Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 26
Rauðir dúskar og korðaleikur (Sögukafli) Hann stendur við gluggann og horfir á hvítar snjó- flyksurnar falla á auða vorjörðina. Skelfing sem allt gat verið leiðinlegt þegar byrjaði að snjóa á þessum árstíma, — og það var nokkur tími liðinn frá sumardeginum fyrsta. Eiginlega hafði verið alauð jörð um langan tíma og gróður var farinn að taka verulega við sér. Og nú þurfti endilega að fara að snjóa! Ekki svo að skilja að hann væri á móti snjónum. Það gat verið býsna skemmtilegt í snjónum á vetrum, en nú var sumarið komið og það var lang skemmtilegasti árs- tíminn. Þá var hægt að gera svo margt gaman, fara í indíánaleik uppi á Klöppunum, og hellarnir í rafveitu- gilinu fyrir ofan bæinn voru sem kjörnir fyrir Villí- leik, — en Villí var myndasöguhetja í dönsku mynda- blaði sem margir strákar voru sérlega hrifnir af og þeir reyndu að apa sem mest eftir af svaðilförum þeim sem myndasagan sýndi. Já, það mátti nú segja það að allt væri drungalegt þennan vormorgun. Hvergi var strák að sjá, enda viðr- aði ekki vel til útileikja þessa stundina. Það jók á dapurleikann þegar hann tók eftir manni sem gekk þarna eftir götunni fyrir framan húsið með rottugildru í hendinni. Maður þessi var auðsjáanlega á leið niður á Hafsteinsbryggju til að drekkja rottum sem hann hafði veitt í gildruna um nóttina. Oft var sökkt rottugildrum við Hafsteinsbryggjuna, sem var bryggjustúfur framundan húsinu hans. Og það var segin saga að í hvert sinn sem sást til manns með rottugildru á leið fram á bryggjuna, þá var stráka- hópurinn kominn í humátt á eftir. Það vantaði svo sem ekki að fullorðna fólkið revndi að banna strákunum að elta mann með rottugildru, en hvorki skammir né bænir dugðu, það hafði svo undar- legt aðdráttarafl að sjá rottum drekkt. Það var svo grunnt í sjóinn við þessa bryggju að mjög auðvelt var að fylgjast með dauðastríði rottanna í gildrunni. Maðurinn sem nú var að ganga fram á bryggjuna þennan ömurlega vordag hefur þóst viss um að fáir eða engir strákar væru á ferli í þessu leiðinlega veðri. Hann ætlaði ekki að láta það koma fyrir aftur sem kom fyrir um daginn þegar hann skildi gildruna eftir frammi á bryggjusporðinum, af því hann þurfti skyndilega að bregða sér frá einhverra hluta vegna. Kaídur strákur laumaðist þá að gildrunni, kippti úr henni botninum svo að rottan — þetta líka stóra flykki — gat sloppið út. Auðvitað var hún elt með grjótkasti og fcrlegum ópum út um alla fjöru. Sumir strákarnir þóttust hafa hitt hana, en aðrir sögðu að hún hefði sloppið inn í holræsið sem lá fyrir ofan bryggjuna. Sennilegt er að svo hafi verið, því að rottan sást ekki meir. Úff! En hvað allt gat verið leiðinlegt þessa stundina. „Vorsnjórinn er laus í sér og hverfur vanalega fljótt,“ er allt í einu sagt fyrir aftan hann. Það var mamma hans sem talaði. Án efa hafði hún séð það á svip hans hvernig honum leið, því að ekki hafði hann mælt orð allan þann tíma sem hann stóð við gluggann og lét snjókomuna ergja sig., Hann lítur upp við þessi orð móður sinnar og geng- ur þegjandi að bókinni sem hann hafði verið að lesa í. Bókin hét „Dvergurinn Rauðgrani og brögð hans“. Auðvitað hafði mamma rétt fyrir sér eins og fyrri daginn. Það hætti að snjóa þegar leið á daginn og snjór- inn fór smám saman að hverfa — og jörðin beið rennvot komandi dags. Hann vaknaði snemma næsta morgun og þá var kom- ið skínandi sumarveður, glaða sólskin og dálítill hiti. Það var sportsokkaveður í dag. Hann flýtti sér að klæða sig og þaut út á götuna fyrir framan húsið, því að þaðan blasti Pollurinn við honum í allri sinni dýrð. Það var greinilegt að töluvert var um að vera úti á Pollinum þessa stundina. Við hafnarbryggjuna lá grænlandsfarið Gústav Holm og var sjóflugvél bundin niður með köðlum á afturþilfarinu. Og skammt þar frá lá danska herskipið Fylla, einnig við bryggju. Það var alltaf talinn töluverður viðburður í strákahópnum þegar þessi dönsku skip komu í heimsókn. Það skemmtilegasta var þó eftir. Hann gat ekki betur séð en það væri franska herskipið Pollux sem lægi þarna úti á legunni, skammt sunnan við Barkinn. En Barkurinn var seglskip sem lá á hvolfi þarna úti á Pollinum, örstutt frá landi. Barkurinn hafði legið þania frá því fyrst að hann fór að taka eftir umhverfinu í kringum sig. Afi besta vinar hans hafði sagt þeim sög- una af því þegar skipi þessu hvolfdi á Polhnum. 350 Heimci er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.