Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 4
EIRÍKUR EIRÍKSSON: „Ég lét þaé ég þurfti aé ;anga fyrir sem ?era fyrir aéra“ t Rœtt vih Qísla Þorsteinsson ocldvita Mibdalahrepps irr sinn mælti mektarbóndi svo í eyru greinar- i höfundar að það versta sem hann hefði fengist 1 við um dagana væri sveitarpóhtíkin, hún væri svo illvíg, allt að því mannskemmandi. Bóndi þessi er þó þekktur af margvíslegum félagsmálastörfum á öðrum sviðum. En það verður ekki sagt um Gísla Þorsteinsson bónda og oddvita í Geirshlíð (Þorgeirsstaðahlíð) að honum hafi leiðst sveitarpólitíkin eða að hann hafi hlotið álits- hnekk af. Hann er búinn að starfa 51 ár í hreppsnefnd Miðdalahrepps í Dölum og verið oddviti hennar í 42 ár. Á síðari árum hefur hann fengið svo að segja hvert einasta atkvæði við hreppsnefndarkosningarnar og er enn oddviti. Það má því heimfæra það upp á Gísla sem sagt var um Árna lögmann Oddsson, að menn vilja hafa hann á meðan hann er hestfær. Og sem þakklætis- vott fyrir langa og happadrjúga setu í hreppsnefndinni, kjöri hreppsnefnd Miðdalahrepps hann sem heiðurs- borgara hreppsins í júlí 1975 og hélt honum samsæti af því tilefni í félagsheimilinu á Nesodda. Þar voru mætt- ir velflestir hreppsbúar til að votta Gísla virðingu sína og þakklæti. Greinarhöfundi er ekki kunnugt um að nokkur einstaklingur á íslandi hafi unnið svona sam- fellt og lengi að sveitastjórnarmálum. Þcgar greinarhöfundur og Steindór frá Hlöðum tóku hús á dalamönnum í júníbyrjun í fyrra, ákváðu þeir að hafa tal af oddvitanum í Geirshlíð. Hann tók ljúfmann- lega á móti okkur og vísaði til stofu sinnar, þótt auð- sjáanlegt væri að við vorum að tefja hann frá einhverj- um störfum. Gísli bóndi Þorsteinsson virðist mér vera þéttvaxinn og hnellinn maður, og mér virtust augu hans lýsa því að inni fyrir byggi talsvert af glettni, sem og kom fram í samtalinu við okkur Steindór. Greinarhöfundur hélt í einfeldni sinni að maður með svona traust sveitarstjómarfylgi hlyti að styðjast við eitthvert pólitískt afl, einhvern stjórnmálaflokk. En Gísli bóndi var nú ekki aldeilis sama sinnis. Hann fræddi mig um það að lítið hefði hann komið ná- lægt landsmálapólitíkinni, eiginlega látið hana alveg hlutlausa. Og þótt sviptivindar hefðu myndast af henni allt í kringum hann, hefði henni aldrei verið hleypt inn í hreppsmál Miðdalahrepps. Þetta væxi friðsæl sveit, misferlismál óþekkt og aldrei komið upp neinar flækjur eins og heyrst hefði af í sumum öðrum sveitarfélögum. — Hvað veldur þá þessu trausta fylgi? — Ég gat aldrei neitað neinum um bón og útréttaði mikið fyrir aðra. Ég lét það ganga fyrir sem ég þurfti að gera fyrir aðra. Ég átti góða konu sem sá um bú- skapinn á meðan ég sinnti náunganum, sagði Gísli Þor- steinsson. Það sakar ekkert að geta þess að glettnin í augnsvip Gísla jókst þegar hann sá undrunina í svip spyrils yfir þessu svari hans. Og þá fékk greinarhöfundur að vita það að þeir mið- dælingar mátu meira mannkosti, dugnað og ráðdeild en fylgispekt við einhverja ákveðna stefnu. Væri vel ef þessi sjónarmið ríktu sem víðast. Gísli Þorsteinsson er fæddur á Ytri-Hrafnabjörgum í Hörðudalshreppi 6. ágúst 1896, og varð því átt- ræður í sumar. Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason og Finndís Finnsdóttir, búendur á Hrafnabjörgum. Þorsteinn lést þegar Gísli var sex ára og man hann því lítið eftir föður sínum. Finndís giftist öðru sinni, Hirti 328 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.