Heima er bezt - 01.11.1984, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.11.1984, Qupperneq 14
^ETOIR Yrá/VRT/\RSON, Brá\öW\inv. ,Hestanör\om\/\rár mrrár o^ráupu sem s\\kir Hann er lágur vexti, grannur, og svo undra snar í hreyfingum að hver unglingur mætti vera hreykinn af, hann er ekki nema 75 ára „ungur“, gamall á ekki við um þennan mann. Við höfðum mælt okkur mót heima hjá honum fyrsta sunnudagsmorgun á nýju ári, hann var uppábúinn og greinilega löngu , vaknaður, bauð uppá whisky, sem ég að vísu gaf frá mér vegna fararskjótans sem ég notaði, en ég veit að ég á whiskyið inni, kannske ekki þennan fleyg, en Alli á eftir að eignast annan ef þessi þornar upp. En nú er komið að því að kynnast manninum og lífshlaupi hans. Gefum Alfreð orðið: „Ég er fæddur á Stórhól í Víðidal árið 1909, en þriggja ára fer ég svo til Blönduóss með foreldrum mínum Arnljóti Guðmundssyni og Jóhönnu Jónsdóttur og er þar til 14 ára aldurs, auðvitað í sveit á sumrum, en við vorum alin upp við vinnu systkinin. Á þeim tíma var ekki spurt um annað en hvað maður gat puðað og ef vel gekk hafði maður í sig og á, og mitt fólk þekkti skort, því var puðað eins og hægt var og helst aðeins meir. Svo fer ég að heiman 14 ára, fram í Langadal til Árna á Mið-Gili og er þar fjögur ár, svo lá leiðin í Geitaskarð, Engihlíð og Björnólfsstaði, síðan norður yfir heiðar og til Akureyrar 1937. Hestamennska mín hefst með beinbroti, og síðan hefur hún verið vörðuð beinbrotum, líklega 5 eða 6 og sumum slæmum. Það fyrsta kom fyrir er ég var fjögurra ára á leirljósum akhesti, jafnvægið var víst ekki beysið, ég féll af og handleggsbrotnaði. Ég held að öll hin síðari hafi slysin nú gerst á meiri ferð heldur en var á Lýsingi gamla. Næsta afrek mitt á hestbaki varð nú ekki að slysi en litlu munaði, en þá var ég sendur í sveit í Refsteinsstaði og fór með vorlest Vestur-Húnvetninga frá Blönduósi, og man ég engan úr þeirri ferð nema Jón í Gröf, föður Bjarna úrsmiðs. Þeir settu mig á einhverja meri og fannst nú öruggara að binda mig, bundu svo upp á merinni og öllum klyfjaklárunum og ráku af stað. Allt gekk nú vel af stað, eða þar til karlarnir gerðust þorstlátir og fóru að staupa sig og syngja, og hrossin stoppuðu og fóru að nasla. Þá kastar merin sér niður og fer að velta sér, og heyrðist nú heldur hressilega í mér, svo karlarnir tóku við sér og ekki varð af slys. Fyrsta hestinn keypti ég svo af Árna á Miðgili, þá var ég fimmtán ára og vann fyrir honum á annað ár. Þetta var ágætur taminn hestur og þótti lítil fyrirhyggja af bláfátækum unglingi, en hver spyr um slíkt ef löngun til hestsins er nógu sterk, og þennan hest átti ég alla hans tíð. Ég get sagt þér, að síðan ég var unglingurinn þarna fyrir vestan, þá hef ég alltaf verið heldur drjúgur af því að vera Húnvetningur, og met þá ekki minna en aðra menn, Húnvetninga. Já, svo eignast ég Geisla, hann var í tamningu hjá Sveini Kristóferssyni, kunnum tamningamanni og gæðakalli, hann hafði verið tæpur með hey þetta vor og folinn heldur rýr, og Sveinn hittir mig á Ósnum og segir við mig, að ég skuli kaupa þennan hest og gefa honum vel og þá verði ég ekki gangandi, en hestinn átti Skarphéðinn frá Lækjardal. Ég var nú ekki í kaupahugleiðingum þarna, en Sveinn kveikti svo í mér, að ég fékk í skyndingu loforð fyrir fóðri hjá húsbændum mínum og keypti síðan hestinn á 250 krónur, en þetta er árið 1936 og meðalverð á hestum hefur þá verið um 150 krónur. Ég snara mér út í kaupfélag og fæ peningana þar og borga kallinum í hvelli, hann verður geysilega hrifinn, hefur vafalaust ekki átt von á peningum svona strax, en þegar ég er að fara frá honum þá hóar hann í mig og segir að hann sé nýjárnaður og hann eigi skeifurnar. Ég hef nú aldrei vitað það fyrr að skeifurnar væru sérreiknaðar, en ég fer ofan í vasa minn og rétti honum 10 krónur, og það eru dýrustu skeifur sem ég hef haft undir nokkrum hesti. 334 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.