Heima er bezt - 01.11.1984, Page 17

Heima er bezt - 01.11.1984, Page 17
,, Töfragullið" Geisli. Alli á Blika. Er furða þó menn hafi keypt liann dýrt þennan, myndin er tekin eftir ,,heimkomuna". spretti. Eftir hlaupið fara þeir að sauma ögn að mér strákarnir og Hreinn segir í þá átt, að það hafi verið bölvað að ég ynni. Þá svaraði ég: „Hvað heldurðu að þú hafir vit á þessu eineygður porrinn.“ Ég sá strax eftir þessum orðum, því ekki gat strákur gert að þvi þótt eineygður væri. Þarna ætla þá piltarnir að koma mér í ána en góðir menn gengu í milli, og síðar urðu allir þessir strákar ágætis vinir mínir. Enn get ég tekið húfuna mína af jörðinni þó ég sé á hestbaki og það gera nú ekki margir á mínum aldri og jafnvel þótt yngri séu, Sumir halda að ég sé alltaf með burstann í annarri hendinni og matarfötuna í hinni, þegar þeir sjá hjá mér hrossin, og ég get ekki neitað því, að skítugur hestur er ekki vel séður í mínu húsi, þeir eiga að glansa og glampa þessir vinir okkar, því vel öldum og þjálfuðum hesti eru varla nokkur takmörk sett. Peir voru J'ljótir þessir, það hefði litið sést í knapann ef allar,, medalíurnar" sem þeir unnu hefðu verið nœldar íIwnn, þœrskiptu mörgum tugum. Heima er bezt 337

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.