Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 34
— Ætli þetta komi henni nokkuð á óvart. Ég hef grun um, að hún fylgist alltaf dálítið með mér, og ég tók eftir því, þegar við komum heim, að hún virti mig vandlega fyrir sér í laumi og var mjög íbyggin á svipinn og ánægð með útkomuna, svo eitthvað hefur hana verið farið að gruna, áður en við fórum suður. En nú er ég orðin þreytt, svo dásamlega þreytt, að þrátt fyrir gleði mína get ég ekki ann- að en sofnað. Kannski verð ég þannig, að ég sofi fyrir tvo og borði á við tvo, meðan á meðgöngutímanum stendur! Hún hjúfraði sig að honum, og eftir örstutta stund var hún fallin í svefn. Þórarinn var glaðvakandi. Það var ekki hægt að sofna eftir svona stórtíðindi. Vitanlega voru það mikil tíðindi innan hverrar fjölskyldu að nýr heimilismaður væri væntanlegur. Slíkt hlaut að vekja sérstaka eftirvænt- ingu. Yrði það drengur eða stúlka? Rétt skapað og gáfað? Duglegt eða latt? Hvernig yrði framtíð þess? Þessar spurn- ingar héldu vöku fyrir Þórami. Eins og aðrir umhyggju- samir heimilisfeður fann hann til ábyrgðar gagnvart ófæddu afkvæmi sínu. Velfarnaður þess í lífinu gat að verulegu leyti farið eftir því, hvemig hann stæði í stöðu sinni sem faðir. Hann var ekkert hræddur um, að Sigríður sæi ekki um sinn hlut, hvað uppeldi og umhyggju snerti, og þá þyrfti ekki að efa, að Bjöm og Sigrún tækju vel á móti litlu barni. Þama kom það, sem Sigrún hafði talað um við hann, þegar hann kom fyrst að Mýri. Hann ætlaði aldrei að geta sofnað, en samt var hann kominn á fætur á undan hröfnunum. Þó að Þórarinn ætlaðist til að Sigríður héldi að sér hönd- um og kæmi honum ekki til hjálpar við útiverk, þá fór það á annan veg. Hún gerði það, sem henni sýndist, þegar hann var hvergi nærri og hló að honum, þegar hann fann að þessu við hana. Hann fann, að ekkert þýddi að ætla sér að breyta framferði hennar, en oft var hann áhyggjufullur og hugs- andi, þegar hann var að vitja um netin og hamaðist þá venju fremur, til þess að vera sem styst að heiman. Þó lag- aðist þetta, þegar hún tók að gildna í gerðum og henni fór að verða þyngra um hreyfingar, og þegar heyskapurinn hófst, var hún orðin varkárari í atferli sínu, svo Þórarni varð rórra. Annars bar nokkuð á smáduttlungum í henni um meðgöngutímann, og sökum þess að hann var slíku óvanur af henni, féll honum það miður, þar til Sigrún sagði honum einslega, að þetta fylgdi oft þessu tímabili hjá kon- um, og hann skyldi ekki kippa sér upp við það eða hlaupa eftir öllum hennar kenjum. Um hvítasunnuna fóru þau öll til kirkju að Æmesi, eins og venja þeirra var um stórhátíðir. Eftir messu fóru ungu hjónin í heimsókn til Sölva Dagssonar og voru þar í góðu yfirlæti fram undir kvöld, en eldri hjónin voru hjá skyld- fólki sínu á meðan. Þau höfðu ákveðið að hittast hjá kaup- félaginu á tilteknum tíma, en þegar til kom seinkaði Bimi og Sigrúnu, svo ungu hjónin fóru að skoða í búðarglugga á meðan þau biðu. Þórarinn tók eftir því, að roskin kona kom eftir götunni hinum megin, og virtist hún gefa þeim gætur í laumi. — Þekkir þú þessa konu þarna? sagði hann lágt. — Hún horfir svo mikið á okkur. Sigríður leit út undan sér yfir götuna. — Þetta er Guðrún, móðir Möggu. Það er langt síðan ég hef séð hana. Komdu með mér, ég ætla aðeins að tala við hana. Þau gengu yfir götuna í veg fyrir Guðrúnu og Sigríður heilsaði henni glaðlega, og kynnti Þórarinn fyrir henni. — Það em bara mörg ár, síðan ég hef séð þig, Guðrún mín, sagði hún brosandi. — Ég hef ekkert frétt af Möggu langa lengi. Hvað getur þú sagt mér af henni? Guðrún þagði stundarkom, og virti Sigrúnu fyrir sér. — Og þú spyrð eftir henni? Eg hélt nú samt, að þú hefðir haft frekar óþægileg kynni af henni. Það er nú svo sem ósköp lítið, sem ég get sagt þér. Hún hefur ekkert samband haft við okkur síðan hún fór að heiman, ekki svo mikið sem sent okkur kort á jólimum. En hún hefur víst eitthvað lagast, að því ég hef frétt. Hún var farin að vinna í ein- hverri fínni verslun í Reykjavík, og var í íbúð með konu, sem var allmiklu eldri en hún. Svo er mér sagt, að þær hafi farið til Danmerkur í fyrra en til hvers, veit ég ekki. Og meira get ég ekki sagt þér. — Ef þetta er sæmileg kona, sem hún er með, getur allt gengið vel, sagði Sigríður. — Einhvem veginn finnst mér alltaf, að Magga sé ekki slæm stelpa, þó hún lenti svona á glapstigum. Vonandi færðu einhvem tíma góðar fréttir af henni. — O, ég veit ekki, hvers biðja ber, svaraði Guðrún og varp öndinni mæðulega. — Ég fæ yfirleitt aldrei góðar fréttir, svo ég er hætt að búast við þeim. Það er éins og baslið skilji aldrei við mann. Krakkarnir em kannski sæmi- legir, meðan þeir eru litlir, en svo þegar þeir stækka er þetta kolbrjálað fólk, og gengur á manni eins og druslu. Magga var svo sem ekki slæm stelpa fram undir fermingu, en þegar hún fór að neyta áfengis og dandalast með strák- um, varð hún bókstaflega vitlaus. Ef til vill lagast hún, betur svo yrði, en ég geri mér engar gyllivonir um það. Best væri að fá aldrei neinar fréttir af henni. — Þetta máttu ekki segja, Guðrún mín, mælti Sigríður. — Magga er þó alltaf barnið þitt, og maður á alltaf að vona hið besta. — Vona?! greip Guðrún fram í fyrir henni. — Hvernig á maður að vona eitt eða annað, þegar maður þekkir ekkert annað en vonbrigði? Ég á engar vonir lengur, hvorki hvað Möggu við kemur eða öðru. Verið þið sæl. Hún hraðaði sér burt frá þeim, en ungu hjónin stóðu þögul og horfðu á eftir henni. Svo litu þau hvort á annað og héldu áfram göngu sinni. — Ég held, að ég hafi aldrei fyrirhitt nokkra manneskju, sem hefur borið vonleysið og mæðuna svo augljóslega í svip sínum og fasi, eins og þessi kona, sagði Þórarinn lágt og stundi við. — Teitur versnar víst alltaf, og nú eru þau komin í einhverja þá lélegustu kofakytru, sem hægt er að hugsa sér. Ég held, að hann vinni sáralítið, og það skilur enginn, hvaðan hann fær peninga fyrir öllu því áfengi, sem hann hellir í sig. — Og ég hef heyrt, að löggæslan þurfi oft að hafa af- skipti af krökkunum, hélt Sigríður áfram. — Það er ekki nema von, að aumingja Guðrún sé niðurdregin og armædd. Sjálfsagt hefur hún átt sínar björtu framtíðarvonir í æsku, og svo sígur allt á ógæfuhliðina fyrir henni. Nú þrælar hún nótt með degi, án þess að sjá nokkum árangur af striti sínu, og sér ekki nema svörtustu eymd framundan. — Það er hætta á, að fólk, sem svona er sokkið í von- leysi, nái sér aldrei upp úr eymdinni aftur, sagði Þórarinn. — Það verður smám saman viljalaust, vinnur verk sín vél- rænt, og reynir að loka sig inni í skel kæruleysis og ein- veru. Fólk eins og Guðrún, sem sjálfsagt er dugleg að vinna hjá öðrum, hættir að hugsa um nema hið allra nauðsyn- legasta heima hjá sér, ef einhverjir peningar eru til er þeim fleygt í krakkana, til þess að kaupa stundarfrið, og um- gengnin á heimilunum verður fyrir neðan allar hellur. Það 358 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.