Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 6
Við ferðafélagar urðum áþreifanlega varir við það að mikill áhugi er fyrir söng og músík í Dölum. T. d. komum við á heimili þar sem keypt var af htlum efn- um vandað hljóðfæri svo að börn húsráðenda gætu lært að spila eftir nótum. Trúverðugir sögðu okkur að víða þar á heimilum væru til hljóðfæri. Yfirleitt virtist svo að þeir dalamenn teldu þennan þátt menningarinnar alveg ómissandi. Gísli Þorsteinsson hóf búskap að Fremri-Hrafna- björgum árið 1921, en árið eftir, 1922, í Geirshlíð þar sem hann hefur búið síðan. Við komuna til Geirshlíð- ar var ekki björgulegt um að litast. Þar var varla til íbúðarfært hús eða griphelt, garðar fyrir fáeinar kind- ur og fjós fyrir þrjár kýr. Túnið var lítið og hey því aðallega fengin af útengi. Gísli byrjaði strax á því við komuna til Geirshlíðar að rista ofan af og slétta. En hægt gekk þessi handavinna. Búnaðarfélagið átti að vísu einhver hestverkfæri, en það gekk líka seint að vinna með þeim. Áfram var þó haldið að girða og slétta. Og nú segist Gísh vera búinn að taka upp allt túnið með nútímaverkfærum sem hann var að puða við að slétta með handverkfærunum hér áður fyrr. Verulegur ár- angur sást ekki í jarðabótunum fyrr en jarðýturnar og önnur stórvirk vélknúin jarðyrkjuverkfæri komu til sög- unnar. Túnin í Geirshlíð gefa af sér í dag upp undir 1500 hesta af töðu, og oftast hefur Gísli átt heyfyrn- ingar og oft hefur hann hjálpað öðrum með hey. Að- eins í eitt skipti hefur hann þurft að kaupa smágalta, það var harðindavorið 1949. Útihús byrjaði Gísli að byggja 1930 og svo áfram. Nú eru til hús yfir 350 fjár og 8 kýr. Engjaheyskapurinn hér fyrr á árum var erfiður. Engjarnar voru ekkert nema mýrarflóar sem þó náðu alveg heim að túni. Binda þurfti upp hverja sátu og bera upp í tóftir, hlaðan kom ekki fyrr en 1930. Þá var það ekki tekið út með sældinni að ná í byggingarefnið þegar Gísli hóf uppbyggingarstarfið í Geirshlíð. Sem- ent og timbur varð hann að fá frá Borgarnesi og var það tekið upp á Gunnarsstöðum og flutt þaðan á hestum til Geirshlíðar. í Búðardal var auðvitað verslað lílca, en Gísla þótti hagkvæmara að fá byggingarefnið eftir um- ræddri leið. Það segir sig sjálft að mikið af vinnuþreki Gísla hef- ur farið í sveitarstjórnarmálin. Einnig var hann for- maður Ræktunarsambandsins sem f fyrstunni náði yfir suðursýsluna: Hörðudalshrepp, Miðdalahrepp, Hauka- dalshrepp og Laxárdalshrepp. Gísli var 17 ár formaður Ræktunarsambandsins og það var mjög erilsamt starf og í mörgu að snúast. Þetta var á þeim árum þegar ræktun hófst fyrir alvöru með stórvirkum jarðvinnslutækjum. Sjálfur fékk Gísli fyrsta heimilistraktorinn sem kom í hreppinn, það var árið 1950. Okkur Steindór fýsir nú að fá einhverja vitneskju um hvort mannfólkinu hafi fækkað í hrepp Gísla. — Því hefur fækkað stórkostlcga. Það var á þriðja hundrað manns hérna þegar ég tók við, en núna hangir það í 170—172. Þó hafa bæir ekki farið í eyði nema smákot. Býli sveitarinnar eru nú aðeins þrem færri en flest hafa verið síðan ég tók við, cn unga fólkið hefur farið. Býlin þurfa bara þetta minni mannafla vegna véltækninnar. En nú virðist vera að koma nokkur fjölg- un aftur, því víða eru komin ung hjón. Ég vona að það fækld ekki mikið úr þessu. — Stendur byggðin föstum fótum? — Já, ég tel það alveg hiklaust. Hreppurinn er vel stæður og ég held að þetta séu ágætis jarðir í hreppn- um og mikið hefur verið ræktað. Auk þess hafa flestar jarðirnar hlunnindi af veiði í Miðá og Haukadalsá. Öll eru þessi veiðiréttindi leigð fyrir gott verð. Mér líst ágætlega á framtíð þessarar sveitar því að hún er blóm- leg og hér er velmegun. Þegar Gísli bóndi og oddviti er spurður að því hvert erfiðasta verkefni hans hafi verið sem oddvita, svarar hann því hiklaust að það hafi verið að ná samstöðu hreppsbúa um að hreppurinn stæði að sameiginlegum barna- og unglingaskóla að Laugum í Sælingsdal ásamt öðrum hreppsfélögum Dalasýslu. Skólinn að Laugum er stofnun sem dalamenn geta verið ánægðir með og forgöngumönnum til mikils sóma. Veigamestá verkefni hreppsnefndarinnar í krónum metið var aftur á móti bygging Fellsendaréttar sem er talsvert mannvirki. Á Gísla hafa hlaðist ýmis önnur störf en oddvitastarf- ið. Á formennskuna í Ræktunarsambandinu hefur ver- ið minnst. 1 sýslunefnd var hann eitt kjörtímabil og í skólanefnd barnaskólans í hreppnum lengi þar til Lauga- skóli tók að sér barnafræðsluna. I skólanefnd hins sameiginlega Laugaskóla var hann frá því að það skóla- Kristín Jósefsdóttir, fyrri kona Gisla Þorsteinssonar. 330 Hebna er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.