Heima er bezt - 01.11.1984, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.11.1984, Qupperneq 10
ARNGRÍMUR SIGURÐSSON: KELTNESKT TÍMATAL Helstu dagsetningar Keltneska árið byrjaði 1. nóvember. Þetta upphaf nefndist Samhain eða Samain. Þá var öllum hindrunum milli manns og hins yfirnáttúrulega svipt burt. í Skotlandi varð þessi dagur síðar 11. nóvember. Fyrsti mánuður vetrarins nefndist Samon. Hinn 1. febrúar (síðar 2. febr.) nefndist Imbolc. Þessi tímamót voru einkum bundin frjósemidýrkun. Þá hófst vorið. í kristni var þessi hátíðisdagur kenndur við heilaga Birgittu (St. Brigid). Fyrsti mánuður sumarsins nefndist Giamon. Hann hófst 1. maí og var hátíðlega haldinn. Hátíðin nefndist Beltine eða Beltaine (síðar 15. maí). Þessi tímamót voru hátíð bjartsýninnar en um leið voru þau helguð frjósemi og hækkandi sól. Bál voru kveikt og á milli þeirra voru reknir nautgripir til að vernda þá fyrir sjúkdóm- um, en fólk dansaði sólarsinnis eða réttsælis í kringum eldana. Þessum athöfnum var stýrt af drúídum (Keltaprestum). Hinn 1. ágúst (hélst óbreyttur) nefndist Lugnasadh. Þessi hátíð var helguð keltneska guðinum Lugus, Lugh á írsku. Nafn hans kemur nú einungis fram í örnefnum eins og Lyons, Leyden, Lug(U)dunum sem síðar varð að London, og Luguvallium sem nú heitir Carlisle. Eitt af viðurnefnum Lughs var hinn fjölleikni enda gat hann brugðið ýmsu fyrir sig. Lugh minnir óneitanlega á ásinn Loka. 0 Af ofangreindum dagsetningum sést að þessar fornu hátíðir Kelta tóku lítio mið af tímatali sem byggist á sólstöðum og jafn- dægrum vorra tíma. 330 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.