Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 24
ÞAR LÁ FANNEY VIÐ BRYGGJU Eitt það minnisstæðasta frá sjóferðunum er ferðin til Seattle með Albert Ertisvog, þegar mótorbáturinn Fanney lá þar við bryggju, tilbúinn að sigla til ís- lands. Það var Albert, sem kannaðist strax við ís- lenzka flaggið. Við vorum búnir að lesa í blöðunum, að Island hefði látið smíða bát í Tacoma skipasmíða- stöð. Og þegar við vorum að sigla inn á höfnina í Seattle, sagði Albert við mig: „Sérðu, þarna er hún.“ „Hver þá?“ spyr ég. „Þekkirðu ekki flaggið þitt?“ spurði hann. Þá lá Fanney þar við bryggju. Og þá gerðist ég svo frekur að segja við skipstjórann: „Nú fer ég til íslendinganna og geri ekkert hér um borð í dag.“ „Ég lái þér það ekki,“ sagði hann. Og ég fór og gerði ekki neitt um borð á Cooperator 4. Mér var sama, þótt ég yrði rekinn fyrir. jMikið þótti mér vænt um að fá að tala við piltana, sem voru að ganga frá olíutunnum um borð. Svo spurði ég skipstjórann, hvort ég mætti hressa upp á mannskapinn með góðu viskíi um kvöldið. Hann sagði, að það væri allt í lagi, því að þeir mundu ekki sigla fyrr en eftir tvo daga. Annars væri hann búinn að segja piltunum, að það ætti að sigla næsta dag. Svo fór vélamaðurinn með mér að sækja hressinguna. Eg þurfti að spyrja margs að heiman, svo að við löbbuðum hægt og stoppuðum oft á leiðinni, því að margar voru knæp- urnar. Vorum við því orðnir góðglaðir, þegar við komum aftur um borð í Fanneyju. Svo kom Albert og stýrimaður hans og vélamaður. Albert þurfti að spyrja skipstjórann um ýmsa menn, sem hann hafði þekkt sem skipstjóra við íslandsstrendur. Ég var kosinn til að skenkja á glösin, en tók svo mikið sjálfur, að þetta fór í rugling. En allir voru kátir, og á leiðinni til Victoríu var ekki sofið. Ég var látinn stýra yfir flóann. En stýrimaður kom við og við til að athuga, hvort allt væri í lagi með mig og þá með hressingu í hvert sinn. Okkur var minnis- stæð þessi kynning við hinn ágæta skipstjóra á Fann- eyju, Ingvar Einarsson, og piltana hans. AFTUR VIÐ SMÍÐAR Haustið 1946 var ég búinn að fá nóg af sjóvolkinu frá borg til borgar og að fara úr rúminu í lestina til að landa ís eða ísa fisk í hráslaganum. Oft verkjaði mig illa í liðamót eftir þrældóminn nótt og dag. Mánaðarkaupið var af skornum skammti, enginn yfirtími. Annars voru fiskimenn ekki fátækir. Mciri Indíánaþorp við Þrælavatnirl. Prcmrmi með olíutunnum fremst á myndinni. hluti þeirra þénaði um 10000 dollara á vertíð. En við skipsmenn allir á sultarkaupi. Þess vegna fór ég fram á kauphækkun vorið 1947. Hækkaði kaupfélags- stjórinn þá kaupið orðalaust og með ánægju, því að ég ætti það meira en skilið. Fékk ég nú sama kaup og stýrimaður. En skipstj óri minn og stýrimaður voru eklti ánægðir með þessa kauphækkun mína. Þeim fannst það lækka sína tign. Bæði af þessu og öðru var ég glaður yfir að snúa mér aftur að smíð- um, sem ég hafði stundað síðan. Svo var ferðinni heitið til Edmonton í Alberta- fylki. Þar var ég ráðinn af Hudson Bay félaginu og sendur til bæjarins Waterways. Vann þar áður við að byggja saltnámu. Viðgerðir á skipaflota félagsins var næsta starf mitt. Þar voru gufuskip og mótor- skip, sem fluttu vörur til íshafsins og einnig farþega. Skipin, sem gengu niður fljótin frá Waterways, fóru þó aðeins norður Athabaskafljót og svo þvert yfir hið stóra Athabaskavatn. Þar tók við landspilda 2—3 mílur. Þar varð að flytja vörurnar með stórum vöru- bílum. Það kom líka fyrir, að skip voru flutt á þar til gerðum vögnum yfir á landið fyrir norðan foss- ana, sem krækja varð fyrir landveginn. STÓRU GUFUSKIPIN Víðs vegar niður með fljótunum voru Indíánar fengnir til að höggva við og saga í passlegar lengdir til að brenna í gufukötlunum. En á síðustu árum gufuskipanna var farið að brenna olíu. Kringum 1950 var hætt rekstri gufudallanna stóru, sem voru tvær hæðir með mörgum herbergjum. Það voru ró- legar og skemmtilegar ferðir alla leið til íshafsins á þessum skipum. Bara að sigla niður fljótið tók nærri hálfan mánuð. En svo komu flugvélarnar, og þessar 348 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.