Heima er bezt - 01.11.1984, Page 25

Heima er bezt - 01.11.1984, Page 25
KJARTAN STEFÁNSSON (K Keen) Boðskort ínn í Himnaríki Gamansaga frá Hjalteyri Höfundur þessarar sögu kynntist Hjalteyri í barn- æsku. Hann hefur sjálfur teiknað myndirnar sem fylgja. Kjartan Stefánsson birtir stundum efni und- ir höfundarnafn- inu K. Keen. Skipið var á leið sinni inn lognmildan fjörðinn. Þungur skriður þess sendi bógöldu sína frá stefninu og alla leið upp i fjörubogann í litla sjávarþorp- inu úti með firðinum. Sendlingar ráku upp tíst og hoppuðu lengra upp í fjörusandinn um leið og fyrsta aldan ónáðaði þá við miðdagsmatinn þeirra.... Raunar var það svo að fátt var til að trufla hið venjubundna líf þorpsins. Það var róið til fiskjar, brædd síld í verksmiðjunni eða þá að hún var söltuð. Þegar bátarnir komu að landi var gert að fiskinum og bátarnir spil- aðir upp á land. Allir unnu sín árs- tíðabundnu verk. Jafnvel börnin höfðu reglu á leikjum sínum eftir veðri og mánuðum. Nokkrir drengir sátu niðri í fjöru. Þeir voru að lesta báta sína með síld. Síldin var steinar, sem þeir máluðu rauða og dreifðu hingað og þangað um fjöruna. Þeir litu upp úr verki sínu, þegar þeir heyrðu þungar drun- ur í trukknum sem kom niður bratta brekkuna. Af og til sprengdi vélin aftur úr sér og skotdrunur hváðu við á eyrinni. „Herinn er kominn! Herinn er kominn“, kallaði einn af eldri drengj- unum sem hafði setið á símstöðvar- tröppunum. Stóri yfirbyggði GMC- trukkurinn hossaðist uppá hóteltúnið. Drengirnir í fjörunni hlupu af stað til að sjá herinn og stórútgerðin þeirra lá í fjörunni á hliðinni. Útgerðarmenn- irnir voru farnir. Eldri drengirnir höfðu sagt þeim yngri, að það kæmi her frá Akureyri og nú var það að koma í ljós. Reyndar höfðu þeir ekki minnst á að þetta væri Hjálpræðisher, og þegar þeir yngri vildu ekki trúa og sögðu að þeir væru í búningum, — hermannabúningum. Þeir yngri vissu að trukkurinn var frá hernum. Þeir voru því nokkuð vissir í þvi, að stóru strákarnir höfðu sagt þeim satt. Þarna var trukkurinn eins og ljóslifandi á túninu og út um allar dyr komu hermenn og herkonur. Heima er bezt 345

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.