Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 23
Skip sem bíður vorsins við upptök Mackenzie-fljóts við suðurenda Þrælavatns. mesta sprenging, sem sögur fara af. Er ólíkt að sigla þar um síðan. En þegar við fórum þarna í gegn, brakaði illa í hinum gamla bátskrokk, og mjög erfitt var að stýra. Hringiðurnar vildu snúa báttötrið í sundur, því að við vorum dálítið seinir, þótt meðfall væri. jMEÐ KOLKRABBA Á Laxinn, sem við fengum, var aðallega lax, sem veidd- ur var í nót við ármynnin. Það var ekki óalgengt, að uggar væru dottnir af sumum fiskunum eða að þeir væru með sár á þunnildum. En allt fór í niður- suðudósir. Margt fólk þekkir ekki eina laxategund frá annarri. Þessi tegund var Dog salmon. Við höfð- um víst nægan tíma, því að við stoppuðum hálfan dag við litla bryggju. Fóru tveir strákar á dýraveið- ar, en ég rakst hér á mann, sem ég þekkti frá Hud- son Bay-járnbrautinni og var giftur stúlku, sem var systir þeirrar, er ég hafði mestar mætur á forðum, er ég var á dýraveiðum. Kona þessi var nýbúin að lenda Bátar og gufuskip í eigu Hudson Co. í eldsvoða, en tókst að bjarga börnum sínum tveim- ur. Og þótt hún brenndist mikið, þá var hún svo glöð yfir að geta bjargað börnunum. O, hvað ég gat samglaðzt þessu fólki. Á suðurleið stoppuðum við þar sem japanskir fiskimenn höfðu nokkra útgerð. Þar var sjórinn svo tær, að maður sá til botns á 30 feta dýpi. Vélamaður okkar var Grikki og góður maður. „Hér er fiskur, sem ég ætla að veiða,“ segir hann og beitir krók á línu, sem hann rennir þarna við bryggjuna. Kol- krabbi tók beituna strax. En þegar Grikkinn ætlaði að draga kolkrabbann til sín, þá synti hann og náði taki á einum bryggjustaurnum. En Grikkinn beið, þar til krabbinn sleppti takinu, og síðan rykkti hann honum upp á bryggju. Skipstjórinn okkar var sænsk- ur karl, sem mér fannst meir líkjast bónda en sjó- manni. Hann varð vondur við Grikkjann og sagði: „Þú ætlar þó ekki að reyna að koma okkur til að éta þennan djöfuls fisk?“ Grikkinn sagði, að það væri varla til meira lostæti en kolkrabbi. En skip- stjórinn bölvaði Grikkjanum í sand og ösku. En Grikkinn matreiddi þetta, sem var mjög góður fisk- ur, það er að segja armarnir af honum. Við suðum annan fisk fyrir skipstjórann. Hann gat þó ekki stillt sig um að smakka á krabbanum og borðaði svo jafn- mikið og við hinir. Grikkinn var búinn að vera mat- reiðslumaður í mörg ár, þótt hann væri nú véla- maður. Hann ráðlagði mér eitt og annað. Nú heil- steikti ég lax með góðri fyllingu svipað og gert er með fugl, og Grikkinn setti líka hvítlauk í fiskinn. Þessi lauktegund er kölluð „garlic“ í Kanada. Var Grikkinn með skjóðu af þessu, eitt pund eða meira. „KASTAÐU HVÍTLAUKNUM í SJÓINN“ Svo er það einn daginn, að sænski skipstjórinn kom tottandi pípu sína og var mikið niðri fyrir. Ég spurði hann, hvers konar tóbak hann reykti, hvort það væri hey. Flann hélt nú annað. „En viltu gera mér greiða?“ spyr hann. „Ég er orðinn alveg dauðleiður á hvítlauknum, sem Grikk- inn lætur í allt, sem þú matreiðir. Blessaður, finndu nú laukinn og kastaðu honum í sjóinn.“ Ég sagði: „Verði þinn vilji,“ og svo varð. En Grikkinn varð veikur á sál og líkama út af því, að laukskjóðan hefði horfið. Mið-Evrópufólk notar þetta krydd mikið, og það leggur sterka lykt af því. En Grikkinn var okkur góður. Hann hirti ýmsa smá- fiska, ísaði í kassa og lét vin sinn í Victoríu hafa þetta. Grikkinn bauð mér heim til sín í Vancouver, og var það sérstaklega indæl kvöldstund. Það er gaman að kynnast fólki af sem flestu þjóðerni. Heima er bezt 347

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.