Heima er bezt - 01.11.1984, Page 15

Heima er bezt - 01.11.1984, Page 15
Mtteð Affnl\6\ssow segff irá saraskiptum sraura v\ö meuu o^Vvesta, ra.a. fptutíu áraVraapaferW sraura Já Geisli minn var mér slíkur gripur að hans skarð verður aldrei fyllt, hann var minn sálarplástur og vinur. Minn kappreiðaferill hófst á Geisla, það var á Þveráreyrum 1943, hafði þá aldrei hleypt honum fyrr, en þá sigraði Gráskjóni Magnúsar á Grund, en ég varð í öðru sæti. Ég hleypti honum aldrei aftur á kappreiðum, en hann hljóp nú oft léttann samt. Ég reið eitt sinn rosalega á Geisla, en þá riðum við Gestur í Gerðum og Ingólfur í Stóradal fram Jórunnarstaði og eitthvað var nú verið að sulla með landa, en ég drakk þó ekkert. Fljótt gekk þó drykkurinn til þurrðar, en þeir vissu þá af landa í Vatnsenda. Ég reið fram eftir meiru og Frímann á Arnarstöðum var þá kominn í hópinn, en þegar á að fara að tygja sig til heimferðar vill Frímann endilega að ég prufi rauðan fola sem hann á, og ég slæ til og fer á folann, og voru hans reiðtygi á hestinum. Ég fer á bak, en þegar ég er kominn með fótinn yfir hann, og áður en ég kemst í ístaðið tekur folinn blindstökk og dregur ekki af, ég tek á móti skratta og þá hrökkva sviftin á beislinu sundur og beislið dettur af honum, og þá dró hann nú ekki af sér. Þarna var allt i grjóti og ekki vænlegt að henda sér af, ég enda ekki gefin fyrir svoleiðis reiðmennsku. Sneiðingur var upp í hólinn og hann rýkur þar upp, þangað til hann er kominn alla leið en þá vinkilbeygir hann og niður. Þá fer haus yfir rass og við veltum , niður brekkuna, en þegar ég kem löppunum undir mig þá kemur djöfuls fólið og ætlar að krafsa mig. Ég var með svipu í hendinni og heilsaði honum snarlega, en þegar ég get nú áttað mig betur sé ég svo ekki fer milli mála, að höndin er þverbrotin og liggur út á hlið. Ég fer til þeirra félaga og bið Gest að leggja á Geisla og styðja við hann meðan ég fari á bak, og síðan var riðið til Akureyrar og ég var tvo og hálfan tíma þessa leið. Efa ég að þeir hestar hafi verið í Eyjafirði þá sem hefðu fylgt Geisla þennan sprett, þótt lausir hlypu. Ég fór síðan til Jóns Geirssonar læknis, hann lætur tvo fullhrausta menn halda utan um mig og fer að reyna að rétta hendina í brotinu, þá fæ ég þennan ógnar krampa í hendina, að ég hendi báðum mönnum út í vegg og stólnum um koll sem ég sat á. Jæja, morguninn eftir á ég að koma í myndatöku kl. 10.00 upp á sjúkrahús og þar voru Jón Geirsson, Árni Guðmundsson og Guðmundur Karl og tvær hjúkrunarkonur og á Árni að taka myndina, Árni snýr sér að mér og spyr: „Hvernig brotnaðir þú svona?“ Ég segi að ég hafi dottið af hestbaki. Þá segir Árni: „Þið eigið ekki að vera að ríða, sem ekki tollið á baki, aldrei geri ég það.“ Það snuggast í mér og ég svara: „Þér getið trútt um talað sem ríðið bara innan dyra og þar er ekki hátt fallið“. Árni verður eins og karfi i framan, en hin öll hlæja heldur hressilega og hjúkrunarkonurnar sögðu að ég ætti koss skilið fyrir tilsvarið, en við kvöddumst svo, sem bestu vinir við Árni. Þá er það nú kappreiðaferillinn, en ég hefi hleypt öll ár síðan fjörutíu og þrjú og oft mörgum sinnum og mörgum hestum sama sumarið. f þann tíð var sko ekki verið að þvælast með hestana á bíl og járna með álskeifum, maður járnaði með nýjum skeifum og reið á mótsstað, hvort heldur var á Sauðárkrók, Egilsstaði eða Þingvöll. Ég skal segja þér eina sögu af svona ferð. Það var þegar ég reið austur í Egilsstaði með kappreiða- hestana mína og þar á meðal yndisdýrið hann Blika, þá kom þar Þorsteinn kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði Heima er bezt 335

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.