Heima er bezt - 01.10.1976, Blaðsíða 20
samfélags og að af honum fór mikið orð sökum mann-
kosta, dugnaðar og hjálpfýsi. Var hann bæði „þéttur
á velli og þéttur í lund“. Honum er svo lýst af Sigur-
björgu Stefánsson í bókinni „Gimli Saga“, er út kom
á Gimli 1975: „Hann er svo hæglátur í fasi og hlédræg-
ur, að við fyrstu kynni verður maður ekki var við hina
gífurlegu starfsorku, sem í þessum landnemasyni býr.
Vingjarnlegt bros hans og mild röddin,- sem aldrei
hækkar í orðaskiptum, lýsa að vísu mannúð hans og
góðvild en gefa enga vísbendingu um óhagganlegan
trúnað hans og fastmótaðar skoðanir við þann málstað,
er hann veitir fylgi sitt“.
Þegar Jón var ungur maður fór hann í ferðalag, sem
óvenjulegt þótti meðal ný-íslendinga í þann tíma. Land-
nemarnir eignuðust fljótt ágæta sleðahunda og hunda-
sleðarnir voru um árabil bestu farartæki, sem völ var á
til allra ferðalaga, sérstaklega um vatnið. Yngri menn-
irnir komust því fljótt upp á lagið með að velja góða
hunda og temja þá. Það hefur því fljótt farið orð af
góðum sleðahundum í Nýja-íslandi. Nágranni Jóns og
félagi, Sigurjón ísfeld, er sjálfur var góður veiðimaður
og átti gott hundakyn, var fenginn til þess árið 1914
ásamt Jóni og írskum manni, Jack Castleman að nafni,
að velja og temja 100 sleðahunda fyrir suðurheimskauts-
leiðangur Sir Ernest Shackleton, sem þá var í undir-
búningi. Þeir félagar völdu hundana og tömdu og fluttu
þá til Englands og afhentu þá Sir Ernest. Voru þeir svo
tíu daga í heimsborginni London í boði Sir Ernest
Shackletons, sem veitti þeim höfðinglega og leysti þá
út með gjöfum, m. a. gullúrum áletruðum af lávarð-
inum. Hann hafði einnig boðið þeim í vikuferð til
Belgíu, en þann dag er fara átti skall fyrri heimsstyrj-
öldin á og þeir félagar urðu að taka fyrstu ferð heim.
Sir Ernest mun hafa boðið Sigurjóni ísfeld að fara með
til Suðurheimskautsins til að sjá um hundana og hafði
Sigurjón leitað ráða konu sinnar. Hún sendi honum
stutt og laggott skeyti: „Komdu heim“. Það er svo af
hundunum að segja að þeir fórust allir nema 10 í leið-
angrinum og þeir sem af komust voru gefnir dýragarð-
inum í London.
Jón átti 3 systkini, en þau voru:
1. Stefanía, gift kanadiskum manni, Mr. Ritchie að
nafni.
2. Björn Johnson, er lengi stundaði fiskiveiðar með
Jóni bróður sínum. Han dó 1930 og hafði þá ánafnað
allar eigur sínar, um $ 18.000,00, til sjúkrahússbygging-
ar á Gimh. Sjúkrahúsið var byggt og tekið í notkun
1939. Það heitir Johnson Memorial Hospital, til minn-
ingar um gefandann Björn Johnson. Þetta er hin veg-
legasta bygging og hið fullkomnasta sjúkrahús.
3. Guðmundur Johnson (Mundi rakari). Hann var
mjög þekktur og vellátinn rakari í Winnipeg um lang-
an aldur, bæði meðal íslendinga sem og annara borgar-
búa (Mundis Barber Shop). Guðmundur var góður
söngmaður og var lengi í Karlakór íslendinga í Winni-
peg. Kona hans, Kristín Ketilsdóttir, Valgarðssonar á
Gimli var mjög fjölhæf listakona, bæði málari og mvnd-
Systkini og tengdafólk Johnsons-hjónanna: Aftari röð frá
vinstri: Kristín Johnson, Mundi Johnson, Björn Johnson,
Quðrún Árnason, Vilhjálmur Árnason, Anna Josephson,
John Josephson, Sigrún Gíslason, Óli Josephson. Fremri röð
frá vinstri: Sigmundur Josephson, Margaret Josephson, J. B.
Johnson, Jósefbína Johnson og Einar Páll Jónsson, ritstjóri
Lögbergs.
höggvari og framúrskarandi hannyrðakona. Einnig var
hún mjög góður ljósmyndari, svo orð fór af henni, nýt-
ur Gimli góðs af því nú, því hún gaf Minjasafni bæj-
arins allt safn sitt og er það mjög verðmætt fyrir bæ-
inn, því hún tólt mjög mikið af myndum á Gimli á
fyrri árum, þegar hún átti þar heima og eru miklar
fyrri tíma heimildir fólgnar í þessum myndum. Þá lék
hún sér að því oft á vetrum, er snjór var góður, að
móta í snjó allskonar kynjamyndir og undraheima, sem
vöktu mikla athygli. Hún notaði allar stundir, sem gáf-
ust til að sinna þessum margbrotnu hugðarefnum sínum.
Eins og áður getur eignuðust þau Jón og Jósefbína
9 börn, en þau eru:
1. Guðrún Arnbjörg, gift Laurence Stevens af ís-
lenzkum ættum, útgerðarmanni á Winnipegvatni. Þeg-
ar Jón fór að eldast og draga saman seglin tók Laur-
ence tengdasonur hans að mestu leyti við af honum og
hafa fiskiveiðar orðið hans aðalstarf. Guðrún og Laur-
ence Stevens hafa tekið upp merki gömlu hjónanna
og koma mjög við sögu í ýmsum félagsmálum Gimli
bæjar og heimili þeirra annálað fyrir gestrisni og mynd-
arbrag. Guðrún var Fjallkona íslendingadagsins 1963.
2. Júlíus Björn Johnson, flugforingi. Féll í Heims-
styrjöldinni 1942.
3. Sigmundur Joseph Johnson, aðstoðarbæjarstjóri í
Riverton, kona hans er Florence Johnson, íslenzkrar
ættar.
4. Pálína Hólmfríður, Mrs. G. F. Moore, Winnipeg.
5. Dr. Jóhann Vilhjálmur Johnson, dýralæknir í
Crystal Lake, III., Bandaríkjunum. Kona hans er Char-
lotte Harrison af skozkum ættum.
6. Helgi Óli Johnson, umsjónarmaður með fiskveið-
um Indíána, kvæntur Valerie Shirley Johnston frá
Winnipeg. Búa í Lockport, Man.
7. Lára Þórey, gift Dennis Edmond McCarty, flug-
virkja, Winnipeg.
8. Jóscfbína, gift Dr. Gordon Murray Cleghorn,
Winnipeg.
9. Anna Jónína, gift William Cordon Sylvester, flug-
foringja, Crystal Lake, III., Bandaríkjunum.
344 Heima er bezt