Leikur þessi var fólginn í því að hnífur var sett- Heima er bezt 351

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.