Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 9
réttarinnar og betri húshrossin, þar á meðal folöldin eða nú orðið veturgömul tryppi öll þau betri, en þau lakari voru skilin eftir heima. Eftir fyrstu sumarhelgina voru hey orðin lítil eftir handa sauðfénu, sjáanlegt var að það mundi endast illa handa öllu fénu ef vorið yrði kalt. Þá afréð faðir minn að láta reka yngri ærnar og gemlingana fram á Egils- dal. Þetta voru kindurnar sem ég hirti um veturinn. Kom nú vel að haldi hve þær voru vel aldar. Enda mest eftir af heyi hjá tvævetlunum og á þær heyleyfar helst að treysta handa eldri ánum sem eftir voru heima, því þeirra heyforði var orðinn ákaflega rýr. Við fórum þrír með féð fram í Egilsá — faðir minn, Þorlákur Thórarensen vinnumaður og ég. Mig minnir að kindurnar væru 96. Tæpar 70 sem ég hirti um vetur- inn og eitthvað 12 eða 13 tvævetlur sem voru í öðru húsi og með voru svo tekin fóðralömb — prestslömb — fram á bæjum á leiðinni. Við gistum á Egilsá nóttina eftir, faðir minn og ég, Þorlákur hélt heimleiðis um kvöldið. Kindunum var gefið hey um kvöldið og morg- uninn eftir. Svo voru þær reknar upp á Egilsdal og sleppt. Þá var veður sæmilegt en þó hálf kalt, en mað- ur hugði að vorið væri í nánd. Eftir það héldum við feðgar heirn. Búið var að sleppa þó nokkuð mörgu fé á Egilsdal neðan úr sveit fyrir alllöngu. Það voru gemlingar frá Stóru-Ökrum og Minni-Ókrum. Þegar liðnir voru nokkrir dagar, eitthvað þrír, fjórir, eftir að fénu var sleppt fram á Egilsdalinn, brast á stórhríð af norðri, sem stóð í sólarhring eða meir. Þegar rofaði til fórum við þrír frameftir að vitja um féð og jafnvel til að sækja það, ef okkur svo litist. Það voru Jóhannes Jónsson á Stóru-Ökrum, Jón Guðmundsson bóndi á Minni-Ökrum og ég. Við fórum af stað frá Miklabæ úr dagmálum og gcngum fram að Egilsá. Þar stönsuð- um við eitthvað töluvert. Héldum þaðan upp á hálsinn, upp frá bænum og svo ofan í dalinn. Færð var sæmileg nokkur snjór ið efra en minna er nær dró árgilinu. Féð var allt niður í árgilinu því þar hafði snjóinn lítt fest eða ekki. Virtist okkur því líða sæmilega, eftir ástæðum. Man ég að Jóhannesi varð að orði: „Ég sé það á ykkur að þið ætlið að láta féð kyrrt að þessu sinni, en óálitlegt er að hafa það hér í þessu tíðarfari sem nú er og væri mér næst skapi að fara heim með Akragemlingana ef eitthvert hey væri til að gefa þeim“. Það varð úr að við létum það ciga sig þarna enda vcður heldur batnandi í þann svipinn. Héldum við svo heim á leið og komum heim um náttmál. Þá var mjög harð- indalegt í Blönduhlíð og um allan Skagafjörð. Snjór yfir allt, aðeins sorfnir þúfnakollar uppúr fönninni. Flestir nær búnir mcð hcy og fáir aflögufærir. Man þó eftir tveimur bændum sem förguðu heyi, það voru Sig- urður Sigurðsson, bóndi á Víðivöllum og Stefán Sveins- son, bóndi á Uppsölum. Einnig var Pétur Andrésson, bóndi í Stokkhólma mjög gróinn í heyfyrningum og hjálpaði mörgum bæði austan Vatna og vestan. Eftir fáa daga var aftur lagt af stað til að vitja um féð sem framfrá var. Þá fórum við tveir frameftir Kristján Gíslason, vinnumaður frá Stóru-Ökrum og ég. Kiddi var tveimur árum eldri en ég. Við fórum heimanað síðla dags. Veður var bjart en uppgenginn þokubakki eða hríð til hafsins jafnt Tindastól. Við fór- um fram í Egilsá um kvöldið og litum upp á dalinn til kindanna, sem allar voru á Heimdalnum. Virtist okkur að þeim liði þá sæmilega. Eitthvað hafði roðnað þar framan um hlíðar, og sólin hafði skinið þann daginn. Þá nóttina á eftir gistum við Kiddi á Egilsá. Um kvöld- ið var alldrungalegt og hríðarlegt orðið að sjá ofan til héraðsins, dimmur þoku- eða hríðarmökkur inn með fjöllunum. Þegar við vöknuðum morguninn eftir var komin dimm norðanhríð og allhvasst. Hríðarstrenginn lagði neðan úr sveitinni og yfir Norðurárdalinn neðan- verðan og upp á Egilsdal. Sýndist okkur þá engin leið að hafa kindurnar lengur á Egilsdalnum. Fórum við um morguninn að smala dalinn. Við fengum Friðfinn bónda með okkur upp á dalinn. Gengum við svo allan Heimdalinn, fórum fram fyrir Þambaragil ið fremra og allt framundir Grjótá. Smalamennskan gekk vel þó á væri hríð og alldimm með köflum. Kindurnar sýndust vera sæmilega á sig komnar eftir þennan tíma á Egils- dalnum. Man að Friðfinnur sýndi okkur tvo svarthött- ótta gemlingaskekla sem þeir Borgargerðisfeðgar áttu og höfðu sleppt á Egilsdal snemma á Einmánuði. Þeir voru styggir og vel sprækir. Friðfinnur kvað það sanna þrautseigju Egilsdals ef hann gæti fóðrað slíka skekla í harðindatíð seinnipart vetrar og vors. Ég held að þeir höttóttu hafi lifað harðindin af. Þegar við komum að Egilsá með féð var enn lenju- hríð, en ekki hvasst, en hríðarstrengurinn stóð neðan meira upp á Egilsdalinn. Við beittum fénu heima á Egilsá meðan við átum dögurð, og fórum okkur að engu óðslega en vorum þó hálf ráðþrota hvað til bragðs við ættum að taka með kindurnar, sem voru eitthvað um 150 talsins. Þegar við vorum að ræða þetta um þverkné okkar, hvað upp skyldi taka, kom Bjarni bóndi í Borgargerði. Hann sagði að nú væri alveg blíðalogn í Borgargerði og þar hefði ekkert hríðað nú, algjörlega hefði skipt um veðurlag miðja vegu á milli bæja Borgar- gerðis og Egilsár. Það var Bjarna ráð mjög eindregið, að við færum með féð fram í Borgargerðisfjall og hefð- um það þar þangað til eitthvað skánaði tíðarfar svo hægt væri að sleppa því aftur á Egilsdal, áleit farsælla mundi að halda sér að þessum fjallkjálka en að setja það út yfir Norðurána í Silfrastaðaf jallið, sem okkur var nú mjög farið að detta í hug að gera, því þar tók alltaf strax upp snjóinn þó að hríðaði með köflum. Það varð að ráði fyrir okkur að við fórum eftir til- lögu Bjarna. Féð rákum við svo seinnipart dagsins fram í Borgargerði. Þá var kominn til samfylgdar við okkur Jóhannes Bjarnason frá Borgargerði sonur Bjarna gamla. Okkur gekk vel með kindurnar fram eftir, utan þess að einn gemling varð að bera lengst af. Það var grár gemlingur frá Stóru-Ökrum. Hann hafði haft vo- metu um veturinn og þess vegna þolað verr harðindin en hitt féð. Jóhann fékk ágirnd á honum og falaðist eftir að fá hann keyptan, bjóst við að hann mundi lifa á landgæðunum í Borgargerði. Hann hafði sérstaka Heima er bczt 333

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.