Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 16
Frá öndverðu var það svo, að rímriaskáldin sköpuðu ekki sjálf efnið í Ijóðum sínum. Það sem þau gerðu, var að endursegja í bundnu máli sögu, sem þegar var til í óbundnu máli, venjulega tilbúin eða rómantisk; hitt var miklu fátíðara að þau fjölluðu um sannsögulega at- burði eða sannsögulegar persónur. Til þessa lágu tvær ástæður. I fyrsta lagi sú, að þjóðkvæðin voru að jafnaði um rómantisk efni; sannsöguleg þjóðkvæði voru fá, og ekki á meðal hinna eldri. í öðru lagi var það, að þegar rímurnar komu til sögunnar, var það hvorttveggja, að lygisögurnar og þær rómantisku voru orðnar bæði margar og vinsælar. Persónurnar í þeim voru harla margbreytilegar, og svo voru einnig atburðirnir og sjónarsviðið, æfintýrin stórkostleg, viðureign við yfir- náttúrlegar verur, ofsafengin óargadýr og ramma drauga. Allt þetta gaf skáldskapnum mikið svigrúm og var ætlað eingöngu til skemmtunar. Þessi upphaflega hylli þeirra söguefna, sem gáfu hugmyndunum lausan tauminn, fram yfir hið hversdagslega, hætti aldrei að gnæfa yfir í síðari sögu rímnanna, enda þótt svið yrkis- efnanna verði stærra og margbreytilegra á seytjándu öld og síðar. Ef einkenna á þær með einhverju allsherj- ar-heiti, er þeim bezt lýst með því að nefna þær róman- tiskan skáldskap. Þegar undan er skilið auka-atriði, sem brátt mun nefnt, breyttust rímur lítið að ytri gerð allan þann tíma er þær voru ortar. Þegar skáldið hafði valið sér sögu eða frásagnarefni til þess að yrkja út af, byrjaði hann á sjálfri byrjuninni og tók að snúa efninu í ljóð, að jafnaði undir hinum forna og einfalda hætti er varð til upp úr þjóðkvæðunum. Eftir að vera kominn á hent- ugan stað í sögunni, lét hann fyrstu rímunni lokið. Svo tók hann fyrir næsta kaflann, hæfilegan í aðra rímu, og hélt áfram að yrkja, en venjulega undir öðr- um hætti. Um nóga hætti var að velja, og gat honum þá þótt viðeigandi, að hafa hverja rímu í flokknum und- ir nýjum hætti, þó að tíðkanlegast væri að hafa lokarím- una undir sama einfalda hættinum sem þá fyrstu. Enda þótt nýr háttur sýndi það fullgreinilega, að ný ríma var hafin, var það þó mjög tíðkanlegt að skáldið léti hér lokið rímunni, en önnur ný skyldi hefjast. Rímnabálk- urinn í heild nefndist flokkur, og á fyrri tímum er það sjaldan, að tala rímna í honum komist upp í tíu eða tólf, en eftir 1600 fer hún að komast upp í tutt- ugu, þrjátíu, eða fjörutíu, og í tveim tilfellum sextíu og áttatíu, en þetta eru undantekningar. (í fyrra til- fellinu eru aðeins tvær undir einum og sama hætti.) Erindatalan í rímu hneigist líka til hækkunar og fer að komast nokkuð yfir hundraðið, stöku sinnum upp undir tvö hundruð, og enda á þriðja hundrað (Níels skáldi). Þessar tölur sanna nokkuð um það, hve geysi- lega létt sumum skáldunum var um að yrkja rímur. I>að sem ekki all-Iítilli breytiþróun tók, var ckki rím- urnar sjálfar, heldur inngangscrindin framan við hverja rímu. Á elztu tímum rímnaskáldskaparins voru þessar innleiðslur venjulega stuttar, stundum ekki nema ein eða tvær línur og sjaldan meira en fimm eða sex erindi. Með almcnnum orðum cr þar iðulcga vikið að tilheyr- endunum, konum eða körlum, eða hvorumtveggja, en hitt er tíðara, að erindi þessi séu ávarp til ungrar konu, eða hrós ungrar konu, sem skáldið vill vingast við, eða dáir fyrir fegurð hennar eða aðra prýði. Fyrir þessa sök var tekið að nefna þessa inngangsþætti mansöngva, en það er fornt orð og táknar ástakvæði. Á elztu tím- um höfðu skáldin fullan skilning á merkingu orðsins og annaðhvort ortu samkvæmt þeim skilningi, eða létu þess getið, fyrir hverja sök þau annaðhvort gátu ekki eða vildu ekki yrkja eiginlegan mansöng, en kusu í þess stað að ræða önnur efni, sem annaðhvort voru þeim nákomnari eða hugleiknari. En þegar kemur fram á síðari hluta sextándu aldar, tekur upprunaleg merking orðsins að fyrnast, og án þess í minnsta máta að afsaka sig, fara skáldin að nota þessi erindi til þess að fjalla um hverskonar efni eftir því sem þeim bauð við að horfa. Afleiðingin af þessu varð eðlilega sú, að man- söngurinn og ríman, sem á eftir fylgdi, voru með öllu aðskilin, svo að ekkert tengdi þau saman annað en sam- eiginlegur háttur. Með þessu fylgdi tilhneiging til þess að lengja mansönginn, þangað til hann er að lokum orðinn eins langur eins og sumar rímurnar á eldri tím- um. Hann verður þannig sjálfstætt kvæði, í stað þess að vera formáli fyrir rímunni, eins og hann hafði upp- runalega verið. Enda þótt meginþorri mansöngvanna hafi lítið skáldskapargildi, er í sumum þeirra að finna einkar hugðnæm efni, og sumir standa þeir hátt á meðal þess sem mest er dáð í íslenzkum skáldskap. Framhald í næsta blaði. Haustið og skólarnir . .. Framhald af bls. 321. ---------------------------- í upphafi hinn svonefndi námsleiði, sem ekki má nefna sínu rétta nafni, en heitir á íslensku leti, en það er ekki nógu fínt á máli skólafræðinganna. En námsleiðanum fylgir að slegið verður slöku við námið, enda sannast sagna, að oft verður lítið að gera allan þenna tíma. Verk- efni, sem leysa mætti af hendi á nokkrum vikum, er treint yfir jafnmarga mánuði. Af þessu leiða lakari vinnubrögð, sem aftur segja til sín, þegar út í lífið kemur. Hitt er þó ef til vill enn hættulegra, að með þessu er stefnt að sundrungu í þjóðfélaginu. Námsfóllt- ið, sem er parrakað árum saman á skólabekk, firrist ósjálfrátt starfið og hinar starfandi stéttir, það skapar sína eigin stétt og eigin hugsanaheim, sem vér þegar sjáum ýmis merki til. Hinir, sem utan skólanna eru, fyllast smám saman úlfúð og jafnvel hatri á skólagöngu og menntun, og er þá sannarlega illa farið mcð þjóð vorri, ef skólarnir, sem hafa það hlutverk að mennta þjóðina og þroska hana, verða í augum almennings ein- hverskonar þjóðarplága, sem erfitt sé að rísa undir, og því best að losna við. Vér vonum að svo verði aldrei. En hin langa skólaseta og skólaskylda býður óhjákvæmi- lega hættunni heim, hvað sem verður. St. Std. 340 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.