Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 14
að þau væru komin til íslands, er frá árinu 1264, og sú eina braglína, sem þar er tilfærð, er nefnd dans. Um það eru skýr dæmi, að enn um sinn var það föst regla að dansa eftir þeim, enda þótt hið fábrotna form þjóð- kvæðanna hefði þegar tekið nokkrum breytingum. Þessar breytingar voru fyrir þá sök gerðar, að ís- lenzkt brageyra var orðið svo vant skorðuðum háttum að það gat ekki sætt sig við neitt það, er svo var langt fyrir neðan þá sem þjóðkvæðahátturinn, að því er varð- aði rím og hrynjandi. Því var það, að enda þótt íslenzku skáldin létu sér þenna hátt lynda sem grundvöll, þótt- ust þau verða að umbæta hann til samræmis við sína eigin kröfuharðari hætti. Dæmi um þetta er það, að al- gengasti danski þjóðkvæðahátturinn, fjórar braglínur, er myndaður af tveim vísuhelmingum; í hvorum helm- ingnum eru fjögur áherzlu-atkvæði í fyrri línunni, og hún endar á einkvæðu orði, en í annari braglínu eru þrjú áherzlu-atkvæði og hún endar á tvíkvæðu orði. Aðeins önnur og fjórða braglína ríma saman, og ekki alltaf nákvæmlega. Þetta er sama vísuform og Coler- idge notar annað veifið í kvæði sínu, Rime of the Anci- ent Mariner, eins og hér: Day after day, day after day, We stuck, nor breath, nor motion, As idle as a painted ship Upon a painted ocean. Vísu af þessari gerð tóku íslenzku skáldin sem undir- stöðu, en þau gerðu á henni þær umbætur sem nú skal greina: 1. Braglínurnar voru gerðar reglubundnari með því að takmarka tölu áherzlulausra atkvæða. 2. Fullkomins ríms var krafist, og fyrsta og þriðja braglína voru látnar ríma saman, auk annarar og fjórðu braglínu. 3. Hljóðstafa, sem verið höfðu ófrávíkjanlcga sjálf- sagðir í íslenzkum Ijóðum, var einnig krafist hér og þeir settir í samræmi við strangar reglur, tveir (stuðl- amir) í fyrri línu hvers vísuhelmings og einn (höfuð- stafurinn) í fyrstu áherzlu síðari línunnar. Auk alls þessa, var hljóðlengdar, sem þegar hér var komið var horfin úr dönskunni, gætt jafn-stranglega og gert hafði verið í hinu eldra ljóðaformi. Við þessar formbreytingar var bætt enn einu sér- kenni hinnar fornu ljóðagerðar, en það var notkun hins auðuga skáldamáls. En skáldamálið mynduðu að nokkru leyti sérstök orð, notuð aðeins í skáldskap og nefnd heiti, cn þó á miklu víðtækara sviði gagnorðar líking- ar, ýmist eitt orð samsett, en samt langtum fremur tvö eða fleiri orð, er skýrðu eðli þess, er um var að ræða. Þessar líkingar, sem frá því um 1200 eða fyrr voru nefndar kenningar, voru stundum blátt áfram augljós samanburður, eins og sævarhestur eða ölduhaukur um skip, eða vopnahríð um orrustu, en smndum líka, með víðtækum fróðleik, dregið af goðafræði, munnmælum og rómantiskum sögum. Fullkominn skilningur á slíku var fyrir þá eina, er höfðu þekkingu til þess að vita hvaðan það var upp runnið. Af öllum góðum skáldum var til þess ætlast að þau gætu neytt skáldamálsins að vild og réttilega. Kunnátta í því var sjálfsagður þáttur í íslenzkri skáldskaparíþrótt. Má gera sér nokkra hug- mynd um það, hvað í þessu felst, þegar þess er gætt, að gullkenningar í hinum forna skáldskap eru yfir fimm hundruð og að þær greinast í tuttugu flokka, fjórtán þessara flokka grundvallaðir á einhverjum sagnafróð- leik eða einhverri goðsögn. Það skáldamál, sem með þessum hætti hafði verið skapað, var langt of gagnlegt til þess að láta það ónotað í hinum nýja skáldsltap. Sannleikurinn er sá, að því varð að halda fullkomlega til haga til þess að unnt væri að yrkja undir hinum dýru háttum rímnanna. Án þess hefði ekki verið gerlegt að finna alla þá hljóðstafi og öll þau rímorð (hendingar), sem á þurfti að halda við svo flókin verkefni. Þegar fram liðu stundir, notuðu skáldin þessi hjálpargögn iðulega á beinlínis vélrænan hátt, og stundum ranglega, en efnið sker venjulega úr um það, hvað við er átt. Ekki er það óalgengt að skáldið. afsaki ófullkomleika sinn á þessu sviði með því, að hann sé ófróður í Eddu. Einstakt, og sæmilega einfalt, dæmi gæti orðið til skilningsauka í þessu efni. Eitt skáldanna endar rímu þannig: Ég vil ekki nií í nótt neitt á sjóinn fara. Þriðja braglína erindisins endar á nótt og sú fjórða á fara. Fyrsta braglína verður því að enda á orði sem rímar við nótt, og til þess velur höfundurinn skálda- málsorðið drótt (fylgdarlið, hirð). Svo er það höfuð- stafurinn; hann er l, og höfundurinn velur skáldamáls- heitið lofðungur (konungur) og á því verður næsta lína að hef jast, en hún verður að enda á orði sem rímar við fara. Þrautin er leyst með sævarkenningunni þara lönd. Þannig er erindið fullkveðið, stuðlarnir eru l og n. Þá hljóðar það þannig: Látum alla lofðungs drótt löndin kanna þara, ég vil ekki nú í nótt neitt á sjóinn fara. Þetta kann erlendum manni að virðast býsna tilgert, en því fer fjarri að íslenzka skáldið eða áheyrendur hans finni í því nokkra tilgerð. Skáldamálið, með heit- um sínum og kenningum, er þeim jafn-eðlilegt sem dag- legt mál, og í öllum rímnaskáldskap er það sjálfsagt. Hið einfalda erindi í dönsku þjóðkvæðunum var ekki hið eina sem íslenzku skáldin tóku til umráða og endur- bættu. Afbrigði, sem til urðu fyrir hreina tilviljun, voru tekin til athugunar og urðu að nýjum fyrirmyndum. Aðrar gerðir, sem fyrir komu í þjóðkvæðunum, gegndu sama hlutverki, og innleiddar voru nýjar samfléttingar, og sífellt bættist við töluna og afbrigðin. Sökum þess, hve gögn skortir frá síðari hluta tólftu aldar og hinni þrettándu, er nú ekki unnt að rekja það stig af stigi, hvemig hin einfalda ríma jókst um margbreytileik, en 338 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.