Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 15
annaðhvort laust fyrir eða laust eftir aldamótin 1400, eru afbrigðin af ferskeyttu erindi, skýrt aðgreind, orð- in átta, og tvö af þrískeyttu erindi, sem er algerlega ís- lenzkt að uppruna. Og svo mátti líka gefa hverju erindi ennþá meiri fjölbreytni með því að ríma upphaf hverr- ar braglínu, eða hafa rím í miðri línunni. Stöðugt var haldið áfram að mynda ný tilbrigði og nýja hætti allt fram á nítjándu öld, svo að í því eina riti, sem til hlítar hefir fjállað um þetta efni, eru taldir ekki færri en tutt- ugu-og-þrír sjálfstæðir hættir, en á hverjum þeirra má nær ótakmarkað fjölga tilbrigðum. Sérstök nöfn hafa verið gefin ekki aðeins meginhátt- unum heldur og mörgum afbrigðunum. Aðeins eins þessara háttanafna er getið á elzta tímabilinu, en frá því um það bil 1580 fara skáldin að hafa þann sið, að nefna háttinn, sem þau yrkja undir, og í skrá frá seytjándu öld, eru ekki færri en sjötíu-og-fimm hættir nafngreind- ir og hver þeirra sýndur með dæmi. Á nítjándu öld fer það að verða algengt að rita nafn háttarins við upphaf hverrar rímu. Allmiklu fyrir lok fjórtándu aldar var ríman tekin við af þjóðkvæðinu, því elzta dæmið, sem geymst hefir, er ritað í Flateyjarbók, handrit sem skráð var um 1380, og má vel vera að sú ríma (Ólafs ríma Haraldssonar) hafi verið ort tuttugu eða þrjátíu árum fyrir þann tíma. Vel má vera að það sé hrein tilviljun að engin önnur stök ríma hefir geymzt frá því tímaskeiði, en hitt er ljóst, að skáldin gerðu sér bráðlega grein fyrir því, að það sem þau höfðu ræktað upp úr þjóðkvæðunum, færði þeim nýtt tækifæri. Þau sáu að ekki þurfti endi- lega að segja í aðeins einni rímu það sem þau höfðu að segja, að alveg eins vel mætti halda sögunni áfram í fleiri rímum og að ekki þyrftu þær allar að vera undir einum og sama hættinum, að meira að segja mundi nokkur tilbreyting vera betri en tilbreytingarleysið. Á þennan hátt varð til ný bókmenntagrein, bókmennta- þáttur sem var og varð sérgrein íslands. Hvort sem ' skáldin gerðu sér það ljóst eða ekki, juku þau nú við íslenzkar bókmenntir því sem þær hafði áður skort, þ. c. a. s. langri ljóðsögu, sem um langan aldur hafði verið að finna í bókmenntum fornþjóðanna, og í ná- lægri tíð hafði líka þróazt í sumum grannlöndunum. Engil-saxnesku skáldin höfðu sýnt hvernig hin fornu stuðlaljóð gátu gegnt þessu hlutverki, en að þeirra dæmi hafði elcki verið farið í Noregi eða á Islandi. Á Frakklandi höfðu chansons de geste verið ortir svo að yfir flæddi frá tólftu öld og síðan; á Þýzkalandi var tekið að yrkja hin löngu söguljóð um innlend og erlend efni um sama leyti, og England átti þegar fjölda róman- tiskra ljóðsagna (bæði rímaðra og stuðlaðra), ortar frá Íiví seint á þrcttándu öld og út alla fjórtándu öldina. slendingar könnuðust vel við hina frakknesku chansons, því margir þeirra höfðu verið þýddir í Noregi frá því um 1225 og upp frá því. Svo er að sjá sem handritin hafi ekki borizt beint frá Frakklandi, heldur frá Eng- landi á Normannatímanum, og nokkur vitneskja um ensku ljóðsögurnar, er um sumt eru meir í ætt við rím- urnar, gæti auðveldlega hafa komið síðar. Sé það hrein samtilviljun, er það merkilegt að mið-ensku rómanarnir í stuðluðum ljóðum, koma skyndilega fram á sjónar- sviðið um miðja fjórtándu öld, og eiga í því sammerkt við rímurnar, að í þeim eru varðveitt rnörg skáldamáls- orð forn, og er ótrúlegur fjöldi þeirra af norrænum uppruna í þeim ljóðsögunum, sem til eru orðnar í hin- um norðlægari hluta landsins. Hugsanlegt er, að orðið ríma sé annar tengiliður milli þessara bókmennta tveggja þjóða. Ekki var það tekið eftir dönsku þjóð- kvæðunum, sem alla tíð nefndust viser. Fornfranska orðið rime er sjaldan, eða máske aldrei, haft í merking- unni vísnaflokkur, kvæði, en hafði þessa merkingu í miðensku þegar 1250, og þetta form og þessa merkingu er ekki að finna í neinni þeirri þjóðtungu sem líkleg er til að hafa haft áhrif á íslenzku. Með því að rímur eru sprottnar beint upp úr þjóð- kvæðunum, er það ekki efamál, að í öndverðu voru þær kveðnar (sungnar) með þjóðkvæðalögum, þótt vera megi að þeir, sem ekki höfðu rödd til þess að kveða, hafi einfaldlega lesið þær, eða þulið. Svo er að sjá sem dansinn hafi snemma verið lagður niður, en alla tíð síðan hefir það verið almenn venja að kveða rímur, og svo er gert allt til þessa dags. Með því að lögunum var eklti safnað fyrr en seint á nítjándu öld, er þess enginn kostur að segja, hve lengi sum þeirra kunna að hafa gengið frá einni kynslóð til annarar. Sérkenni er það, að hvort sem rímur eru kveðnar eða lesnar, er það tíðk- að að dvelja lengi á síðasta orði hvers erindis. Hinar elztu rímur stakar voru efalaust ekki nema meðallagi langar, eins og líka voru flest þjóðkvæðin. Fá hin elztu þjóðkvæðanna dönsku eru yfir fimmtíu ferskeytt erindi. Meðan rímur héldu áfram að vera fremur stuttar, er sennilegt að skáldið, sem orti þær, hafi sjálft kveðið þær eða þulið, eins og átti sér stað um þjóðkvæðin, og svo hafi þær verið lærðar utanbókar og fluttar á ný, án þess að vera færðar í letur. Þetta gat auðveldlega átt sér stað ef flokkurinn var ekki nema tvær eða þrjár rímur. En þegar flokkarnir fóru að verða lengri en þetta og taka yfir fimm eða sex, eða jafnvel tíu eða tólf rímur, og þannig ein fimm eða sex hundruð erindi, verða líkurnar fyrir aðeins munnlegri geyfnd minni og minni. Hversu mikið sem skáldið kann að hafa ort í einni lotu, er það nær einsætt, að þar kom að hann varð að skrifa upp það sem komið var, og að flokkurinn í heild sinni geymdist loks í handriti. í hin- um eldri rímum er þá staði að finna, sem sanna þetta, því þar er oft minnzt á skrifað mál og að skrifa. Af slíkum orðum má greinilega ráða það, að eitt eða fleiri eintök af rímunum (flokknum) sérstökum hafi verið gerð; er það merkilegt og hörmulegt að ekki eitt af þeim skuli hafa geymzt. Ef ekki hefðu svo margar þeirra verið teknar upp í þau sex miklu rímnasöfn, sem gerð voru á scxtándu öld og enn eru varðveitt, cða geymzt hafa í yngri handritum, mundu nú flestar þeirra rímna, scm ortar voru fyrir 1540, vera með öllu glataðar. Svo er fyrir að þakka, að þessar heimildir hafa varðveitt ekki færri en fimmtíu-og-sjö flokka frá þeim tíma, þó að ekki séu þeir allir heilir. Heima er bezt 339

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.