Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 22
mm i FISKI- VEIÐAR AKYRRA HAFI ÆVIMINNINGAR GUÐJÓNS R. SIGURÐSSONAR 23. HLUTI MEÐ KÍNVERJUM Verk mitt gekk betur en ég hafði áætlað. Mig lang- aði heldur ekki til að vera lengi þarna og fékk svo hálfgerðar skammir fyrir að treina mér ekki verkið. Svo tók ég póstbátinn til baka til Port Alberni. Sigl- ing þangað tók um tvo tíma, að mig minnir. Þetta var lítill dekkbátur með há- og lágkojum, 12 kojum í allt, og var báturinn troðfullur af Kínverjum. Þeir voru allir smáir og væskilslegir eins og þeir hafa ver- ið flestir, sem ég hef séð. Það var nokkuð óslétt, og báturinn lét illa í sjó. Svo varð allur hópurinn sjó- veikur. Þeir í efri kojunum gubbuðu látlaust ofan á þá í neðri kojunum, og var gaman að sjá, hvernig þeir í neðri kojunum reyndu að halla sér frá, þegar gusurnar komu að ofan. En ef hægt var að stýra sér frá einni gusu, þá kom önnur hinu megin frá. Lyktin var óþolandi, svo að ég stóð úti, þótt ég yrði blautur. Ekkert rúm var til að hreyfa sig, því að þak var yfir kojunum með gluggum og risi. Þessir Kínverjar höfðu unnið við niðursuðuverk- smiðju. Það unnu Iíka margir Kínverjar við pappírs- verksmiðjuna, Port Mellan. Þar varð það slys, að Kínverji festist á handlegg í færibandi, sem flutti tréúrgang í hina stóru gufukatla, sem þurrkuðu pappírinn. Annar Kínverji hljóp að og hljóðaði til að vekja eftirtekt á því, sem gerzt hafði. Handlegg- urinn á Kínverjanum slitnaði alveg af og fór svo með ruslinu á beltinu, sem var nokkur hundruð metra langt. Verst var, að hvítir menn, sem unnu þarna, skildu ekki, hvað Kínverjinn var að segja. En sá, sem handlegginn missti, dó nær samstundis. Svo kom vorið, og þá var lagt af stað norður með Vancouvereyju. Ég var þá lánaður á Cooperator No. 3. Við vorum á leið til Winter Harbour. Þá var þar stór dráttarbátur með barkskip í eftirdragi, sem var fullt af furutrjám. Voru þeir í nauðum staddir, því að dráttartaug þeirra var föst í botni. Var það engin furða, því að mikill hluti dráttartaugarinnar var þungir járnhlekkir, sem höfðu festst milli kletta í botni. Það var býsna mikill sjór, og þessir menn báðu um aðstoð. Þeir komu vír um borð til okkar, en um leið og við gátum sett fast, slitnaði vírinn. Svo sendu þeir okkur langa leið eftir sterkum tog- vír. En á meðan tókst þeim að losa sig, svo að hjálp okkar varð til einskis. KLETTURINN SPRENGDUR NEÐAN FRÁ Svo man ég ekki eftir neinu sögulegu, sem gerðist þetta sumar. En um haustið fór ég að vinna í skipa- smíðastöð milljónamæringanna B. C. Packers. Það var gott að vinna þarna og lærdómsríkt. En ég fékk ekki að vera lengi á þurru landi, því að þá vantaði matsvein á bátskömm. Það var nú aumi dallurinn, en allt var sjómönnum boðlegt, því að stóru félögin áttu nær alla bátana. En við vorum til að byrja með á milli lands og eyjar og vorum sendir til að sækja fisk til norðausturenda Vancouvereyjar. Þá er farið eftir löngum mjóddum, sem eru mjög straumharðar. Var þetta til mikillar tafar, sérstaklega fyrir gufuskipin, sem gengu þessa leið til Prince Rupert. Það var búið að margreyna að sprengja kletta úr botni mjóddar, sem heitir Johnsons Strait. En svo varð það úr eftir margra ára tilraunir að vinna þetta eins og námu. Voru gerð göng, fyrst niður úr kletti, sem var aust- an megin, og síðan voru göng gerð undir klettinn um hálfa leið yfir álinn. Þar var komið fyrir hlassi úr járnbrautarvagni með T.N.T. sprengiefni undir klettinum, sem gerði mestu hringiðuna. Voru miklar bollaleggingar um, að svona voðasprenging gæti ef til vill opnað jörðina, og hvað mundi þá gerast? En svo kom sprengingin til framkvæmda. Er það sú 346 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.