Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 7
form var sett á laggirnar og fram að þessu kjörtímabili. Fleiri störf sem jafnan hlaðast á forustumenn í héraði mætti og telja en verða þó ekki nefnd hér. Gísli Þorsteinsson í Geirshlíð er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Jósefsdóttir frá Fremri- Hrafnabjörgum. Þau Gísli giftu sig árið 1921. En vorið 1922, 27. apríl, lést Kristín. Hún var því stutt sam- búðin þeirra. 29. nóveinber 1924 kvæntist Gísh síðari konu sinni, Steinunni Guðmundsdóttur ljósmóður. Hún var fædd 8. dcsember 1895, en lést 10. janúar 1974. Þeirra sambúð var hin farsælasta í alla staði. Steinunn var alkunn gæða- manneskja sem alltaf þurfti að vera að hjálpa þar sem hún taldi hjálpar þörf. Jafnhliða erfiðu ljósmóður- starfi sá hún ekki eftir sér að liðsinna sjúkum, og dýr- in fóru heldur ekki varhluta af hjálparhendi hennar. Oft komust þau hjón í hann krappan á erfiðum líknar- ferðalögum hér fyrr á árum og kann Gísh sögur um það. Kunnugir hafa sagt greinarhöfundi að þessi hjón hafi verið fjarskalega samrýmd með hjálpsemina. Enda veittu sveitungar þeirra þeim heiðursviðurkenningu á silfurbrúðkaupsdegi þeirra og enn önnur á sextugs- afmæli Gísla. Á heiðursborgaraútnefninguna til Gísla var drepið í upphafi þessa pistils. Steinunn og Gísli eignuðust tvö börn: Guðmund, bónda í Geirshlíð II, f. 11. maí 1929. Hann Gísli Þorsteinsson og Steimmn Guðmundsdóttir. Ljósm.: Loftur. Guðmundur Gíslason Kristín Gísladóttir, bóndi, Geirshlíð II. húsfreyja, Reykjavík. er kvæntur Guðnýju Jónasdóttur frá Skörðum. Þau eiga þrjú uppkomin böm. Kristínu, f. 21. desember 1925, búsett í Reykjavík og gift Eiríki Lárussyni. Þau eiga tvo drengi. Auk þess ólu þau Steinunn og GísH upp þrjú upp- eldisbörn: Jón Ólafsson bónda á Dunkárbakka. Hann er kvænt- ur Ingu Þorsteinsdóttur og eiga þau tvö böm. Kristbjörgu Ólafsdóttur, búsettri í Reykjavík. Hún er gift Sigvalda Hjartarsyni og eiga þau þrjú börn. Jón og Kristbjörg era systkini, en móðir þeirra, Elísa- bet Guðjónsdóttir, lést frá þeim ungum. Þriðja fósturbarnið er svo Ómar Kristvinsson prent- ari í Reykjavík. Á heimili þeirra Steinunnar og Gísla dvaldi og móðir Steinunnar, Þorgerður Jónsdóttir, til andláts 1936. Sömuleiðis var Bergjón bróðir Þorgerðar heimilisfast- ur í Geirshlíð. Margt hefur breyst til hins betra í Miðdalahreppi frá því að GísH hóf fyrst afskipti af héraðsmálum. Sam- göngur hafa tekið algeram stakkaskiptum. Sama er að segja um aðrar framfarir. Gísli Þorsteinsson og sam- starfsmenn hans geta því Htið ánægðir yfir farinn veg. Og þótt allar þessar framfarir séu að sjálfsögðu ekki þeim einum að þakka, leikur ekki minnsti vafi á því að lóð þeirra seig í á metaskálum framfaranna. Því verður að vona að hagsæld miðdæUnga haldi áfram að aukast. Greinarhöfundur veit ekki hvað starfsþrek Gísla Þor- steinssonar endist lengi úr þessu. En hann á tvær óskir honum til handa. í fyrsta lagi að honum megi auðnast að lyfta fingri yfir hljómborð orgelsins til hinstu stund- ar. Ög í öðru lagi að honum takist að varðveita þá léttu kímni sem kom fram í viðskiptum hans við greinar- höfund. Hvorttveggja mun áreiðanlega veita honum mikinn sálarstyrk til hinstu stundar. Heima er bezt 331

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.