Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 8
mannverur. Stemmir það nokkuð við gamlar íslenzkar hugmyndir, sem segir huldufólkið vera „sálarlaust“. Hann getur þess einnig, að sumir náttúruandar gangist upp við lof eða dýrkun, og geti þá vikið góðu að mönnum í staðinn. Þannig má skýra þá dýrkun álfa og annarra land- vætta sem lengst af hefur viðgengist og enn eimir eftir af, jafnvel hér á landi. Kenningin um sjónhverfingar náttúruandanna skaut djúpum rótum í kristninni á miðöldum, sem útfærði hana á þann hátt, að þarna væru að verki illir andar, púkar eða jafnvel fjaldinn sjálfur. Eru þess ýmis dæmi hér á landi, að kirkjan leit huldufólkstrúna illu auga, eins og rit þeirra Páls í Selárdal og Guðmundar Einarssonar á Staðarstað sýna. (Character bestiae, 1674, og Hugrás). Gæti það verið skýr- ing þess hve lítið fer fyrir álfasögum í miðaldabókmenntum vorum, og virðist Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) hafa orðið einna fyrstur til að rjúfa það bann sem kirkjan hafði sveipað álfatrúna. LOKAORÐ Við höfum nú séð að ekki eru allir á einu máli varðandi huldufólk og tilveru þess, og þó einkum hvað snertir skýr- ingar á fyrirbærinu. % Nýalssinnar telja sig standa á grunni náttúrufræðilegrar þekkingar í skýringum sínum, og eyða oft miklu rúmi í eðlisfræðilegar eða stjörnufræðilegar útlistanir, en gera þó jafnframt ráð fyrir „lífgeislum“, sem hafa mér vitanlega ekki verið staðfestir af vísindum. Ingvar segist telja það „nær óhugsandi“ frá náttúrufræðilegu sjónarmiði „að huldufólk lifi í klettum og hólum og að það stundi ýmiss konar búsýslu mitt á meðal okkar mannanna.“ Auðvitað er það rétt hjá honum, að miðað við núverandi þekkingu í náttúrufræðum, er þetta óhugsandi. En þá má aftur spyrja; Hvað nær núverandi þekking okkar langt?, eða hve mikill hluti af heiminum og lögmálum hans er enn lítt eða ekki þekktur? Þeir sem lengst hafa komist í könnun efnisheimsins varast yfirleitt fullyrðingar um þessi efni, slá sjaldan neinu föstu en útiloka heldur ekki neinar hug- myndir. Fyrsta boðorð vísindanna er að hafa það heldur er sannara reynist, jafnvel þótt ágætum skýringum verði að kasta í glatkistuna. Ekki sé ég heldur, að það sé neitt sennilegra frá náttúru- fræðilegu sjónarmiði, að fólk á öðrum hnöttum geti „lík- amnast“ hér á jörð, eins og Ingvar virðist gera ráð fyrir, heldur en að fólk búi inni í klettum. Skýringar Nýalssinna, eru vissulega allrar athygli verðar og virðast stemma vel við mörg fyrirbæri af þessu tagi, þó frá því séu margar undantekningar. Þær geta því ekki talist algildar og byggjast ekki heldur á viðurkenndum náttúru- lögmálum, er vísindin þekkja. ,,Karlinn“ og ,,Kerlingin“ innarlega í Fnjóskadal, nœrri Reykja- seli, eru keimlík þeim klettum, sem nefndir eru ,,álfakirkjur“. Mynd: ÓHT. • Kenning dulspekinga, sem hér var reynt að lýsa, er yfirgripsmeiri og virðist fljótt á litið geta rúmað eða skýrt öll svokölluð dulræn fyrirbæri, þar á meðal huldufólkið og hinarýmsu gerðir af álfum, dvergum o.s.frv. Hún gerir ekki neina kröfu til að vera í samræmi við hina þekktu heims- mynd nútíma vísinda, og er það bæði kostur og galli, eftir því hvernig á málin er litið. Rótgrónum „efnishyggju- mönnum“ kann að finnast slíkar skýringar næsta haldlitlar, en þeim sem nálgast viðfangsefnið með opnum huga, óbundnir af þeim skoðunum, sem okkur nútímafólki hafa verið innrættar, getur hún orðið nothæft leiðarhnoða. • í rauninni hafa þessar tvær kenningar eða skýringartil- raunar þó vissa sameiginlega drætti, sem sé þá, að báðar gera þœr ráð fyrir að huldufólks fyrirbcerin byggist á innsýn í aðra heima, þar sem lifað er mannlífi ekki ósvipuðu okkar eigin lífi og starfað á svipaðan hátt. Hvort þessi „annar heirnur" er á öðrum hnetti í hinum þekkta alheimi störnufræðinnar, og hlítir þekktum eðlislögmálum, (eins og Nýalssinnar segja,) eða hann er hér allt í kringum okkur og tilheyrir óþekktum eðlislögmálum, skiptir máske ekki neinu höfuðmáli, þegar allt kemur til alls. • Að lokum vil ég láta þá ósk í ljósi, að fleiri leggi orð í belg í þeirri umræðu, um huldufólk og önnur dulræn fyr- irbæri, sem farin er af stað í HEB. Einkum væri akkur í því að fá pistla frá þeim sem einhverja eigin reynslu hafa í þessu efni, og hafa jafnframt reynt að skýra þau fyrir sér á einhvern hátt. Helztu heimildir: Eiríkur Sigurðsson: Skyggna konan I. Reykjavík 1960. Hafsteinn Björnsson: Sögur úr safni Hafsteins miðils. Hafn- arf. 1972. Ingvar Agnarsson: Huldufólkið og bústaðir þess, I-II. HEB, 34(6-7): 209-213. 1984. Kristmann Guðmundsson: ísold hin svarta. Saga skálds. Rvík 1959. Leadbeater, C.W.: Æðri heimar I. Geðheimar. Þýtt hefur Sig. Kristófer Pétursson. 2. útgáfa., 1975. Lýður Björnsson: Kennimark Kölska. Rvík 1976. Þjóðsögur Jóns Árnasonar, 3. útg., Rvík. 1961. Þorbjörn Ásgeirsson: Blikið. HEB, 34(5): 154-156. 1984. 328 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.