Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 30
Látum svella vorn söng
um hin grænu skógargöng
— þar sem gleðin ríkir ein,
má jafnvel lífga kaldan stein!
Vorsins eilífa glóð
er oss borin í blóð
— stillum strengi, syngjum
vor sigurglöðu ljóð!
Fögnuð vekur vorið bjarta,
voldugt er þess söngvamál
— tónaldiður yl í sálu seiðir,
sumargyðjan faðminn breiðir,
heillar hug og sál.
Látum svella vorn söng,
hyllum sólskinsdægrin löng,
kneyfum vorsins gullna vín
á meðan vorsins röðull skín!
Lyftum huganum hátt
upp í heiðloftið blátt,
fögnum sól og sumri
við söng og hörpuslátt!
Unaðsdagur óðum líður.
Ómar kveðjulag um geim:
— Þökkum sól og söngvaheim!
Fögru fjöll — vér höldum heim!
Sigurður Ó. Pálsson skólastjóri, Eiðum, og velvild-
armaður þessa þáttar hefur vakið athygli mína á prent-
villum sem slæðst hafa inn í unglinga- og dægurlaga-
þátt júlíblaðs. í pisthnum um Vatnið, (ljóðabrotinu
eftir Nordalh Grieg) stendur: hvað mér heldur vöku
um nætur, — en á að vera: hvað mér veldur o. s. frv.
f Ijóðinu Santa Lucia eru þessar villur. Fyrsta ljóðhend-
ingin á að vera: Leiftrandi geislaglóð, en ekki flóð eins
og prentast hefur. Önnur vísan á að hefjast með orð-
unum: Létt svífur bátur minn, en ekki: hátt svífur o. s.
frv. Um annað sem Sigurður nefnir eru deildar mein-
ingar og hætti ég mér ekki út í þær umræður. En hon-
um eru þakkaðar ábendingarnar. Það er reynt að vanda
sig við prófarkirnar en alltaf er samt hinn argi prent-
villupúki að angra mann. Sennilega má fara að heim-
færa upp á mig orð Stephans G.: Það er grátlegt gáfna-
stig / að grána í prentverkinu.
En úr því vetur er genginn í garð, eftir yndislegt
sumar hér norðanlands, þá er ekki úr vegi að viðhafa
örlitla skautarómantík. Ég fullvissa lesendur um að oft
var gaman að sveifla skólasystrunum á skautum hér á
Pollinum í gamla daga, þótt að ég efist um að jafn mikil
rómantík hafi verið til staðar og neðangreint ljóð segir
frá. Ljóðið er eftir Ragnar Jóhannesson sem margan
bráðsmellinn söngtextann hefur gert. Og lagið kunna
allir: Ó, Jósep, Jósep.
SKAUTARÓMANTÍK
Ó, Siggi, Siggi, skrepptu með á skauta,
nú skín á svellin mánans föla sigð.
Mín freista töfrar hinna hálu brauta
og hug minn lokkar tjörnin silfurskyggð.
Hve ljúft er ei að líða yfir svelhn
leidd af þinni sterku vinarhönd,
studd af þínum stælta armi
og efldum, breiðum barmi.
— í bláum fjarska leiftra ljós á strönd.
Og úti’ á miðjum íssins silfurskildi
við eflaust hvílumst — bara litla stund.
Við erum tvö, og ó, hve þá ég vildi,
að utan um mig gripi vinarmund,
hvað meira gerist mun þig sjálfan gruna,
ó, minni gleði tæplega ég veld,
ég hlakka til og er svo kát, minn kæri,
í kvöld er skautafæri,
ó, Siggi, Siggi, komdu á skauta í kveld!
Kona nokkur hefur skrifað og beðið um Ijóðið Þrek
og tár eftir Guðmund skólaskáld („Viltu með mér vaka
er blómin sofa“ o. s. frv.). Ljóð þetta var birt í október-
blaði 1973.
Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja.
E. E.
----*--------------------——— -----*--------f
REYNIR HJARTARSON:
Peyst um Porrakveld
Brotnar hjarn og brestur svell,
brennur í lofti stjarna stök —
stirnir á auða vök.
Máninn skín um mel og fell,
það marrar í köldum klaka; —
í kvöld munu álfar vaka.
Ég ætla að vaka og vera til,
vökrum hleypa fimum fák, —
um freðna skák.
Heyri ég aðeins hófsins spil,
huga minn fangar staður, stund; —
nú stynur grund.
Við götuna slær hann gullinn eld
sem glitrar, titrar, flýgur, fer, —
og flýtir sér.
Fákur, ég þakka þetta kveld,
þú ert mér vinur, gleðigjafi; —
ég gref þér stafi.
4“——-----------------------------
354 Heima er bezt