Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 17
JÓNAS THORDARSON: Vestur-íslenzkur bændakiöféin á Birkinesi - pM það leyti, sem afmælishátíðahöldunum á Gimli í Manitoba var að ljúka sumarið 1975, andaðist þar í hárri elli einhver merkasti land- námsmaður þeirrar byggðar, Jón Björnsson Johnson, eða Jón á Birkinesi eins og landar hans nefndu hann á gamlan og góðan íslenzkan máta, en meðal alls almennings gekk hann undir nafninu J. B. Johnson, eða bara „J. B.“ og var mikil hlýja yfirleitt tengd þeirri nafngift. Hann andaðist á elliheimilinu BETEL 6. ágúst, 1975, rúmlega 89 ára gamall. Elcki get ég ímyndað mér annað en að hans muni ætíð getið sem eins hinna fremstu afreksmanna, sem þessa íslenzku nýlendu á strönd Winnipcgvatns byggðu allt frá landnámstíð og táknrænt, að saga hans var öll er öldin var liðin frá upphafi landnáms. Jón fæddist á Egilsstöðum í Vopnafirði 4. júlí, 1886, og voru foreldrar hans Björn Jónsson, fæddur í Teigi í Vopnafirði 17. febr. 1844, og kona hans Guðrún Grímsdóttir, fædd í Grímsey 15. okt., 1848. Foreldrar hennar hétu Grímur Grímsson og Sigríður Vigfúsdótt- ir, en foreldrar Björns voru Jón Björnsson og Guðný Stefánsdóttir, er bjuggu á Hraunfelli í Vopnafirði um miðja síðustu öld. Nokkru eftir fæðingu Jóns fluttu foreldrar hans í Hróaldsstaði í Vopnafirði og þaðan fluttu þau svo til Vesturheims árið 1892, þegar Jón er sex ára gamall. Þau gerðúst frumbýlingar á Mýrum í grennd við Gimli og bjuggu þar unz fjölskyldan flutti inn í Gimlibæ 16 árum síðar. Á þessu landnámsheimili ólst Jón upp ásamt systkinum sínum við almenn land- búnaðarstörf og jafnframt við fiskveiðar á Winnipeg- vatni, en það kom fljótt í ljós hjá honum að „hafið heill- aði“ hann, þ. e. hið mikla Winnipcgvatn, sem er eins og heilt úthaf yfir að sjá, að víðfeðmi og mikillcik. Strax tólf ára gamall fer hann að „gera út“ á netafiskirí á vatninu í félagi við annan mann. Veiddi hann nógan fisk fyrir sitt heimili og sjálfsagt mikið meira og upp frá því varð vatnið hans annar starfsvettvangur til ævi- loka. Hann er fimmtán ára þegar faðir hans deyr og verð- ur hann þá fyrirvinna á búi móður sinnar og systkina og stundar jöfnum höndum búskap og fiskveiðar. Alls er .talið að hann hafi verið við fiskiveiðar í 75 ár á 180 vertíðum. Ýmist gerði hann út einn síns hðs eða í félagi við aðra. Eins og áður sagði hóf hann útgerð 12 ára gamall, en síðast dró hann fisk úr vatni 1972, þá 86 ára og veiddi þá eins mikið og veiðileyfi hans sagði til um. Jón kvæntist 3. maí, 1913, Jósefbínu (Bínu) Jósefs- dóttur, f. 3. nóv., 1890. Foreldrar hennar voru Jósef Sigurðsson frá Dvergstöðum í Eyjafirði, f. 17. des., 1842, d. 26. febr., 1916 og kona hans Arnbjörg Jóns- dóttir frá Dagverðareyri, f. 11. apríl, 1851, d. 29. okt., 1934. Jón og Bína bjuggu fyrstu búskaparár sín á Gimli, en 1919 reistu þau bú á Birkinesi, norður af Gimli og bjuggu þar í 32 ár við mikla rausn og skörungsskap. Var gestrisni þeirra og hjálpsemi við almenning, ásamt mikilli þátttöku í öllum þeim málum sem til heilla horfðu fyrir héraðið, víðfræg þar um slóðir. Þarna ólu þau upp 9 mannvænleg börn sín og þar voru mæður þeirra beggja í skjóli þeirra síðustu æviár sín, en þær voru báðar annálaðar merkiskonur. Þar sem Jón var mikið við veiðar allan ársins hring, er augljóst að búskapurinn hvíldi að langmestu leyti á Bínu konu hans. Þau höfðu stórt nautgripabú á Birki- nesi og seldu mjólk í bæinn. Vinnufólk urðu þau að hafa við búskapinn og þurfti húsmóðirin að stjórna því þegar maður hennar var að heiman og hennar var einnig að sjá um uppeldi barnanna. Einnig kom til mikill gesta- gangur og öllum veittur bezti beini eins og tíðkaðist á góðbúum hér á landi. Hún tólc mikinn þátt í störfum kvenfélags og kirkju sinnar, eins og yfirleitt allar ís- lenzkar konur gerðu vestanhafs og síðast en ekki sízt sat í fyrirrúmi allskonar hjálpsemi við náungann. Störf Bínu voru því bæði mikil og margbreytileg, þau árin sem þau bjuggu á Birkinesi. Starf Jóns var fyrst og fremst á vatninu og á allri þcssari öld hafa sjálfsagt fáir verið því kunnugri, en hann. Hann þekkti út í æsar kosti þess og galla; töfra þess og duttlunga. Hann hafði víða um vatnið sett upp stöðvar, bæði til veiða og fiskimóttöku. Þessar stöðvar voru bæði nálægt byggðum og einnig lengst norður í Heima er bezt 341

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.