Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 32
þeytast út um allar jarðir. Eða er það ekki í lagi að við hjónin komum í sumar? — Heyrðu nú bara, Einar, sagði Þórarinn, og andlit hans ljómaði af gleði. — Þetta var einmitt það, sem við ætluð- um að minnast á, áður en við faerum í kvöld. Við höfum oft talað um þetta síðan við komum saman, en okkur fannst réttara að koma hingað suður fyrst, svo Sigríður fengi tæki- færi til að kynnast fleira fólki, því hún hefur lítið farið að heiman, til dæmis ekki komið til Reykjavíkur áður. Þið eruð vissulega velkomin til okkar, hjartanlega velkomin, hvenær sem er. Og þú skalt ábyggilega fá að kynnast Nes- firði, bæði í sveit og til sjávar. Það er engin hætta á, að þér leiðist, það get ég fullvissað þig um. — Nú það hefur þá verið sama hugsunin hjá okkur báð- um. Við hjónin vorum búin að tala mikið um að heimsækja ykkur, eftir að við fréttum um giftingu þína, en drógum það alltaf á langinn af ýmsum ástæðum. En nú skulum við koma og setja okkur hjá konunum. Eg bjóst reyndar aldrei við, að þú tækir tilboði mínu, svo það er reiðilaust af minni hálfu, þó þú tækir því ekki, þú ert orðinn svo þroskaður og sjálfstæður, að þú velur götur þínar sjálfur. Þið hafið næg- an tíma og verðið hér fram eftir kvöldi, því ég sé um ykkur til Reykjavíkur, þó áætlunarbílarnir verði hættir. Kannski þið viljið vera hér í nótt? — Það er nú ætlunin að fara heim á morgun, ef flogið verður. Við erum búin að vera lengur að heiman en við gerðum ráð fyrir, og nú fer aðal vertíðin að byrja hjá mér. Eins og hjá ykkur, þessum stóru, eru annirnar misjafnar hjá mér eftir árstímum, og með því að fullnýta það, sem ég reyti úr sjó, verður árangurinn býsna góður, þegar allt kemur til alls. — Eg efast ekki um, að þú kemst vel af, sagði Einar um leið og hann stóð upp, — en þetta sé ég nú allt í sumar. Við verðum að hittast oftar en hingað til, og ef þið eruð á ferðinni hér syðra, eigið þið að gista sem oftast hérna, því nóg er húsrými síðan við hjónin urðum bara tvö eftir í húsinu. Það var komið langt fram yfir miðnætti, þegar ungu hjón- in komu til hótels síns um nóttina. Kvöldið hjá Einari hafði verið hið ánægjulegasta, en nú var útlit fyrir að flugveður yrði að morgni, svo hvíldartíminn yrði stuttur að þessu sinni. Sigríður geispaði langan meðan hún afklæddist. — Ertu orðin þreytt, ástin mín? spurði Þórarinn meðan hann var að hengja föt sín upp. — Þreytt? Já, ég er sannarlega þreytt. Eg er margfalt þreyttari eftir þessa daga hér í Reykjavík, heldur en eftir jafnmarga daga í mestu önnunum heima. Eg skil ekkert í þessu. Ekki hefur erfiðinu verið fyrir að fara. — Hefur þér leiðst? — Nei, ekki hef ég nú fundið til þess. Mér hefur þótt sérstaklega gaman að leika við litla krílið, og ég hef séð margt nýstárlegt. En mér finnst loftið svo vont hérna, og ég held að allur hávaðinn eigi mjög illa við mig. Svo eru götur og gangstéttir ekki fyrir fætuma á mér, ég vendist kannski þessum hörðu brautum með tímanum. Og ekki fellur mér í geð að sjá aldrei neinar skepnur í kringum mig, það er ömurlegt. Ég verð vissulega fegin að koma heim aftur. — Sama segi ég. Við erum víst bæði svo heimakær, að á það er ekki bætandi, en samt ættum við að fara í smá ferðalag á hverju ári, til þess að verða ekki of hlédræg og innibyrgð, og fylgjast betur með, hvað gerist í kringum okkur. Ég er líka viss um, að foreldrar þínir verða fegnir að fá okkur heim. Á svona litlu heimili kemur alltaf svo mikil eyða, ef eitthvað af heimilisfólkinu er fjarverandi, og þeim þykir áreiðanlega jafn vænt um okkur bæði. Sigríður fór upp í rúmið og hallaði sér út af. —• Áttu eftir að gera eitthvað áður en við förum? —• Nei, ég hef lokið öllu. Við þurfum aðeins að skreppa og kveðja Lilju og krakkana, svo við förum tímanlega á fætur og setjum í töskumar. Ég var búinn að panta flug- farið í gær, og þá er ekki annað að gera en hringja og grennslast um brottfarartímann. — Og svo verðum við að hringja og láta pabba vita, hvenær við komum, svo hann geti sótt okkur, sagði Sigríð- ur. — Ég er viss um, að mamma og hann eru farin að undrast, hvað við erum búin að vera lengi að heiman. Það eru víst líka komnir þrír dagar fram yfir það, sem við gerð- um ráð fyrir, og það finnst þeim rmdarlegt. Þau eru sjálf svo reglusöm, að þeim finnst ólíklegt að nokkuð fari úr- skeiðis í svona ferðalögum. En hvað sem öllu líður, verður dásamlegt að koma heim. Sjötti kafli ÞAÐ FJÖLGAR Á MÝRI Það var eins og Björn og Sigrún heimtu ungu hjónin heim eftir langa fjarveru, en ekki tíu daga, svo innilegar voru móttökur þeirra. Margt þurfti að spjalla, og margs þurfti að spyrja, þegar þau komu heim að Mýri að áliðnum degi. Björn vildi fá sem gleggsta mynd af horfum á sölu hrossa til útlanda, og þótti vænt um, að Þórarinn skyldi hafa haft einurð í sér til að mæla gegn útflutningi graðhesta. Eins gladdist hann yfir því, að skýrslur sýndu, að sífellt fjölgaði þeim íslendingum, sem keyptu hesta sér til ánægju, og flestir þeirra vildu hafa hestana góða og vel tamda, því þar hlaut markaðurinn alltaf að verða bestur og stöðugastur, og alltaf fylgdi því nokkur söknuður að sjá á eftir þessum vinum sínum til útlanda, þótt yfirleitt biði þeirra þar gott atlæti. En það var ekki til setunnar boðið. Þórarinn rauk þegar í stað í að þrífa nokkur grásleppunet, fór með þau út að Æmesi og greiddi þau niður í bátinn. Allmargir voru þegar búnir að leggja fyrir rauðmaga, og höfðu orðið vel varir, svo nú hlaut grásleppan að vera að koma á grunnin. Hann kom ekki heim aftur fyrr en seint um kvöldið, og þá fyrst gaf hann sér tíma til að fara að Teigi og líta á hrossin, sem inni voru. Vitanlega fór Sigríður fyrst að stallinum hjá Blesu, sem kumraði vinalega á móti húsmóður sinni, og fékk strokur og kjass óspart í staðinn. — Alltaf tekur þú vel á móti mér, vinkona, sagði Sig- ríður, og klóraði hryssunni bak við eyrað. — Þú ert eins og þegar þú varst trippi með gælurnar, þó þú sért nú orðin fullorðin. Og myndarlegur er hann sonur þinn, kerli mín. Hann hefur blásið í sundur í vetur, og er næstum eins og fjögurra vetra hestur, þótt aldurinn sé ekki nema tveir vet- ur. Þú hefur auðvitað lítið hreyft þig, meðan ég var í burtu, en ég skal nú bæta úr því næstu daga, ef veðrið verður gott. Þórarinn hafði gengið milli hrossanna og skoðað holdafar þeirra, en staðnæmdist nú við öfluga stíu innst í húsinu. Þar var Sörli, sonur Blesu og Jarps. Hann hafði erft lit föðurins, var þó aðeins ljósari á belginn, en tagl og fax næstum hrafnsvart. Hann var, eins og Sigríður hafði sagt, mjög stór eftir aldri, enda hafði ekkert verið sparað við 356 Heit/ia er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.