Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 10
ánægju af að eiga mislitt fé, helst höttótt eða flekkótt og best að það væri ferhyrnt líka. Gráni var víst eina kindin sem fórst um vorið af þessum fjárhóp sem við vorum með. Útlitið var kuldalegt í Borgargerði. Fjallið allt hulið snjó eins og baldjökull, aðeins rautt fram með ánni neðst og ofurlítið upp með gilskorningum. Á þessa fjall- rinda slepptum við fénu. Veður var stillt og gott en mikið næturfrost. Sjáanlegt var að þarna höfðum við ekki haga nema stuttan tíma fyrir svona margar kindur. Mér er í minni fyrsta kvöldið sem við Kiddi vorum með féð í Borgargerði og við vorum búnir að sleppa því frameftir. Þegar við vorum búnir að borða úr mal- pokum okkar og jafna okkur eftir smalamennskuna og rekstur fjárins fórum við út á bæjarhólinn og settumst þar til að njóta lognværunnar í faðmi dalsins, þó úfið og óyndislegt væri að sjá hríðarstrenginn ið neðra til sveitarinnar. Héldum við að mönnum og málleysingj- um myndi þar illa líða. Þá komu þeir feðgar út Bjarni og Jóhannes og settust niður hjá okkur. Tókum við að skrafa saman um daginn og veginn, sjálfsagt aðallega um harðneskjuna í tíðinni og hið ömurlega útlit sem væri ef þessu héldi áfram. Þá tók ég tóbakspípuna mína upp, tróð í hana og fór að reykja í mestu makindum. Var þá nýfarinn að reykja, lærði það helst til snemma. Þá varð Bjarna gamla að orði: „Gefðu mér uppí mig kardus“. Ég hélt að hann kallaði mig kardus og ætti að vera sama og strákur og hann héldi að ég gæti gefið sér munntóbak, og sagði honum að ég ætti ekki til munn- tóbak. Það sagðist hann vel vita, en reyktóbak væri oft kallað kardus. Gaf ég honum þá vel uppí sig af reyk- tóbakinu, sem var vel þegið af gömlum tóbaksmanni, sem var búinn að vera lengi tóbakslaus, Iuktur inni í af- dal í harðindatíð, og átti engra kosta völ að ná því að sinni. í Borgargerðisfjallinu höfðum við kindurnar í þrjá sólarhringa. Þá daga var stillt veður þar fram, mikið næturfrost, klöknaði lítt eða ekki. Eilífir norðannæð- ingar niðri í sveitinni og skafrenningur á kvöldin og um nætur. Við Kiddi röltum innanum féð á daginn og litum eftir því. Það hélt sig fram með Norðuránni í neðstu kverkum fjallsins og allt fram undir Stóralæk. Þar fyrir framan tekur við afréttin og þar sást hvergi á dökkan díl, allt eintómur baldjökull yfir að líta. Heldur þótti okkur félögum dauflegt þarna fram í dalnum og tilbreytingarlítið. Datt okkur því í hug einn daginn sem við vorum að rölta við kindumar fram við Selgil í Borgargerðisfjallinu, að við skyldum vaða yfir Norðurána og fara heim að Fremri-Kotum, fá okkur kaffi og spjalla við fólkið. Þar var margt af ungu fólki og öldruðu og hið mesta gestrisnis- og greiðaheimili. Við klæddum okkur úr sokkunum og brutum upp buxnaskálmarnar og óðum yfir ána á stað sem okkur leist best að vaða. Yfir ána gekk okkur ágætlega því vatn var mjög lítið í henni í þessari kuldatíð. Á Fremri-Kotum var okkur ágætlega tekið, veittur inn besti beini, eins og því fólki var sérstaklega lagið að hlynna vel að öllum gestum sem að garði bar. Þar töfðum við góða stund úr deginum. Þegar við ætluð- um að fara að halda á braut, tókum við eftir því að ein heimasætan tók eitthvert hljóðskraf við móður sína, og urðum þess vissir að hún lagði það til að okkur yrði fylgt á hestum yfir ána. Var það víst mjög auðsótt og var Hjörtur, elsti sonur þeirra hjóna, látinn fylgja okkur yfir Norðurána á hestum. Þessa daga sem við vorum í Borgargerði, sem voru víst þrír eða fjórir, var kalt, sífelld frost og norðanátt, en kyrrt og úrkomulaust fram í dalnum. Ofurlítil rönd fram með ánni sem hægt var að beita á, hitt allt regin jökull. Einn daginn sáum við tvo menn ríðandi á ferð yfir á Ketilsstaðagrundum hinu megin ár. Við héldum ofan að ánni til móts við þá. Þar var kominn Sigurður Jóns- son, bóndi í Sólheimum við annan mann og voru þeir að huga að skepnum sem þeir áttu þarna framfrá. Sig- urður var með boð til okkar heiman að, að við skyld- um reka féð út fyrir ána og sleppa því yfir á Ketils- staðaheiðina og Silfrastaðafjallið. Þar var snjólaust að kalla. Daginn eftir smöluðum við fénu og rákum það út fyrir ána. Héldum við Kiddi svo áleiðis ofan í sveit- ina hver til síns heima. Ekki var ég búinn að vera nema stutt heima á Mikla- bæ, einn eða tvo daga, þegar boð komu frá Silfrastöð- um, að það yrði einhver að koma og vera í fyrirstöðu við féð því það leitaði mjög á að komast ofan í sveitina. Alltaf hélst sami kuldinn, sífelldir utannæðingar og frost og fönn yfir allt að kalla utan hæstu hæðir og þúfnakolla. Það varð úr að ég færi í Silfrastaði í fyrirstöðuna til að hafa eftirlit með skepnunum frá Miklabæ, sem í Silfrastaðaf jalli voru, bæði hross og fé. Þá bjuggu á Silfrastöðum Steingrímur Jónsson og Kristín Árnadóttir, húsfreyja. Jóhannes var sonur þeirra, nú bóndi á Silfrastöðum og hreppstjóri og odd- viti í Akrahreppi, (þegar þetta er skrifað, nú bvr þar annar). Annað fólk var þar, sem ég mann eftir: Magnús Jónasson frá Fremri-Kotum, vinnupiltur, Jón Jónasson, léttadrengur, nú bóndi á Mel hjá Reynistað, Jóhann Höskuldur Stefánsson, húsmaður og gekk á Bessakot veturinn áður til fjárgeymslu, ein vinnukona eða að nokkru leyti ráðskona, sem mig minnir að héti Kristín Kristjánsdóttir frá Ábæ, ein gömul kona sem Elín hét Eggertsdóttir, roskin húshjón, Helgi Árnason bróðir Kristínar húsfreyju og kona hans, Ingibjörg Andrés- dóttir. Á hverjum morgni var fé komið út á Bóluáreyrar af sveitafénu, sem sleppt hafði verið í Silfrastaðafjallið. Einlcanlega voru það fullorðnar ær frá Úlfsstöðum og Vöglum. Mitt fyrsta verk að morgninum var að snúa þessu fé við og reka það fram fyrir Silfrastaði. Við vorum venjulega tveir við það. Oftast var Magnús Jónasson með mér í öllum fjárgönguferðum eða þá Höskuldur Stefánsson. Eftir um daginn var svo æfin- lega farið fram að Kotagili. Við það vorum við líka venjulega tveir. Þá litum við eftir hrossum og sauðfé sem í fjallinu var. 334 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.